Sætið við borðsendann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. júlí 2018 07:00 Í viðtali fyrr á árinu sagði Svandís Svavarsdóttir að í ríkisstjórninni væru tveir hefðbundnir valdaflokkar sem sætu þar undir forsæti sósíalista og konu. Ég skil að vissu leyti þetta stolt Svandísar enda áhugavert í sögulegu samhengi. Í því felst einnig ákveðið tækifæri sem áhugavert er að sjá hvernig er nýtt þegar kemur að hugsjónum og pólitík. Þótt þau séu reyndar ekki mörg tækifærin sem fylgja sósíalismanum er annað upp á teningnum þegar kemur að áherslum kvenna. Því nálgun kvenna á lausnir og mál er oft önnur eins og dæmin sýna. Slík fjölbreytni er eftirsóknarverð fyrir hvert samfélag. Það hefur verið margítrekað að ríkisstjórnin er mynduð utan um málamiðlanir. Metnaðurinn um allt fyrir alla er vissulega virðingarverður en þegar horft er framhjá hástemmdum lýsingarorðum og síbyljunni um stórkostlega innviðauppbyggingu, er lítið sem stendur eftir annað en blákaldur raunveruleikinn. Frasarnir hafa tekið yfir sviðið og umbúðirnar eru að mestu án innihalds. Tökum dæmi.Enginn sýnileiki til að bæta kjör kvennastétta Við lok gildistíma fjármálaáætlunar ríkisstjórnar er raunaukning til velferðar,- mennta- og samgöngumála 2 milljarðar miðað við þá áætlun sem áður hafði verið samþykkt. Því er rétt að halda til haga að fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar innihélt stóraukin framlög til þessara málaflokka en eftir allar stóryrtu yfirlýsingarnar hjá ríkisstjórninni hefði mátt ætla að raunaukning til innviðauppbyggingar yrði meiri á tímabilinu. Sjálf tekjuhlið fjármálaáætlunar er afar óljós og gefur tilefni til ákveðins ótta þegar litið er til reynslunnar. Undir forystu sósíalista og konu er síðan enga framtíðarsýn að sjá í fjármálaáætlun né stafkrók að finna í öðrum þingmálum ríkisstjórnar um hvernig hægt er að byggja upp kjör kvennastétta með markvissum hætti. Til lengri tíma. Þrátt fyrir að fjármálaáætlun sé grundvallarplagg hverrar ríkisstjórnar, svo vitnað sé í orð formanns Vinstri grænna frá síðasta ári. Að glitt hefði í hugsjónir um að efla þessar stéttir hefði verið ótrúlega dýrmætt. Ekki síst á þessum tímum. Þarna var tækifærið til að sýna afgerandi forystu og stefnumótun til að leiðrétta kjör kvennastétta, hvort sem um kennara, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða eða ljósmæður er að ræða. Alla vega að hefja þá vegferð. Og vinna að því að fá alla með. Í stað sýnilegrar forystu er farið í gamalkunnugar klisjur og bent á aðila vinnumarkaðarins. Á meðan eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar uppteknir við að senda kvennastéttum kaldar kveðjur í kjarabaráttu þeirra. Viðhald gamalla vinnubragða Það er í raun merkilegt að ríkisstjórnin taki ekki pólitíska forystu um þetta mál því það eru hagsmunir allra til framtíðar litið að þessum störfum verði sinnt og eftirspurn verði til að sinna þeim. Þannig styrkjum við bæði mennta- og velferðarkerfið, sem eru jú okkar sameiginlegu markmið. Í vor var tillaga okkar í Viðreisn um að bæta kjör kvennastétta samþykkt. Eftir mikið japl, jaml og fuður. En eftir stóð í raun útþynnt tillaga vegna óþæginda innan ríkisstjórnarflokkanna. Engin löngun til að vera áhrifavaldur til breytinga heldur fremur viðhald gamalla vinnubragða. Þrátt fyrir annan tón og einhvern velvilja innan þingflokks Vinstri grænna. Forgangsröðun í þágu kvenna og jafnréttis er ekki allra, ekki síst þegar kemur að gamalgrónum íhaldsflokkum. Þá þarf að toga í klárinn og sýna lipurð í senn. Það upplifðum við í Viðreisn á síðasta ári og þetta sýnir sagan. Fyrir Vinstri græn er hins vegar óþarfi að láta undan íhaldssömum trega til breytinga á þessu umhverfi. Þótt ríkisstjórnin sé málamiðlunarstjórn. Miklu heldur þarf að sýna forystu og nýta tækifærið sem felst í sætinu við borðsendann.Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í viðtali fyrr á árinu sagði Svandís Svavarsdóttir að í ríkisstjórninni væru tveir hefðbundnir valdaflokkar sem sætu þar undir forsæti sósíalista og konu. Ég skil að vissu leyti þetta stolt Svandísar enda áhugavert í sögulegu samhengi. Í því felst einnig ákveðið tækifæri sem áhugavert er að sjá hvernig er nýtt þegar kemur að hugsjónum og pólitík. Þótt þau séu reyndar ekki mörg tækifærin sem fylgja sósíalismanum er annað upp á teningnum þegar kemur að áherslum kvenna. Því nálgun kvenna á lausnir og mál er oft önnur eins og dæmin sýna. Slík fjölbreytni er eftirsóknarverð fyrir hvert samfélag. Það hefur verið margítrekað að ríkisstjórnin er mynduð utan um málamiðlanir. Metnaðurinn um allt fyrir alla er vissulega virðingarverður en þegar horft er framhjá hástemmdum lýsingarorðum og síbyljunni um stórkostlega innviðauppbyggingu, er lítið sem stendur eftir annað en blákaldur raunveruleikinn. Frasarnir hafa tekið yfir sviðið og umbúðirnar eru að mestu án innihalds. Tökum dæmi.Enginn sýnileiki til að bæta kjör kvennastétta Við lok gildistíma fjármálaáætlunar ríkisstjórnar er raunaukning til velferðar,- mennta- og samgöngumála 2 milljarðar miðað við þá áætlun sem áður hafði verið samþykkt. Því er rétt að halda til haga að fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar innihélt stóraukin framlög til þessara málaflokka en eftir allar stóryrtu yfirlýsingarnar hjá ríkisstjórninni hefði mátt ætla að raunaukning til innviðauppbyggingar yrði meiri á tímabilinu. Sjálf tekjuhlið fjármálaáætlunar er afar óljós og gefur tilefni til ákveðins ótta þegar litið er til reynslunnar. Undir forystu sósíalista og konu er síðan enga framtíðarsýn að sjá í fjármálaáætlun né stafkrók að finna í öðrum þingmálum ríkisstjórnar um hvernig hægt er að byggja upp kjör kvennastétta með markvissum hætti. Til lengri tíma. Þrátt fyrir að fjármálaáætlun sé grundvallarplagg hverrar ríkisstjórnar, svo vitnað sé í orð formanns Vinstri grænna frá síðasta ári. Að glitt hefði í hugsjónir um að efla þessar stéttir hefði verið ótrúlega dýrmætt. Ekki síst á þessum tímum. Þarna var tækifærið til að sýna afgerandi forystu og stefnumótun til að leiðrétta kjör kvennastétta, hvort sem um kennara, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða eða ljósmæður er að ræða. Alla vega að hefja þá vegferð. Og vinna að því að fá alla með. Í stað sýnilegrar forystu er farið í gamalkunnugar klisjur og bent á aðila vinnumarkaðarins. Á meðan eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar uppteknir við að senda kvennastéttum kaldar kveðjur í kjarabaráttu þeirra. Viðhald gamalla vinnubragða Það er í raun merkilegt að ríkisstjórnin taki ekki pólitíska forystu um þetta mál því það eru hagsmunir allra til framtíðar litið að þessum störfum verði sinnt og eftirspurn verði til að sinna þeim. Þannig styrkjum við bæði mennta- og velferðarkerfið, sem eru jú okkar sameiginlegu markmið. Í vor var tillaga okkar í Viðreisn um að bæta kjör kvennastétta samþykkt. Eftir mikið japl, jaml og fuður. En eftir stóð í raun útþynnt tillaga vegna óþæginda innan ríkisstjórnarflokkanna. Engin löngun til að vera áhrifavaldur til breytinga heldur fremur viðhald gamalla vinnubragða. Þrátt fyrir annan tón og einhvern velvilja innan þingflokks Vinstri grænna. Forgangsröðun í þágu kvenna og jafnréttis er ekki allra, ekki síst þegar kemur að gamalgrónum íhaldsflokkum. Þá þarf að toga í klárinn og sýna lipurð í senn. Það upplifðum við í Viðreisn á síðasta ári og þetta sýnir sagan. Fyrir Vinstri græn er hins vegar óþarfi að láta undan íhaldssömum trega til breytinga á þessu umhverfi. Þótt ríkisstjórnin sé málamiðlunarstjórn. Miklu heldur þarf að sýna forystu og nýta tækifærið sem felst í sætinu við borðsendann.Höfundur er formaður Viðreisnar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun