Ísland axlar ábyrgð Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2018 07:00 Í síðustu viku náðist samstaða í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka það sæti sem losnaði í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna við úrsögn Bandaríkjanna. Þetta þýðir að Ísland verður, ef að líkum lætur, eitt í kjöri í aukakosningum til ráðsins sem haldnar verða í allsherjarþinginu um miðjan mánuðinn. Ísland hefur ekki áður setið í mannréttindaráðinu en hefur aftur á móti látið að sér kveða í krafti áheyrnaraðildar. Sjálfur ávarpaði ég ráðið, fyrstur íslenskra utanríkisráðherra, í febrúar í fyrra og fyrr á þessu ári fór ég aftur til Genfar í sama tilgangi. Framganga Íslendinga í mannréttindamálum hefur vakið athygli. Við höfum reynst ötulir talsmenn kynjajafnréttis og réttinda hinsegin fólks. Auk þess höfum við verið í broddi fylkingar ríkja sem vekja athygli á slæmu ástandi mannréttindamála á Filippseyjum. Þau mál komu síðast til umfjöllunar fyrir tæpum tveimur vikum þegar fastafulltrúi Íslands talaði í nafni næstum fjörutíu aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Slagkraftur slíkra skilaboða er auðvitað þeim mun meiri sem samstaðan um þau er víðtækari. Sjálfur vakti ég athygli á því í ávarpi mínu í lok febrúar að það skyti skökku við að Filippseyjar, Sádi-Arabía, Venesúela og Egyptaland ættu sæti í mannréttindaráðinu, ríki sem reglulega væru gagnrýnd fyrir mannréttindabrot. Brýnt er að gera umbætur á starfi ráðsins. Þótt ekki sé öruggt að árangur náist mun Ísland beita sér í þá veru og þannig stuðla að því að gera mannréttindum enn hærra undir höfði á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ísland mun taka skýra afstöðu í mannréttindaráðinu en um leið miðla málum í þágu mannréttinda. Ég tel Ísland vel undir það búið að axla þá ábyrgð. Því ber að fagna að Íslandi gefist tækifæri til að láta gott af sér leiða með svo afgerandi hætti. Má rifja upp í þessu samhengi að sjötíu ár eru nú liðin frá samþykkt mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hún er auðvitað hornsteinninn sem byggt er á, tímamótaskjal sem vert er að halda í heiðri.Höfundur er utanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Samstaða hefur náðst í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka sæti Bandaríkjanna í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 29. júní 2018 17:31 Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku náðist samstaða í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka það sæti sem losnaði í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna við úrsögn Bandaríkjanna. Þetta þýðir að Ísland verður, ef að líkum lætur, eitt í kjöri í aukakosningum til ráðsins sem haldnar verða í allsherjarþinginu um miðjan mánuðinn. Ísland hefur ekki áður setið í mannréttindaráðinu en hefur aftur á móti látið að sér kveða í krafti áheyrnaraðildar. Sjálfur ávarpaði ég ráðið, fyrstur íslenskra utanríkisráðherra, í febrúar í fyrra og fyrr á þessu ári fór ég aftur til Genfar í sama tilgangi. Framganga Íslendinga í mannréttindamálum hefur vakið athygli. Við höfum reynst ötulir talsmenn kynjajafnréttis og réttinda hinsegin fólks. Auk þess höfum við verið í broddi fylkingar ríkja sem vekja athygli á slæmu ástandi mannréttindamála á Filippseyjum. Þau mál komu síðast til umfjöllunar fyrir tæpum tveimur vikum þegar fastafulltrúi Íslands talaði í nafni næstum fjörutíu aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Slagkraftur slíkra skilaboða er auðvitað þeim mun meiri sem samstaðan um þau er víðtækari. Sjálfur vakti ég athygli á því í ávarpi mínu í lok febrúar að það skyti skökku við að Filippseyjar, Sádi-Arabía, Venesúela og Egyptaland ættu sæti í mannréttindaráðinu, ríki sem reglulega væru gagnrýnd fyrir mannréttindabrot. Brýnt er að gera umbætur á starfi ráðsins. Þótt ekki sé öruggt að árangur náist mun Ísland beita sér í þá veru og þannig stuðla að því að gera mannréttindum enn hærra undir höfði á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ísland mun taka skýra afstöðu í mannréttindaráðinu en um leið miðla málum í þágu mannréttinda. Ég tel Ísland vel undir það búið að axla þá ábyrgð. Því ber að fagna að Íslandi gefist tækifæri til að láta gott af sér leiða með svo afgerandi hætti. Má rifja upp í þessu samhengi að sjötíu ár eru nú liðin frá samþykkt mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hún er auðvitað hornsteinninn sem byggt er á, tímamótaskjal sem vert er að halda í heiðri.Höfundur er utanríkisráðherra
Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Samstaða hefur náðst í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka sæti Bandaríkjanna í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 29. júní 2018 17:31
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar