Neytendastofa rannsakar framsetningu hjá lífeyrissjóðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. júlí 2018 19:00 Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu ætlar að hefja rannsókn á framsetningu lífeyrissjóða á markaðssefni. Neytendastofa hyggst rannsaka framsetningu á markaðsefni hjá lífeyrissjóðum sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir. Nokkrir lífeyrissjóðir sem hafa verið með slíkar auglýsingar eru með slaka raunávöxtun á 20 ára tímabili. Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Almenni lífeyrissjóðurinn hafa hlotið verðlaun fyrir að vera bestir sjóða á einn eða anna máta og sent frá sér auglýsingar um það. Á vef Frjálsa lífeyrissjóðsins má sjá upptalningu á verðlaunum frá árinu 2005 og á vef Almenna er hægt að sjá yfirlit yfir verðlaun.Sjóðirnir sækja um verðlaunin Í svari til fréttastofu í gær frá Frjálsa lífeyrissjóðnum um verðlaunin kemur fram að sjóðurinn hafi fengið 11 verðlaun í keppni fagtímaritsins Investment Pension Europe fyrir margvíslega þætti í rekstri lífeyrissjóða. En góð ávöxtun sé ekki forsenda fyrir verðlaunum. Frjálsi hafi auglýst verðlaunin í öllu sínu markaðsefni. Þá kemur fram að allir lífeyrissjóðir í Evrópu hafi val um að taka þátt. Keppnin fari þannig fram að lífeyrissjóðir, sem taka þátt” senda inn “entry” eða “case” um tiltekna þætti í rekstri eða uppbyggingu lífeyrissjóðsins. Hægt sé að senda inn “case” í einstaka þemaflokka eða beint í landaflokka. Almenni lífeyrissjóðurinn hefur einnig hlotið verðlaun hjá sama aðila fyrir ýmsa þætti. Hann hefur birt auglýsingar um það t.d. á vefnum og í sjónvarpi.Önnur mynd er raunávöxtun er skoðuð En þegar kemur að raunávöxtun þessara sjóða síðustu 20 ár er myndin önnur. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur keypt er Frjálsi lífeyrissjóðurinn með ávöxtun uppá 2,41% á þessu tímabili. Í svari frá Almenna kemur fram að hann var með 3,2% ávöxtun á 20 ára tímabili. Sjóðirnir eru undir meðalávöxtun í samanburði við aðra sjóði á þessu tímabili. Forstjóri Neytendastofu hyggst rannsaka framsetningu lífeyrissjóða sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir.Neytendastofa hefur rannsókn „Það fellur undir eftirlitshlutverk Neytendastofu að kanna slík mál. Þessar fréttir gefa tilefni til að kanna þetta nánar. Slík rannsókn hefst á venjubundinn hátt hjá okkur, þetta eru flókin mál en við munum setja þetta í farveg eins fljótt og við getum,“ segir Tryggvi. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Neytendastofa hyggst rannsaka framsetningu á markaðsefni hjá lífeyrissjóðum sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir. Nokkrir lífeyrissjóðir sem hafa verið með slíkar auglýsingar eru með slaka raunávöxtun á 20 ára tímabili. Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Almenni lífeyrissjóðurinn hafa hlotið verðlaun fyrir að vera bestir sjóða á einn eða anna máta og sent frá sér auglýsingar um það. Á vef Frjálsa lífeyrissjóðsins má sjá upptalningu á verðlaunum frá árinu 2005 og á vef Almenna er hægt að sjá yfirlit yfir verðlaun.Sjóðirnir sækja um verðlaunin Í svari til fréttastofu í gær frá Frjálsa lífeyrissjóðnum um verðlaunin kemur fram að sjóðurinn hafi fengið 11 verðlaun í keppni fagtímaritsins Investment Pension Europe fyrir margvíslega þætti í rekstri lífeyrissjóða. En góð ávöxtun sé ekki forsenda fyrir verðlaunum. Frjálsi hafi auglýst verðlaunin í öllu sínu markaðsefni. Þá kemur fram að allir lífeyrissjóðir í Evrópu hafi val um að taka þátt. Keppnin fari þannig fram að lífeyrissjóðir, sem taka þátt” senda inn “entry” eða “case” um tiltekna þætti í rekstri eða uppbyggingu lífeyrissjóðsins. Hægt sé að senda inn “case” í einstaka þemaflokka eða beint í landaflokka. Almenni lífeyrissjóðurinn hefur einnig hlotið verðlaun hjá sama aðila fyrir ýmsa þætti. Hann hefur birt auglýsingar um það t.d. á vefnum og í sjónvarpi.Önnur mynd er raunávöxtun er skoðuð En þegar kemur að raunávöxtun þessara sjóða síðustu 20 ár er myndin önnur. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur keypt er Frjálsi lífeyrissjóðurinn með ávöxtun uppá 2,41% á þessu tímabili. Í svari frá Almenna kemur fram að hann var með 3,2% ávöxtun á 20 ára tímabili. Sjóðirnir eru undir meðalávöxtun í samanburði við aðra sjóði á þessu tímabili. Forstjóri Neytendastofu hyggst rannsaka framsetningu lífeyrissjóða sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir.Neytendastofa hefur rannsókn „Það fellur undir eftirlitshlutverk Neytendastofu að kanna slík mál. Þessar fréttir gefa tilefni til að kanna þetta nánar. Slík rannsókn hefst á venjubundinn hátt hjá okkur, þetta eru flókin mál en við munum setja þetta í farveg eins fljótt og við getum,“ segir Tryggvi.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira