HK aftur á toppinn eftir öruggan sigur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júlí 2018 21:15 Brynjar Jónasson skoraði fyrsta mark HK vísir/eyþór HK endurheimti toppsæti Inkasso deildarinnar með sigri á Haukum. Víkingur Ólafsvík komst upp að hlið ÍA í öðru sætinu og Selfoss vann Njarðvík fyrir austan fjall. HK mátti teljast lánsamt að sleppa með jafntefli gegn ÍR í Breiðholtinu í síðustu umferð í leik sem fyrir fram hefði átt að vera nokkuð þægilegur sigur Kópavogsbúa miðað við stöðu liðanna í deildinni. Mun betur gekk í kvöld á heimavelli þeirra í Kórnum þegar Haukar mættu í heimsókn. Brynjar Jónasson kom HK yfir eftir 19 mínútur eftir stoðsendingu Bjarna Gunnarssonar. Bjarni sá svo sjálfur um að ganga frá leiknum í seinni hálfleik. Hann skoraði fyrra mark sitt og annað mark HK á 54. mínútu og bætti þriðja marki HK við á 67. mínútu. Öruggur 3-0 sigur og toppsætið í höfn. Víkingur Ólafsvík heldur í við efstu liðin og jafnaði ÍA að stigum í öðru sæti deildarinnar með sigri á Fram í Ólafsvík. Kwame Quee kom heimamönnum yfir á 19. mínútu eftir undirbúning Kristins Magnúsar Péturssonar. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Víkingur bætt við og þar var Kristinn Magnús aftur á ferð, í þetta skipti skoraði hann sjálfur. Boltinn hafði þó viðkomu í varnarmanni Fram áður en hann fór í netið. Útlitið varð enn verra fyrir Framara í seinni hálfleik þegar Alex Freyr Elísson var rekinn af velli með rautt spjald á 76. mínútu. Það átti þó eftir að verða mikil dramatík undir lokin. Í uppbótartíma fékk Fram vítaspyrnu. Guðmundur Magnússon fór á punktinn og skoraði. Framarar komust þó ekki nær og urðu að sætta sig við 2-1 tap. Á Selfossi unnu heimamenn sterkan sigur á Njarðvík í slag liða í neðri hluta deildarinnar. Kristófer Páll Viðarsson kom Selfyssingum yfir snemma leiks og var staðan 1-0 í hálfleik. Eftir þrjár mínútur í seinni hálfleik kom Gilles Ondo heimamönnum í 2-0 og Ivan Martinez Gutierrez bætti þriðja markinu við á 60. mínútu og virtist gera út um leikinn. Sú var þó heldur betur ekki raunin. Sjö mínútum síðar skoraði Magnús Þór Magnússon mark fyrir gestina úr Njarðvík og á 70. mínútu nældi Arnór Bjarnason í vítaspyrnu fyrir Njarðvík. Andri Fannar Freysson fór á punktinn en þrumaði boltanum í slánna. Njarðvíkingar héldu áfram að sækja og reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn en það tókst ekki, Selfyssingar bættu í staðinn við fjórða markinu og lokatölur á Selfossi 4-1.Úrslit kvöldsins: HK - Haukar 3-0 Víkingur Ó. - Fram 2-1 Selfoss-Njarðvík 4-1 Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Fótbolti Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Sjá meira
HK endurheimti toppsæti Inkasso deildarinnar með sigri á Haukum. Víkingur Ólafsvík komst upp að hlið ÍA í öðru sætinu og Selfoss vann Njarðvík fyrir austan fjall. HK mátti teljast lánsamt að sleppa með jafntefli gegn ÍR í Breiðholtinu í síðustu umferð í leik sem fyrir fram hefði átt að vera nokkuð þægilegur sigur Kópavogsbúa miðað við stöðu liðanna í deildinni. Mun betur gekk í kvöld á heimavelli þeirra í Kórnum þegar Haukar mættu í heimsókn. Brynjar Jónasson kom HK yfir eftir 19 mínútur eftir stoðsendingu Bjarna Gunnarssonar. Bjarni sá svo sjálfur um að ganga frá leiknum í seinni hálfleik. Hann skoraði fyrra mark sitt og annað mark HK á 54. mínútu og bætti þriðja marki HK við á 67. mínútu. Öruggur 3-0 sigur og toppsætið í höfn. Víkingur Ólafsvík heldur í við efstu liðin og jafnaði ÍA að stigum í öðru sæti deildarinnar með sigri á Fram í Ólafsvík. Kwame Quee kom heimamönnum yfir á 19. mínútu eftir undirbúning Kristins Magnúsar Péturssonar. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Víkingur bætt við og þar var Kristinn Magnús aftur á ferð, í þetta skipti skoraði hann sjálfur. Boltinn hafði þó viðkomu í varnarmanni Fram áður en hann fór í netið. Útlitið varð enn verra fyrir Framara í seinni hálfleik þegar Alex Freyr Elísson var rekinn af velli með rautt spjald á 76. mínútu. Það átti þó eftir að verða mikil dramatík undir lokin. Í uppbótartíma fékk Fram vítaspyrnu. Guðmundur Magnússon fór á punktinn og skoraði. Framarar komust þó ekki nær og urðu að sætta sig við 2-1 tap. Á Selfossi unnu heimamenn sterkan sigur á Njarðvík í slag liða í neðri hluta deildarinnar. Kristófer Páll Viðarsson kom Selfyssingum yfir snemma leiks og var staðan 1-0 í hálfleik. Eftir þrjár mínútur í seinni hálfleik kom Gilles Ondo heimamönnum í 2-0 og Ivan Martinez Gutierrez bætti þriðja markinu við á 60. mínútu og virtist gera út um leikinn. Sú var þó heldur betur ekki raunin. Sjö mínútum síðar skoraði Magnús Þór Magnússon mark fyrir gestina úr Njarðvík og á 70. mínútu nældi Arnór Bjarnason í vítaspyrnu fyrir Njarðvík. Andri Fannar Freysson fór á punktinn en þrumaði boltanum í slánna. Njarðvíkingar héldu áfram að sækja og reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn en það tókst ekki, Selfyssingar bættu í staðinn við fjórða markinu og lokatölur á Selfossi 4-1.Úrslit kvöldsins: HK - Haukar 3-0 Víkingur Ó. - Fram 2-1 Selfoss-Njarðvík 4-1 Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Fótbolti Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Sjá meira