Sætið við borðsendann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. júlí 2018 07:00 Í viðtali fyrr á árinu sagði Svandís Svavarsdóttir að í ríkisstjórninni væru tveir hefðbundnir valdaflokkar sem sætu þar undir forsæti sósíalista og konu. Ég skil að vissu leyti þetta stolt Svandísar enda áhugavert í sögulegu samhengi. Í því felst einnig ákveðið tækifæri sem áhugavert er að sjá hvernig er nýtt þegar kemur að hugsjónum og pólitík. Þótt þau séu reyndar ekki mörg tækifærin sem fylgja sósíalismanum er annað upp á teningnum þegar kemur að áherslum kvenna. Því nálgun kvenna á lausnir og mál er oft önnur eins og dæmin sýna. Slík fjölbreytni er eftirsóknarverð fyrir hvert samfélag. Það hefur verið margítrekað að ríkisstjórnin er mynduð utan um málamiðlanir. Metnaðurinn um allt fyrir alla er vissulega virðingarverður en þegar horft er framhjá hástemmdum lýsingarorðum og síbyljunni um stórkostlega innviðauppbyggingu, er lítið sem stendur eftir annað en blákaldur raunveruleikinn. Frasarnir hafa tekið yfir sviðið og umbúðirnar eru að mestu án innihalds. Tökum dæmi.Enginn sýnileiki til að bæta kjör kvennastétta Við lok gildistíma fjármálaáætlunar ríkisstjórnar er raunaukning til velferðar,- mennta- og samgöngumála 2 milljarðar miðað við þá áætlun sem áður hafði verið samþykkt. Því er rétt að halda til haga að fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar innihélt stóraukin framlög til þessara málaflokka en eftir allar stóryrtu yfirlýsingarnar hjá ríkisstjórninni hefði mátt ætla að raunaukning til innviðauppbyggingar yrði meiri á tímabilinu. Sjálf tekjuhlið fjármálaáætlunar er afar óljós og gefur tilefni til ákveðins ótta þegar litið er til reynslunnar. Undir forystu sósíalista og konu er síðan enga framtíðarsýn að sjá í fjármálaáætlun né stafkrók að finna í öðrum þingmálum ríkisstjórnar um hvernig hægt er að byggja upp kjör kvennastétta með markvissum hætti. Til lengri tíma. Þrátt fyrir að fjármálaáætlun sé grundvallarplagg hverrar ríkisstjórnar, svo vitnað sé í orð formanns Vinstri grænna frá síðasta ári. Að glitt hefði í hugsjónir um að efla þessar stéttir hefði verið ótrúlega dýrmætt. Ekki síst á þessum tímum. Þarna var tækifærið til að sýna afgerandi forystu og stefnumótun til að leiðrétta kjör kvennastétta, hvort sem um kennara, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða eða ljósmæður er að ræða. Alla vega að hefja þá vegferð. Og vinna að því að fá alla með. Í stað sýnilegrar forystu er farið í gamalkunnugar klisjur og bent á aðila vinnumarkaðarins. Á meðan eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar uppteknir við að senda kvennastéttum kaldar kveðjur í kjarabaráttu þeirra. Viðhald gamalla vinnubragða Það er í raun merkilegt að ríkisstjórnin taki ekki pólitíska forystu um þetta mál því það eru hagsmunir allra til framtíðar litið að þessum störfum verði sinnt og eftirspurn verði til að sinna þeim. Þannig styrkjum við bæði mennta- og velferðarkerfið, sem eru jú okkar sameiginlegu markmið. Í vor var tillaga okkar í Viðreisn um að bæta kjör kvennastétta samþykkt. Eftir mikið japl, jaml og fuður. En eftir stóð í raun útþynnt tillaga vegna óþæginda innan ríkisstjórnarflokkanna. Engin löngun til að vera áhrifavaldur til breytinga heldur fremur viðhald gamalla vinnubragða. Þrátt fyrir annan tón og einhvern velvilja innan þingflokks Vinstri grænna. Forgangsröðun í þágu kvenna og jafnréttis er ekki allra, ekki síst þegar kemur að gamalgrónum íhaldsflokkum. Þá þarf að toga í klárinn og sýna lipurð í senn. Það upplifðum við í Viðreisn á síðasta ári og þetta sýnir sagan. Fyrir Vinstri græn er hins vegar óþarfi að láta undan íhaldssömum trega til breytinga á þessu umhverfi. Þótt ríkisstjórnin sé málamiðlunarstjórn. Miklu heldur þarf að sýna forystu og nýta tækifærið sem felst í sætinu við borðsendann.Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 28.06.2025 Halldór Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Í viðtali fyrr á árinu sagði Svandís Svavarsdóttir að í ríkisstjórninni væru tveir hefðbundnir valdaflokkar sem sætu þar undir forsæti sósíalista og konu. Ég skil að vissu leyti þetta stolt Svandísar enda áhugavert í sögulegu samhengi. Í því felst einnig ákveðið tækifæri sem áhugavert er að sjá hvernig er nýtt þegar kemur að hugsjónum og pólitík. Þótt þau séu reyndar ekki mörg tækifærin sem fylgja sósíalismanum er annað upp á teningnum þegar kemur að áherslum kvenna. Því nálgun kvenna á lausnir og mál er oft önnur eins og dæmin sýna. Slík fjölbreytni er eftirsóknarverð fyrir hvert samfélag. Það hefur verið margítrekað að ríkisstjórnin er mynduð utan um málamiðlanir. Metnaðurinn um allt fyrir alla er vissulega virðingarverður en þegar horft er framhjá hástemmdum lýsingarorðum og síbyljunni um stórkostlega innviðauppbyggingu, er lítið sem stendur eftir annað en blákaldur raunveruleikinn. Frasarnir hafa tekið yfir sviðið og umbúðirnar eru að mestu án innihalds. Tökum dæmi.Enginn sýnileiki til að bæta kjör kvennastétta Við lok gildistíma fjármálaáætlunar ríkisstjórnar er raunaukning til velferðar,- mennta- og samgöngumála 2 milljarðar miðað við þá áætlun sem áður hafði verið samþykkt. Því er rétt að halda til haga að fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar innihélt stóraukin framlög til þessara málaflokka en eftir allar stóryrtu yfirlýsingarnar hjá ríkisstjórninni hefði mátt ætla að raunaukning til innviðauppbyggingar yrði meiri á tímabilinu. Sjálf tekjuhlið fjármálaáætlunar er afar óljós og gefur tilefni til ákveðins ótta þegar litið er til reynslunnar. Undir forystu sósíalista og konu er síðan enga framtíðarsýn að sjá í fjármálaáætlun né stafkrók að finna í öðrum þingmálum ríkisstjórnar um hvernig hægt er að byggja upp kjör kvennastétta með markvissum hætti. Til lengri tíma. Þrátt fyrir að fjármálaáætlun sé grundvallarplagg hverrar ríkisstjórnar, svo vitnað sé í orð formanns Vinstri grænna frá síðasta ári. Að glitt hefði í hugsjónir um að efla þessar stéttir hefði verið ótrúlega dýrmætt. Ekki síst á þessum tímum. Þarna var tækifærið til að sýna afgerandi forystu og stefnumótun til að leiðrétta kjör kvennastétta, hvort sem um kennara, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða eða ljósmæður er að ræða. Alla vega að hefja þá vegferð. Og vinna að því að fá alla með. Í stað sýnilegrar forystu er farið í gamalkunnugar klisjur og bent á aðila vinnumarkaðarins. Á meðan eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar uppteknir við að senda kvennastéttum kaldar kveðjur í kjarabaráttu þeirra. Viðhald gamalla vinnubragða Það er í raun merkilegt að ríkisstjórnin taki ekki pólitíska forystu um þetta mál því það eru hagsmunir allra til framtíðar litið að þessum störfum verði sinnt og eftirspurn verði til að sinna þeim. Þannig styrkjum við bæði mennta- og velferðarkerfið, sem eru jú okkar sameiginlegu markmið. Í vor var tillaga okkar í Viðreisn um að bæta kjör kvennastétta samþykkt. Eftir mikið japl, jaml og fuður. En eftir stóð í raun útþynnt tillaga vegna óþæginda innan ríkisstjórnarflokkanna. Engin löngun til að vera áhrifavaldur til breytinga heldur fremur viðhald gamalla vinnubragða. Þrátt fyrir annan tón og einhvern velvilja innan þingflokks Vinstri grænna. Forgangsröðun í þágu kvenna og jafnréttis er ekki allra, ekki síst þegar kemur að gamalgrónum íhaldsflokkum. Þá þarf að toga í klárinn og sýna lipurð í senn. Það upplifðum við í Viðreisn á síðasta ári og þetta sýnir sagan. Fyrir Vinstri græn er hins vegar óþarfi að láta undan íhaldssömum trega til breytinga á þessu umhverfi. Þótt ríkisstjórnin sé málamiðlunarstjórn. Miklu heldur þarf að sýna forystu og nýta tækifærið sem felst í sætinu við borðsendann.Höfundur er formaður Viðreisnar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar