Barnablað Morgunblaðsins sakað um „letirasisma“ vegna teiknaðrar gátu Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júlí 2018 21:00 Hér má sjá umrædda gátu sem birtist í Barnablaði Morgunblaðsins og vakið hefur töluverða athygli. Mynd/Samsett Teiknuð gáta sem birtist í sunnudagsútgáfu Barnablaðs Morgunblaðsins hefur verið gagnrýnd fyrir að endurspegla úreltar staðalímyndir um fólk af ýmsum kynþáttum. Blaðið segir gátuna ekki í takt við tímann og harmar birtingu hennar. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er gátan undir yfirskriftinni „Hver býr í hvaða húsi?“ og eiga krakkar að tengja viðeigandi íbúa við sitt hús. Svo virðist sem gátan eigi að sýna fólk úr mismunandi heimshornum en óhætt er að segja að um nokkuð einfaldar birtingarmyndir þess sé að ræða.Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir.Vísir/EyþórSjá einnig: Jakob, áður Sambó, hefur verið tekinn niður Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir aðgerðasinni er á meðal þeirra sem furða sig á birtingu gátunnar. Hún deilir mynd af gátunni og segir teikningarnar „ala á úreltum staðalímyndum um fólk frá öðrum heimshlutum.“ „Ef þetta lýsir ekki fullkomlega það [sic] sem ég kýs að kalla „letirasismi“ þá veit ég ekki hvað,“ bætir Ugla við. Þá spyr Ugla hvort Morgunblaðinu þyki umrædd gáta viðeigandi til birtingar. „Er ekki kominn tími á að vakna aðeins og vera ekki algjörlega úr takt við tímann og tíðarandann?“Hefði hvorki átt að birtast í blaði fyrir börn né öðru blaði Í svari Morgunblaðsins við fyrirspurn Vísis um málið segir að gátan hafi ekki átt að rata í Barnablaðið og að vantað hafi upp á vandlega yfirferð. „Þegar verið er að nota eldra efni í bland við nýtt er alveg sérstaklega mikil þörf á að fara vandlega yfir. Í þessu tilviki vantar því miður upp á það. Þessi gáta er klárlega ekki í takt við tímann og hefði ekki átt að birtast, hvorki í blaði fyrir börn né öðru blaði,“ segir í svari blaðsins við fyrirspurn Vísis. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sprottið hefur upp umræða um „rasískar merkingar“ á Íslandi. Árið 2014 tók veitingahúsið Svarta kaffi við Laugaveg niður styttu af hörundsdökkum þjóni vegna netmótmæla. Þótti styttan sýna rasískt myndmál og ala á gömlum, úreltum staðalímyndum um svart fólk.Umrædd gáta birtist á síðu 6 í Barnablaði Morgunblaðsins, sunnudagsblaði.Skjáskot/Morgunblaðið Tengdar fréttir Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26 Jakob, áður Sambó, hefur verið tekinn niður Svarta kaffi hefur nú tekið niður styttu af hörundsdökkum þjóni, sem lengi hefur verið einskonar einkennismerki kaffihússins. Þetta er vegna netmótmæla. 9. maí 2014 13:55 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Teiknuð gáta sem birtist í sunnudagsútgáfu Barnablaðs Morgunblaðsins hefur verið gagnrýnd fyrir að endurspegla úreltar staðalímyndir um fólk af ýmsum kynþáttum. Blaðið segir gátuna ekki í takt við tímann og harmar birtingu hennar. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er gátan undir yfirskriftinni „Hver býr í hvaða húsi?“ og eiga krakkar að tengja viðeigandi íbúa við sitt hús. Svo virðist sem gátan eigi að sýna fólk úr mismunandi heimshornum en óhætt er að segja að um nokkuð einfaldar birtingarmyndir þess sé að ræða.Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir.Vísir/EyþórSjá einnig: Jakob, áður Sambó, hefur verið tekinn niður Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir aðgerðasinni er á meðal þeirra sem furða sig á birtingu gátunnar. Hún deilir mynd af gátunni og segir teikningarnar „ala á úreltum staðalímyndum um fólk frá öðrum heimshlutum.“ „Ef þetta lýsir ekki fullkomlega það [sic] sem ég kýs að kalla „letirasismi“ þá veit ég ekki hvað,“ bætir Ugla við. Þá spyr Ugla hvort Morgunblaðinu þyki umrædd gáta viðeigandi til birtingar. „Er ekki kominn tími á að vakna aðeins og vera ekki algjörlega úr takt við tímann og tíðarandann?“Hefði hvorki átt að birtast í blaði fyrir börn né öðru blaði Í svari Morgunblaðsins við fyrirspurn Vísis um málið segir að gátan hafi ekki átt að rata í Barnablaðið og að vantað hafi upp á vandlega yfirferð. „Þegar verið er að nota eldra efni í bland við nýtt er alveg sérstaklega mikil þörf á að fara vandlega yfir. Í þessu tilviki vantar því miður upp á það. Þessi gáta er klárlega ekki í takt við tímann og hefði ekki átt að birtast, hvorki í blaði fyrir börn né öðru blaði,“ segir í svari blaðsins við fyrirspurn Vísis. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sprottið hefur upp umræða um „rasískar merkingar“ á Íslandi. Árið 2014 tók veitingahúsið Svarta kaffi við Laugaveg niður styttu af hörundsdökkum þjóni vegna netmótmæla. Þótti styttan sýna rasískt myndmál og ala á gömlum, úreltum staðalímyndum um svart fólk.Umrædd gáta birtist á síðu 6 í Barnablaði Morgunblaðsins, sunnudagsblaði.Skjáskot/Morgunblaðið
Tengdar fréttir Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26 Jakob, áður Sambó, hefur verið tekinn niður Svarta kaffi hefur nú tekið niður styttu af hörundsdökkum þjóni, sem lengi hefur verið einskonar einkennismerki kaffihússins. Þetta er vegna netmótmæla. 9. maí 2014 13:55 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26
Jakob, áður Sambó, hefur verið tekinn niður Svarta kaffi hefur nú tekið niður styttu af hörundsdökkum þjóni, sem lengi hefur verið einskonar einkennismerki kaffihússins. Þetta er vegna netmótmæla. 9. maí 2014 13:55