Enski boltinn

Henry hættir hjá Sky til að elta þjálfaradrauminn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Henry glaður í bragði.
Henry glaður í bragði. vísir/getty
Thierry Henry, aðstoðarþjálfari Belgíu og Arsenal goðsögn, er hættur sem sérfræðingur á Sky Sports sjónvarpsstöðinni og eltir þjálfaradrauminn.

Henry greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni en þar segir hann að störf sín fyrir Sky hafi gert hann enn ákveðnari að verða þjálfari.

Nú sé hins vegar komið að því að nú þurfi hann að yfirgefa sjónvarpsstöðina sem spekingur til þess að ná þessu markmiði sínu. Hann er sólginn í þjálfarastarf.

Franski framherjinn fyrrverandi segir að hann hafi notað tímans hjá Sky en hann vilji verða stjóri. Hann er nú aðstoðarþjálfari Belgíu og er væntanlega ekki langt þangað til Henry fær sitt fyrsta stjórastarf.

Á tíma sínum hjá Sky Sports tók hann mörg af stærstu nöfnunum í fótboltanum í viðtal og hefur væntanlega lært mikið af því. Henry vann 35 titla á tíma sínum sem leikmaður, bæði einstaklings- og liðsverðlaunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×