Trump spurði hvers vegna hann gæti ekki ráðist inn í Venesúela Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2018 12:07 Trump með Santos forseta Kólumbíu í fyrra. Í tvígang spurði Trump hann hvort honum hugnaðist innrás í Venesúela. Vísir/EPA Þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi og utanríkisráðherra Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru sagðir hafa verið þrumu lostnir þegar forsetinn spurði þá hvers vegna Bandaríkjaher gæti ekki ráðist inn í Venesúela í fyrra. Báðir þurftu að útskýra fyrir forsetanum hvers vegna innrás væri afleikur.AP-fréttastofan segir frá atvikinu og hefur eftir háttsettum embættismanni sem þekkir til þess. Það átti sér stað á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu við lok fundar þar sem Trump og ráðgjafar hans ræddu um refsiaðgerðir gegn ríkisstjórn Venesúela vegna einræðistilburða Nicolasar Maduro forseta í ágúst. Trump var þó ekki sannfærður strax og vísaði til fyrri innrása sem hann taldi vel heppnaðar eins og innrásanna í Panama og Grenada á 9. áratug síðustu aldar í valdatíð Ronalds Reagan og George Bush.Gekk á þjóðarleiðtoga þrátt fyrir ráðleggingar eigin aðstoðarmanna Daginn eftir talaði forsetinn opinberlega um „hernaðarlega valkosti“ til að koma Maduro frá völdum. AP segir að bandarískir diplómatar hafi þá gert lítið úr ummælunum sem þeir töldu aðeins vera hefðbundinn digurbarka hjá Trump. Engu að síður nefndi Trump möguleikann á hernaðaríhlutun við Juan Manuel Santos, forseta Kólumbíu, skömmu síðar og aftur yfir kvöldverði með leiðtogum fjögurra rómansk-amerískra landa í kringum allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september. Heimildarmaður AP segir að ráðgjafar Trump hafi sérstaklega sagt honum að ræða ekki um hernaðaraðgerðir þar sem þar félli ekki í kramið hjá bandamönnum Bandaríkjanna í heimshlutanum. Þær voru engu að síður það fyrsta sem Trump vakti máls á yfir kvöldverðinum með þeim fororðum að starfsmenn hans hefðu sagt honum að gera það ekki. Bandaríski forsetinn hafi síðan gengið á leiðtogana fjóra og spurt þá hvort þeir vildu örugglega ekki hernaðarlausn á ástandinu í Venesúela. Þeir hafi gert Trump ljóst að þeir hefðu engan áhuga á henni. AP segir að það hafi á endanum verið McMaster sem fór yfir hætturnar við hernaðarinngrip með forsetanum. Bandaríkin Donald Trump Grenada Venesúela Tengdar fréttir Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30 Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi og utanríkisráðherra Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru sagðir hafa verið þrumu lostnir þegar forsetinn spurði þá hvers vegna Bandaríkjaher gæti ekki ráðist inn í Venesúela í fyrra. Báðir þurftu að útskýra fyrir forsetanum hvers vegna innrás væri afleikur.AP-fréttastofan segir frá atvikinu og hefur eftir háttsettum embættismanni sem þekkir til þess. Það átti sér stað á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu við lok fundar þar sem Trump og ráðgjafar hans ræddu um refsiaðgerðir gegn ríkisstjórn Venesúela vegna einræðistilburða Nicolasar Maduro forseta í ágúst. Trump var þó ekki sannfærður strax og vísaði til fyrri innrása sem hann taldi vel heppnaðar eins og innrásanna í Panama og Grenada á 9. áratug síðustu aldar í valdatíð Ronalds Reagan og George Bush.Gekk á þjóðarleiðtoga þrátt fyrir ráðleggingar eigin aðstoðarmanna Daginn eftir talaði forsetinn opinberlega um „hernaðarlega valkosti“ til að koma Maduro frá völdum. AP segir að bandarískir diplómatar hafi þá gert lítið úr ummælunum sem þeir töldu aðeins vera hefðbundinn digurbarka hjá Trump. Engu að síður nefndi Trump möguleikann á hernaðaríhlutun við Juan Manuel Santos, forseta Kólumbíu, skömmu síðar og aftur yfir kvöldverði með leiðtogum fjögurra rómansk-amerískra landa í kringum allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september. Heimildarmaður AP segir að ráðgjafar Trump hafi sérstaklega sagt honum að ræða ekki um hernaðaraðgerðir þar sem þar félli ekki í kramið hjá bandamönnum Bandaríkjanna í heimshlutanum. Þær voru engu að síður það fyrsta sem Trump vakti máls á yfir kvöldverðinum með þeim fororðum að starfsmenn hans hefðu sagt honum að gera það ekki. Bandaríski forsetinn hafi síðan gengið á leiðtogana fjóra og spurt þá hvort þeir vildu örugglega ekki hernaðarlausn á ástandinu í Venesúela. Þeir hafi gert Trump ljóst að þeir hefðu engan áhuga á henni. AP segir að það hafi á endanum verið McMaster sem fór yfir hætturnar við hernaðarinngrip með forsetanum.
Bandaríkin Donald Trump Grenada Venesúela Tengdar fréttir Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30 Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30
Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01