Segja Ísland orðið of dýrt og fækka starfsfólki hótelsins Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2018 20:15 Eigendur Hótels Svartaskógar, Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hjón sem reka sveitahótel á Austurlandi hafa fækkað starfsfólki um þrjátíu prósent vegna samdráttar í sumar og samkeppni frá Airbnb. Þau segja Ísland orðið of dýrt en einnig hafi heimsmeistarakeppnin í fótbolta dregið úr ferðalögum. Rætt var við eigendur Hótels Svartaskógar í fréttum Stöðvar 2. Hótelið finnum við í skógarrjóðri í Jökulsárhlíð, ekki fjarri hringveginum, um 30 kílómetra norðan við Egilsstaði. Bændurnir á Hallgeirsstöðum, þau Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir, reka þar lítið 20 herbergja sveitahótel en þau hófu ferðaþjónustu fyrir um aldarfjórðungi. „Þetta er öðruvísi sumar. Það virðist vera að dragast saman,“ segir Helga og segir þau greinilega finna fyrir samdrætti. „Það eru komnir gríðarlega margir í þetta. Airbnb er orðinn stór hluti og eðlilega kemur það einhversstaðar niður,“ segir Benedikt. Þau hafa brugðist við með því að fækka starfsmönnum frá því í fyrrasumar úr tíu niður í sjö, eða um 30 prósent. Helga segir það hlutfall einnig samsvara fækkun bókana. Þau áttu þó von á áttunda starfsmanninum, nú þegar drægi að háannatíma.Hótel Svartiskógur eru í rjóðri í Jökulsárhlíð, um 30 kílómetrum norðan við Egilsstaði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Mestu segja þau muna um afbókanir rútuhópa. Þannig hafi 17 af 77 rútuhópum hætt við auk þess sem færri ferðamenn séu í hverjum hópi. „Og svo er náttúrlega HM líka og þá eru menn fyrir framan sjónvarpið að horfa, - og heimur allur. Og það bara hefur áhrif,“ segir Benedikt. Þau segja að gestir hótelsins séu nær eingöngu útlendingar. „Það er greinilegt að Ísland er orðið of dýrt. Gengið er orðið of hátt og við erum komin yfir verðið í samkeppnislöndum, við eru ekki samkeppnisfær við önnur lönd sennilega. Það er bara stór hluti af þessu, held ég,“ segir Benedikt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir óþarfa að fyllast skelfingu Hrönn Greipsdóttir er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eldeyjar sem fjárfestir í ferðaþjónustu. Árið 2015 þegar fjárfestingafélaginu Eldey var hleypt af stokkunum lá fyrir að í nánustu framtíð yrði þörf á að þjappa afþreyingargeira ferðaþjónustunnar betur saman. 16. maí 2018 08:00 Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Hjón sem reka sveitahótel á Austurlandi hafa fækkað starfsfólki um þrjátíu prósent vegna samdráttar í sumar og samkeppni frá Airbnb. Þau segja Ísland orðið of dýrt en einnig hafi heimsmeistarakeppnin í fótbolta dregið úr ferðalögum. Rætt var við eigendur Hótels Svartaskógar í fréttum Stöðvar 2. Hótelið finnum við í skógarrjóðri í Jökulsárhlíð, ekki fjarri hringveginum, um 30 kílómetra norðan við Egilsstaði. Bændurnir á Hallgeirsstöðum, þau Benedikt Hrafnkelsson og Helga Jónsdóttir, reka þar lítið 20 herbergja sveitahótel en þau hófu ferðaþjónustu fyrir um aldarfjórðungi. „Þetta er öðruvísi sumar. Það virðist vera að dragast saman,“ segir Helga og segir þau greinilega finna fyrir samdrætti. „Það eru komnir gríðarlega margir í þetta. Airbnb er orðinn stór hluti og eðlilega kemur það einhversstaðar niður,“ segir Benedikt. Þau hafa brugðist við með því að fækka starfsmönnum frá því í fyrrasumar úr tíu niður í sjö, eða um 30 prósent. Helga segir það hlutfall einnig samsvara fækkun bókana. Þau áttu þó von á áttunda starfsmanninum, nú þegar drægi að háannatíma.Hótel Svartiskógur eru í rjóðri í Jökulsárhlíð, um 30 kílómetrum norðan við Egilsstaði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Mestu segja þau muna um afbókanir rútuhópa. Þannig hafi 17 af 77 rútuhópum hætt við auk þess sem færri ferðamenn séu í hverjum hópi. „Og svo er náttúrlega HM líka og þá eru menn fyrir framan sjónvarpið að horfa, - og heimur allur. Og það bara hefur áhrif,“ segir Benedikt. Þau segja að gestir hótelsins séu nær eingöngu útlendingar. „Það er greinilegt að Ísland er orðið of dýrt. Gengið er orðið of hátt og við erum komin yfir verðið í samkeppnislöndum, við eru ekki samkeppnisfær við önnur lönd sennilega. Það er bara stór hluti af þessu, held ég,“ segir Benedikt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir óþarfa að fyllast skelfingu Hrönn Greipsdóttir er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eldeyjar sem fjárfestir í ferðaþjónustu. Árið 2015 þegar fjárfestingafélaginu Eldey var hleypt af stokkunum lá fyrir að í nánustu framtíð yrði þörf á að þjappa afþreyingargeira ferðaþjónustunnar betur saman. 16. maí 2018 08:00 Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Segir óþarfa að fyllast skelfingu Hrönn Greipsdóttir er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Eldeyjar sem fjárfestir í ferðaþjónustu. Árið 2015 þegar fjárfestingafélaginu Eldey var hleypt af stokkunum lá fyrir að í nánustu framtíð yrði þörf á að þjappa afþreyingargeira ferðaþjónustunnar betur saman. 16. maí 2018 08:00
Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30