Uppgjör: Vettel nýtti sér martröð Mercedes Bragi Þórðarson skrifar 2. júlí 2018 21:00 Vettel varð í þriðja sæti í Austurríki víris/getty Baráttan um heimsmeistaratitlana tvo í Formúlu 1 hefur sjaldan verið jafn spennandi og í ár. Algjört einvígi er á milli þeirra Sebastian Vettel og Lewis Hamilton og er það Vettel sem er með yfirhöndina eftir kappakstur helgarinnar. Slagurinn er einnig harður um titil bílasmiða en þar voru það Mercedes sem höfðu 24 stiga forskot fyrir kappaksturinn í Austurríki. Nú er það Ferrari sem er á undan, með tíu stiga forskot á þýska liðið. Kappaksturinn á Red Bull hringnum í Austurríki byrjaði vel fyrir Hamilton og Mercedes. Eftir fyrsta hring var Bretinn í fyrsta sæti með liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas á eftir sér. Fréttirnar urðu svo enn betri fyrir Hamilton þegar hann heyrði að keppinautur sinn, Sebastian Vettel, hefði fallið alla leið niður í áttunda sætið.Staða Mercedes var frábær í upphafi keppninnarvísir/gettyMercedes ekki lengi í paradís Á 14. hring varð Valtteri Bottas frá að hverfa eftir að gírkassi bilaði. Það gengur bara hreinlega ekkert upp hjá Finnanum á þessu tímabili og greinilegt að lukkudísirnar vilja ekkert með hann hafa. Bottas stóð sig með stakri prýði um helgina er hann náði ráspól í tímatökum og var annar er gírkassinn bilaði. Lewis Hamilton fór inn á viðgerðarsvæðið úr fyrsta sætinu á hring 26 í dekkjaskipti. Fyrir vikið datt Bretinn niður í fjórða sætið þar sem aðrir ökumenn fóru inn nokkrum hringjum fyrr þegar að öryggisbíll var úti á brautinni. Til að bæta gráu ofan á svart tókst Vettel að fara framúr Hamilton nokkrum hringjum seinna. „Ég gerði mistök í dag en þú hefur möguleika á að bæta upp fyrir þau,“ sagði James Allison, tæknistjóri Mercedes, í talstöðinni til Lewis í kappakstrinum. Það var svo á 63. hring sem að hræðilegri helgi Mercedes liðsins lauk þegar að vélin aftan í bíl Hamilton gaf upp öndina.Starfslið Red Bull fagnaði sigrinum velvísir/gettyFerrari greip tækifærið Eins manns dauði er annars brauð og nýtti Ferrari sér þessar hrakfallir og kláruðu keppnina í öðru og þriðja sæti. Vettel þurfti þó að sætta sig við að vera á eftir liðsfélaga sínum, Kimi Raikkonen. Fyrir vikið er Vettel aðeins með eins stigs forskot á aðal keppinaut sinn, Lewis Hamilton. Það var Max Verstappen á Red Bull sem stóð uppi sem sigurvegari á Red Bull brautinni í Austurríki. Frábær árangur hjá þessum tvítuga snillingi og fyrsti heimasigur Red Bull staðreynd. Miklar efasemdir voru byrjaðar að myndast um gengi Verstappen í byrjun tímabils og er óhætt að segja að Verstappen sé búinn að þagga niður í þeim. Þetta er fyrsti sigur hans á árinu og er hann jafnframt fjórði mismunandi sigurvegarinn á tímabilinu. Nú er allt í járnum bæði í keppni ökumanna sem og bílasmiða þegar að Formúlu sirkusinn færir sig yfir til Bretlands. Silverstone kappaksturinn er einn sá sögufrægasti í mótinu og verður gaman að sjá hvað Hamilton gerir á heimavelli í slagnum við Vettel. Formúla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Baráttan um heimsmeistaratitlana tvo í Formúlu 1 hefur sjaldan verið jafn spennandi og í ár. Algjört einvígi er á milli þeirra Sebastian Vettel og Lewis Hamilton og er það Vettel sem er með yfirhöndina eftir kappakstur helgarinnar. Slagurinn er einnig harður um titil bílasmiða en þar voru það Mercedes sem höfðu 24 stiga forskot fyrir kappaksturinn í Austurríki. Nú er það Ferrari sem er á undan, með tíu stiga forskot á þýska liðið. Kappaksturinn á Red Bull hringnum í Austurríki byrjaði vel fyrir Hamilton og Mercedes. Eftir fyrsta hring var Bretinn í fyrsta sæti með liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas á eftir sér. Fréttirnar urðu svo enn betri fyrir Hamilton þegar hann heyrði að keppinautur sinn, Sebastian Vettel, hefði fallið alla leið niður í áttunda sætið.Staða Mercedes var frábær í upphafi keppninnarvísir/gettyMercedes ekki lengi í paradís Á 14. hring varð Valtteri Bottas frá að hverfa eftir að gírkassi bilaði. Það gengur bara hreinlega ekkert upp hjá Finnanum á þessu tímabili og greinilegt að lukkudísirnar vilja ekkert með hann hafa. Bottas stóð sig með stakri prýði um helgina er hann náði ráspól í tímatökum og var annar er gírkassinn bilaði. Lewis Hamilton fór inn á viðgerðarsvæðið úr fyrsta sætinu á hring 26 í dekkjaskipti. Fyrir vikið datt Bretinn niður í fjórða sætið þar sem aðrir ökumenn fóru inn nokkrum hringjum fyrr þegar að öryggisbíll var úti á brautinni. Til að bæta gráu ofan á svart tókst Vettel að fara framúr Hamilton nokkrum hringjum seinna. „Ég gerði mistök í dag en þú hefur möguleika á að bæta upp fyrir þau,“ sagði James Allison, tæknistjóri Mercedes, í talstöðinni til Lewis í kappakstrinum. Það var svo á 63. hring sem að hræðilegri helgi Mercedes liðsins lauk þegar að vélin aftan í bíl Hamilton gaf upp öndina.Starfslið Red Bull fagnaði sigrinum velvísir/gettyFerrari greip tækifærið Eins manns dauði er annars brauð og nýtti Ferrari sér þessar hrakfallir og kláruðu keppnina í öðru og þriðja sæti. Vettel þurfti þó að sætta sig við að vera á eftir liðsfélaga sínum, Kimi Raikkonen. Fyrir vikið er Vettel aðeins með eins stigs forskot á aðal keppinaut sinn, Lewis Hamilton. Það var Max Verstappen á Red Bull sem stóð uppi sem sigurvegari á Red Bull brautinni í Austurríki. Frábær árangur hjá þessum tvítuga snillingi og fyrsti heimasigur Red Bull staðreynd. Miklar efasemdir voru byrjaðar að myndast um gengi Verstappen í byrjun tímabils og er óhætt að segja að Verstappen sé búinn að þagga niður í þeim. Þetta er fyrsti sigur hans á árinu og er hann jafnframt fjórði mismunandi sigurvegarinn á tímabilinu. Nú er allt í járnum bæði í keppni ökumanna sem og bílasmiða þegar að Formúlu sirkusinn færir sig yfir til Bretlands. Silverstone kappaksturinn er einn sá sögufrægasti í mótinu og verður gaman að sjá hvað Hamilton gerir á heimavelli í slagnum við Vettel.
Formúla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira