Arðbærar fjárfestingar og sterkara raforkukerfi Jón Skafti Gestsson skrifar 5. júlí 2018 07:00 Við hjá Landsneti kynntum á dögunum tillögu að kerfisáætlun 2018-2027. Í henni birtum við framtíðarsýn okkar og mögulegar leiðir til að takast á við áskoranir í flutningskerfinu. Ljóst er að mikilla fjárfestinga er þörf á komandi árum ef forðast á veruleg vandræði en allar líkur eru á að þær fjárfestingar muni reynast þjóðhagslega arðbærar.Aukið samráð um valkosti Til að auka upplýsingagjöf höfum við tekið saman og birt ítarlega kostnaðar- og ábatagreiningu út frá ýmiss konar sviðsmyndum. Þar er gert ráð fyrir breytilegum forsendum um eftirspurn eftir raforku, uppbyggingarhraða, lengd jarðstrengja og valkostum við styrkingu kerfisins. Til lengri tíma eru í grunninn tveir valkostir til að styrkja raforkukerfið. Annaðhvort verður tengt yfir hálendið til að tengja saman Norðurland og Suðurland eða að Byggðalínan verður styrkt verulega. Báðar lausnir eru tæknilega og þjóðhagslega fullnægjandi. Í drögum að kerfisáætlun 2018-2027, sem nú eru í kynningu, má finna ítarlegri útlistun á þessum valkostum. Almenningur er hvattur til að kynna sér þessar hugmyndir en frestur til athugasemda er til 15. júlí. Á næstu árum verður lögð áhersla á styrkingar á Norðurlandi og í kringum höfuðborgarsvæðið. Þau verkefni eru sameiginleg bæði hálendisleið og byggðalínuleið. Helstu niðurstöður eru að endurgreiðslutími áætlaðra fjárfestinga er mun styttri en afskriftartími. Það þýðir að fjárfestingarnar borga sig. Hverju skilar sterkara raforkukerfi? Fulllestaðar og jafnvel yfirlestaðar flutningslínur þjónusta stór og mikilvæg landsvæði í íslenska raforkukerfinu. Þetta veldur verulegum vandamálum og kostnaði fyrir bæði framleiðendur og notendur raforku. Vandamálum sem verða ekki leyst nema með sterkara raforkukerfi. Sterkara kerfi skilar margþættum ávinningi en stærsti einstaki þátturinn er minni takmarkanir á flutningi og afhendingu raforku sem þýðir að fyrirtæki geta vaxið og dafnað, enda þurfi ekki að skerða raforku til þeirra. Í dag er fjölda fyrirtækja ómögulegt að vaxa og auka starfsemi sína því þau fá ekki raforku til þess, fiskbræðslur brenna víða olíu í stað þess að nýta raforku. Víða í landsbyggðunum eru vandræði með gæði raforkunnar sem leiðir til stóraukins kostnaðar fyrirtækja sökum rafmagnsleysis og annarra vandræða sem stöðvar rekstur og skemmir búnað. Sterkara kerfi mun leysa þessi vandamál. Samhliða því mun minni raforka tapast en orka sem tapast í kerfinu er einskis nýt og leggst kostnaður við kaup á þeirri orku á raforkunotendur. Þá eru svæði í raforkukerfinu þar sem virkjanir geta ekki keyrt á fullum afköstum því það er einfaldlega ekki hægt að flytja orkuna af svæðinu. Aflið sem fæst við að tengja þessar virkjanir betur er allt að 90 MW og gæti samkvæmt varfærnu mati fært þjóðarbúinu 800 milljónir króna í ábata árlega til frambúðar. Áætlað er að sterkara kerfi skili bættum áreiðanleika og minni rekstrartruflunum. Ávinningur af því er metinn á allt að níu milljörðum króna. Annars konar ávinningur kemur einnig til sem ekki hefur enn verið metinn til fjár. Til dæmis mætti nefna markmið um jöfnun atvinnutækifæra um landið, samkeppnisáhrif á markaði eða lækkaðan kostnað við varaaflstöðvar. Fjárfestingar sem borga sig Umræðan um tímabærar fjárfestingar í innviðum þjóðarinnar hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum. Vegakerfið hefur þar verið í brennidepli umræðunnar enda kannski sýnilegasti snertiflötur fólks við innviði þjóðarinnar. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins í fyrra kom fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf í þjóðvegakerfinu var metin á 70 milljarða króna. Áætlaðar fjárfestingar Landsnets á næsta áratug eru allt að 69 milljörðum króna og eru því sambærilegar að umfangi og tæpast minna aðkallandi. Stór landsvæði búa nú þegar við takmarkað aðgengi að rafmagni og nú styttist í að höfuðborgarsvæðið geri það líka. Aukið afhendingaröryggi og jafn aðgangur að rafmagni um allt land eru meðal markmiða nýrrar þingsályktunar stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfa raforku. Um þessi grundvallaratriði ætti að ríkja breið sátt í samfélaginu. Það þarf heldur ekki að hafa miklar áhyggjur af hagkvæmni þessara fjárfestinga. Þær munu borga sig að fullu löngu áður en líftími þeirra líður.Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Skafti Gestsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við hjá Landsneti kynntum á dögunum tillögu að kerfisáætlun 2018-2027. Í henni birtum við framtíðarsýn okkar og mögulegar leiðir til að takast á við áskoranir í flutningskerfinu. Ljóst er að mikilla fjárfestinga er þörf á komandi árum ef forðast á veruleg vandræði en allar líkur eru á að þær fjárfestingar muni reynast þjóðhagslega arðbærar.Aukið samráð um valkosti Til að auka upplýsingagjöf höfum við tekið saman og birt ítarlega kostnaðar- og ábatagreiningu út frá ýmiss konar sviðsmyndum. Þar er gert ráð fyrir breytilegum forsendum um eftirspurn eftir raforku, uppbyggingarhraða, lengd jarðstrengja og valkostum við styrkingu kerfisins. Til lengri tíma eru í grunninn tveir valkostir til að styrkja raforkukerfið. Annaðhvort verður tengt yfir hálendið til að tengja saman Norðurland og Suðurland eða að Byggðalínan verður styrkt verulega. Báðar lausnir eru tæknilega og þjóðhagslega fullnægjandi. Í drögum að kerfisáætlun 2018-2027, sem nú eru í kynningu, má finna ítarlegri útlistun á þessum valkostum. Almenningur er hvattur til að kynna sér þessar hugmyndir en frestur til athugasemda er til 15. júlí. Á næstu árum verður lögð áhersla á styrkingar á Norðurlandi og í kringum höfuðborgarsvæðið. Þau verkefni eru sameiginleg bæði hálendisleið og byggðalínuleið. Helstu niðurstöður eru að endurgreiðslutími áætlaðra fjárfestinga er mun styttri en afskriftartími. Það þýðir að fjárfestingarnar borga sig. Hverju skilar sterkara raforkukerfi? Fulllestaðar og jafnvel yfirlestaðar flutningslínur þjónusta stór og mikilvæg landsvæði í íslenska raforkukerfinu. Þetta veldur verulegum vandamálum og kostnaði fyrir bæði framleiðendur og notendur raforku. Vandamálum sem verða ekki leyst nema með sterkara raforkukerfi. Sterkara kerfi skilar margþættum ávinningi en stærsti einstaki þátturinn er minni takmarkanir á flutningi og afhendingu raforku sem þýðir að fyrirtæki geta vaxið og dafnað, enda þurfi ekki að skerða raforku til þeirra. Í dag er fjölda fyrirtækja ómögulegt að vaxa og auka starfsemi sína því þau fá ekki raforku til þess, fiskbræðslur brenna víða olíu í stað þess að nýta raforku. Víða í landsbyggðunum eru vandræði með gæði raforkunnar sem leiðir til stóraukins kostnaðar fyrirtækja sökum rafmagnsleysis og annarra vandræða sem stöðvar rekstur og skemmir búnað. Sterkara kerfi mun leysa þessi vandamál. Samhliða því mun minni raforka tapast en orka sem tapast í kerfinu er einskis nýt og leggst kostnaður við kaup á þeirri orku á raforkunotendur. Þá eru svæði í raforkukerfinu þar sem virkjanir geta ekki keyrt á fullum afköstum því það er einfaldlega ekki hægt að flytja orkuna af svæðinu. Aflið sem fæst við að tengja þessar virkjanir betur er allt að 90 MW og gæti samkvæmt varfærnu mati fært þjóðarbúinu 800 milljónir króna í ábata árlega til frambúðar. Áætlað er að sterkara kerfi skili bættum áreiðanleika og minni rekstrartruflunum. Ávinningur af því er metinn á allt að níu milljörðum króna. Annars konar ávinningur kemur einnig til sem ekki hefur enn verið metinn til fjár. Til dæmis mætti nefna markmið um jöfnun atvinnutækifæra um landið, samkeppnisáhrif á markaði eða lækkaðan kostnað við varaaflstöðvar. Fjárfestingar sem borga sig Umræðan um tímabærar fjárfestingar í innviðum þjóðarinnar hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum. Vegakerfið hefur þar verið í brennidepli umræðunnar enda kannski sýnilegasti snertiflötur fólks við innviði þjóðarinnar. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins í fyrra kom fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf í þjóðvegakerfinu var metin á 70 milljarða króna. Áætlaðar fjárfestingar Landsnets á næsta áratug eru allt að 69 milljörðum króna og eru því sambærilegar að umfangi og tæpast minna aðkallandi. Stór landsvæði búa nú þegar við takmarkað aðgengi að rafmagni og nú styttist í að höfuðborgarsvæðið geri það líka. Aukið afhendingaröryggi og jafn aðgangur að rafmagni um allt land eru meðal markmiða nýrrar þingsályktunar stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfa raforku. Um þessi grundvallaratriði ætti að ríkja breið sátt í samfélaginu. Það þarf heldur ekki að hafa miklar áhyggjur af hagkvæmni þessara fjárfestinga. Þær munu borga sig að fullu löngu áður en líftími þeirra líður.Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar