Mikilvægi ljósmæðra í þjónustu við nýfædd börn Þórður Þórkelsson skrifar 10. júlí 2018 07:00 Ljósmóðurstarfið er fjölbreytt. Auk þess að sinna konum á meðgöngu, í fæðingu og eftir barnsburð er stór hluti af starfsskyldum ljósmæðra eftirlit og umönnun hins nýfædda barns. Má þar nefna aðstoð við brjóstagjöf og umönnun barna sem eru létt við fæðingu. Fylgjast þarf með blóðsykri hjá börnum mæðra með sykursýki á meðgöngunni og sjá til þess að þau nærist vel. Mæla þarf reglulega lífsmörk hjá börnum sem eru í hættu á að fá sýkingu, til dæmis ef móðirin var með hita í fæðingunni eða er með streptókokka í fæðingarvegi. Einnig má nefna að nýlega var farið að skima alla nýbura fyrir alvarlegum hjartasjúkdómum með mælingu á súrefnismettun, nokkuð sem er í höndum ljósmæðra. Eftir útskrift sinna ljósmæður móður og barni næstu daga í heimahúsi. Augljóst er hversu mikilvægt starf þeirra er fyrir velferð nýburans og eiga ljósmæður tvímælalaust stóran þátt í þeim góða árangri sem við getum státað okkur af og kristallast í hinum lága ungbarnadauða hér á landi. Um tíma hefur staðið yfir átak á Landspítalanum sem miðar að því að tryggja samveru móður og barns eins og kostur er. Í því felst meðal annars að nú er fylgst með nýburum sem þurfa á sérstöku eftirliti að halda á fæðingarvakt eða sængurlegudeild. Þetta eru börn sem áður voru tekin inn á Vökudeild en geta nú verið hjá foreldrum sínum þar sem fylgst er með þeim með viðeigandi tækjabúnaði. Eftirlitið er í höndum viðkomandi ljósmóður með aðkomu hjúkrunarfræðings á Vökudeild eftir því sem þörf er á. Ein er sú ógn sem steðjar að íslensku heilbrigðiskerfi, en það er atgervisflótti. Vel menntað starfsfólk með mikla reynslu og sérþekkingu sækir í önnur störf, einkum vegna óánægju með launakjör og oft einnig vegna mikils álags. Eins og gefur að skilja hefur það í för með sér skerta þjónustu og getur það tekið langan tíma að þjálfa upp nýtt fagfólk í viðkomandi störf. Því er brýnt að við gerum eins vel við heilbrigðisstarfsfólk og kostur er því mannauðurinn er okkar stærsta auðlind. Nú hafa uppsagnir allmargra ljósmæðra á Landspítalanum tekið gildi og fleiri fylgja í kjölfarið. Spítalinn hefur brugðist við með aðgerðaráætlun til að tryggja öryggi mæðra og barna þeirra. Hins vegar liggur í augum uppi að það kemur að því að þær ráðstafanir nægja ekki lengur og viljum við ekki þurfa að standa frammi fyrir slíku. Því er brýnt að samningsaðilar leggi kapp á að ná samningum sem allra fyrst áður en í óefni er komið.Höfundur er yfirlæknir Vökudeildar Barnaspítalans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ljósmóðurstarfið er fjölbreytt. Auk þess að sinna konum á meðgöngu, í fæðingu og eftir barnsburð er stór hluti af starfsskyldum ljósmæðra eftirlit og umönnun hins nýfædda barns. Má þar nefna aðstoð við brjóstagjöf og umönnun barna sem eru létt við fæðingu. Fylgjast þarf með blóðsykri hjá börnum mæðra með sykursýki á meðgöngunni og sjá til þess að þau nærist vel. Mæla þarf reglulega lífsmörk hjá börnum sem eru í hættu á að fá sýkingu, til dæmis ef móðirin var með hita í fæðingunni eða er með streptókokka í fæðingarvegi. Einnig má nefna að nýlega var farið að skima alla nýbura fyrir alvarlegum hjartasjúkdómum með mælingu á súrefnismettun, nokkuð sem er í höndum ljósmæðra. Eftir útskrift sinna ljósmæður móður og barni næstu daga í heimahúsi. Augljóst er hversu mikilvægt starf þeirra er fyrir velferð nýburans og eiga ljósmæður tvímælalaust stóran þátt í þeim góða árangri sem við getum státað okkur af og kristallast í hinum lága ungbarnadauða hér á landi. Um tíma hefur staðið yfir átak á Landspítalanum sem miðar að því að tryggja samveru móður og barns eins og kostur er. Í því felst meðal annars að nú er fylgst með nýburum sem þurfa á sérstöku eftirliti að halda á fæðingarvakt eða sængurlegudeild. Þetta eru börn sem áður voru tekin inn á Vökudeild en geta nú verið hjá foreldrum sínum þar sem fylgst er með þeim með viðeigandi tækjabúnaði. Eftirlitið er í höndum viðkomandi ljósmóður með aðkomu hjúkrunarfræðings á Vökudeild eftir því sem þörf er á. Ein er sú ógn sem steðjar að íslensku heilbrigðiskerfi, en það er atgervisflótti. Vel menntað starfsfólk með mikla reynslu og sérþekkingu sækir í önnur störf, einkum vegna óánægju með launakjör og oft einnig vegna mikils álags. Eins og gefur að skilja hefur það í för með sér skerta þjónustu og getur það tekið langan tíma að þjálfa upp nýtt fagfólk í viðkomandi störf. Því er brýnt að við gerum eins vel við heilbrigðisstarfsfólk og kostur er því mannauðurinn er okkar stærsta auðlind. Nú hafa uppsagnir allmargra ljósmæðra á Landspítalanum tekið gildi og fleiri fylgja í kjölfarið. Spítalinn hefur brugðist við með aðgerðaráætlun til að tryggja öryggi mæðra og barna þeirra. Hins vegar liggur í augum uppi að það kemur að því að þær ráðstafanir nægja ekki lengur og viljum við ekki þurfa að standa frammi fyrir slíku. Því er brýnt að samningsaðilar leggi kapp á að ná samningum sem allra fyrst áður en í óefni er komið.Höfundur er yfirlæknir Vökudeildar Barnaspítalans
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar