Kvika og einkafjárfestar kaupa lóðir í Vogabyggð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Ólafur Ólafsson, einn aðaleigandi Festis. Vísir/eyþór Dótturfélag byggingafélagsins Kaldalóns, sem er í eigu Kviku banka og einkafjárfesta, hefur keypt byggingarrétt á lóðum í Vogabyggð af systurfélagi fasteignaþróunarfélagsins Festis. Gengið var frá kaupunum í síðustu viku en kaupverðið er trúnaðarmál, að sögn Róberts Arons Róbertssonar, framkvæmdastjóra Festis. Til stendur að byggja 270 íbúðir á lóðunum sem eru í hverfinu Vogabyggð 1 á Gelgjutanga en aðeins eru sextán mánuðir síðan Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og fulltrúar Festis skrifuðu undir samning um uppbygginguna. Aðaleigendur Festis eru hjónin Ólafur Ólafsson, sem er gjarnan kenndur við Samskip, og Ingibjörg Kristjánsdóttir. Fasteignaþróunarfélagið hefur unnið að verkefninu síðustu ár og áformaði að hefja uppbyggingu á þessu ári. Kaupandinn er félagið U 14-20, dótturfélag byggingafélagsins Kaldalóns sem er í rekstri Kviku banka. Fram kemur í bréfi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, sem lagt var fyrir borgarráð í lok júní, að kaupverð byggingarréttarins á fjórum lóðum í Vogabyggð sé um 62 þúsund krónur á fermetra miðað við 24.290 fermetra, sem er leyfilegt hámarks byggingamagn samkvæmt skipulagi, eða alls um 1,5 milljarðar króna.Gert er ráð fyrir rúmlega 1000 íbúðum í Vogabyggð.ReykjavíkurborgEru 60 prósent kaupverðsins greidd með íbúðum í Urriðaholti sem verða afhentar eftir um tvö ár. Fyrir umrædd kaup hafði Kaldalón, sem var stofnað á síðasta ári, rétt til þess að byggja alls um 600 íbúðir í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ en félagið tekur meðal annars þátt í uppbyggingu á hátt í 180 íbúðum í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn. Í lok síðasta árs var stærsti hluthafi byggingafélagsins Kaldalóns einkahlutafélagið RES með tæplega 46 prósenta hlut en það er til helminga í eigu hjónanna Nönnu Bjarkar Ásgrímsdóttur og Sigurðar Bollasonar og hjónanna Gunnars Henriks B. Gunnarssonar og Lovísu Ólafsdóttur. Félagið RPF, í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar og Þórarins Arnars Sævarssonar, eigenda RE/ MAX Senter, var næststærsti hluthafi Kaldalóns með 16 prósenta hlut en tvímenningarnir áttu auk þess hlut í byggingafélaginu í gegnum fleiri eignarhaldsfélög. Þá fór Kvika banki með 10,5 prósenta hlut í Kaldalóni, samkvæmt ársreikningi byggingafélagsins. Í áðurnefndu bréfi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar segir að fyrir liggi yfirlýsing frá Kaldalóni um nauðsynlegan fjárhagslegan stuðning við U 14-20 til þess að standa við skuldbindingar sínar við fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir í Vogabyggð 1. Er jafnframt tekið fram að Kaldalón sé með góða eiginfjárstöðu. Gert er ráð fyrir að alls rísi 1.100 til 1.300 íbúðir í allri Vogabyggð á næstu árum Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Gert ráð fyrir milli 1.100 og 1.300 íbúðum í nýrri Vogabyggð Skrifað var undir samninga um endurbyggingu Vogabyggðar í Reykjavík fyrr í dag. Hverfið afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi og Súðarvogi. 22. janúar 2016 21:30 Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum 3. apríl 2017 10:30 Allt að 350 íbúðir samþykktar á lóð í eigu félags Ólafs Ólafssonar Á Gelgjutanga við Elliðaárvog mun rísa vistvæn byggð í nálægð við náttúruna. 19. maí 2017 15:07 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Dótturfélag byggingafélagsins Kaldalóns, sem er í eigu Kviku banka og einkafjárfesta, hefur keypt byggingarrétt á lóðum í Vogabyggð af systurfélagi fasteignaþróunarfélagsins Festis. Gengið var frá kaupunum í síðustu viku en kaupverðið er trúnaðarmál, að sögn Róberts Arons Róbertssonar, framkvæmdastjóra Festis. Til stendur að byggja 270 íbúðir á lóðunum sem eru í hverfinu Vogabyggð 1 á Gelgjutanga en aðeins eru sextán mánuðir síðan Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og fulltrúar Festis skrifuðu undir samning um uppbygginguna. Aðaleigendur Festis eru hjónin Ólafur Ólafsson, sem er gjarnan kenndur við Samskip, og Ingibjörg Kristjánsdóttir. Fasteignaþróunarfélagið hefur unnið að verkefninu síðustu ár og áformaði að hefja uppbyggingu á þessu ári. Kaupandinn er félagið U 14-20, dótturfélag byggingafélagsins Kaldalóns sem er í rekstri Kviku banka. Fram kemur í bréfi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, sem lagt var fyrir borgarráð í lok júní, að kaupverð byggingarréttarins á fjórum lóðum í Vogabyggð sé um 62 þúsund krónur á fermetra miðað við 24.290 fermetra, sem er leyfilegt hámarks byggingamagn samkvæmt skipulagi, eða alls um 1,5 milljarðar króna.Gert er ráð fyrir rúmlega 1000 íbúðum í Vogabyggð.ReykjavíkurborgEru 60 prósent kaupverðsins greidd með íbúðum í Urriðaholti sem verða afhentar eftir um tvö ár. Fyrir umrædd kaup hafði Kaldalón, sem var stofnað á síðasta ári, rétt til þess að byggja alls um 600 íbúðir í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ en félagið tekur meðal annars þátt í uppbyggingu á hátt í 180 íbúðum í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn. Í lok síðasta árs var stærsti hluthafi byggingafélagsins Kaldalóns einkahlutafélagið RES með tæplega 46 prósenta hlut en það er til helminga í eigu hjónanna Nönnu Bjarkar Ásgrímsdóttur og Sigurðar Bollasonar og hjónanna Gunnars Henriks B. Gunnarssonar og Lovísu Ólafsdóttur. Félagið RPF, í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar og Þórarins Arnars Sævarssonar, eigenda RE/ MAX Senter, var næststærsti hluthafi Kaldalóns með 16 prósenta hlut en tvímenningarnir áttu auk þess hlut í byggingafélaginu í gegnum fleiri eignarhaldsfélög. Þá fór Kvika banki með 10,5 prósenta hlut í Kaldalóni, samkvæmt ársreikningi byggingafélagsins. Í áðurnefndu bréfi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar segir að fyrir liggi yfirlýsing frá Kaldalóni um nauðsynlegan fjárhagslegan stuðning við U 14-20 til þess að standa við skuldbindingar sínar við fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir í Vogabyggð 1. Er jafnframt tekið fram að Kaldalón sé með góða eiginfjárstöðu. Gert er ráð fyrir að alls rísi 1.100 til 1.300 íbúðir í allri Vogabyggð á næstu árum
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Gert ráð fyrir milli 1.100 og 1.300 íbúðum í nýrri Vogabyggð Skrifað var undir samninga um endurbyggingu Vogabyggðar í Reykjavík fyrr í dag. Hverfið afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi og Súðarvogi. 22. janúar 2016 21:30 Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum 3. apríl 2017 10:30 Allt að 350 íbúðir samþykktar á lóð í eigu félags Ólafs Ólafssonar Á Gelgjutanga við Elliðaárvog mun rísa vistvæn byggð í nálægð við náttúruna. 19. maí 2017 15:07 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Gert ráð fyrir milli 1.100 og 1.300 íbúðum í nýrri Vogabyggð Skrifað var undir samninga um endurbyggingu Vogabyggðar í Reykjavík fyrr í dag. Hverfið afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi og Súðarvogi. 22. janúar 2016 21:30
Ólafur á bólakafi í byggingaframkvæmdum Ólafur Ólafsson fjárfestir og félög tengd honum standa að eða hafa áætlanir uppi um umfangsmikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og hótela á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum 3. apríl 2017 10:30
Allt að 350 íbúðir samþykktar á lóð í eigu félags Ólafs Ólafssonar Á Gelgjutanga við Elliðaárvog mun rísa vistvæn byggð í nálægð við náttúruna. 19. maí 2017 15:07