Nýjasta níðyrðið Sif Sigmarsdóttir skrifar 28. júlí 2018 08:00 Árið 1945 birti bandaríska dagblaðið New York Times frétt um splunkunýjan þjóðfélagshóp sem kallaðist unglingar. Í greininni voru talin upp tíu „mannréttindi“ sem blaðinu fannst að þessi hópur ætti að fá. Mannréttindin voru: 1) Rétturinn til að teljast ekki lengur barn 2) Rétturinn til að ráða eigin lífi 3) Rétturinn til að gera mistök og finna út úr hlutunum upp á eigin spýtur 4) Rétturinn til að fá útskýringar á reglum í stað þess að þurfa einfaldlega að hlíta þeim möglunarlaust 5) Rétturinn til að skemmta sér og eiga vini 6) Rétturinn til að efast 7) Rétturinn til rómantíkur 8) Rétturinn til sanngjarnra tækifæra 9) Rétturinn til að fá hjálp þegar á þarf að halda 10) Rétturinn til að skapa sér eigin lífsskoðanir Unglingar hafa alltaf verið til. Samt eru þeir uppfinning sem rekja má til tuttugustu aldar. Samkvæmt Íslenskri orðabók þýðir orðið unglingur „ungur maður á aldrinum frá um 13 til 17–18 ára“. Enginn fer úr því að vera þrettán ára beint í að verða nítján. Fyrstu heimildir um notkun orðsins unglingur í íslensku máli er að finna í rímnahandriti frá 17. öld. Hvernig má það þá vera að unglingar séu nýir af nálinni? Mestalla mannkynssöguna gafst lítill tími fyrir unglingsár. Börn voru látin vinna myrkranna á milli og meðalaldur fólks var lágur. En þegar barnaþrælkun þótti ekki lengur siðferðilega réttlætanleg og meðalaldur fólks tók að hækka skapaðist svigrúm fyrir nýtt æviskeið. Unglingurinn varð til sem sérstakur þjóðfélagshópur með sín eigin einkenni, hugmyndir, smekk, útlit, fjárráð og kröfur. Í meira en hálfa öld hafa unglingar og ungt fólk farið fyrir helstu samfélagsbreytingum, tískustraumum, menningarstefnum og tæknibyltingum sem átt hafa sér stað: Rokkið, Bítlaæðið, blómabörnin, pönkararnir. friðarhreyfingin, mannréttindabaráttan, Gleðigangan, Druslugangan (sem einmitt fer fram í dag). Því æskan býr yfir einstöku óttaleysi. Unglingar eru ævintýragjarnir, tilfinninganæmir og svo fallega hrifnæmir. Æskan er einskis handbendi. Hún er réttsýn, djörf, frjó og sterk. Gott mál. Eða hvað?Daður við forneskjuna Enn er rætt um hátíðarfund Alþingis sem fram fór á Þingvöllum fyrr í mánuðinum þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá því að sambandslögin voru undirrituð. Hart hefur verið deilt um Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins og alræmdan þjóðernissinna, sem fékk að ávarpa samkomuna en eins og frægt er orðið sniðgengu þingmenn Pírata fundinn vegna Piu. Í kjölfar fundarins gagnrýndi Pia Pírata. Hún sagði þá haga sér eins og illa upp aldir unglingar. Í liðinni viku skammaði ritstjóri danska blaðsins Information hins vegar Piu. Hann lét hana fá það óþvegið í leiðara blaðsins þar sem hann sagði að það væri hún sem hagaði sér „eins og unglingur sem stappar í jörðina og æpir og kallar“. Frá því að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, tók við embætti hefur honum gjarnan verið líkt við smábarn. Þarlendir fjölmiðlar hafa hins vegar fært sig upp á skaftið nýverið. Tímaritið New Yorker og dagblaðið Washington Post hafa birt greinar þar sem færð eru rök fyrir því að Trump eigi alls ekki að kalla smábarn – slíkt sé móðgun við smábörn – heldur sé nær lagi að líkja honum við ungling. Það segir margt um samtímann og daður hans við forneskjuna að nýjasta níðyrðið er orðið unglingur. Unglingar eiga betra skilið. En ekki nóg með það. Ef við hin tækjum þá okkur oftar til fyrirmyndar lifðum við kannski ekki á tímum er þröngsýni, fordómar og mannhatur teljast í auknum mæli til dyggða en víðsýni, samkennd og örlæti til lasta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1945 birti bandaríska dagblaðið New York Times frétt um splunkunýjan þjóðfélagshóp sem kallaðist unglingar. Í greininni voru talin upp tíu „mannréttindi“ sem blaðinu fannst að þessi hópur ætti að fá. Mannréttindin voru: 1) Rétturinn til að teljast ekki lengur barn 2) Rétturinn til að ráða eigin lífi 3) Rétturinn til að gera mistök og finna út úr hlutunum upp á eigin spýtur 4) Rétturinn til að fá útskýringar á reglum í stað þess að þurfa einfaldlega að hlíta þeim möglunarlaust 5) Rétturinn til að skemmta sér og eiga vini 6) Rétturinn til að efast 7) Rétturinn til rómantíkur 8) Rétturinn til sanngjarnra tækifæra 9) Rétturinn til að fá hjálp þegar á þarf að halda 10) Rétturinn til að skapa sér eigin lífsskoðanir Unglingar hafa alltaf verið til. Samt eru þeir uppfinning sem rekja má til tuttugustu aldar. Samkvæmt Íslenskri orðabók þýðir orðið unglingur „ungur maður á aldrinum frá um 13 til 17–18 ára“. Enginn fer úr því að vera þrettán ára beint í að verða nítján. Fyrstu heimildir um notkun orðsins unglingur í íslensku máli er að finna í rímnahandriti frá 17. öld. Hvernig má það þá vera að unglingar séu nýir af nálinni? Mestalla mannkynssöguna gafst lítill tími fyrir unglingsár. Börn voru látin vinna myrkranna á milli og meðalaldur fólks var lágur. En þegar barnaþrælkun þótti ekki lengur siðferðilega réttlætanleg og meðalaldur fólks tók að hækka skapaðist svigrúm fyrir nýtt æviskeið. Unglingurinn varð til sem sérstakur þjóðfélagshópur með sín eigin einkenni, hugmyndir, smekk, útlit, fjárráð og kröfur. Í meira en hálfa öld hafa unglingar og ungt fólk farið fyrir helstu samfélagsbreytingum, tískustraumum, menningarstefnum og tæknibyltingum sem átt hafa sér stað: Rokkið, Bítlaæðið, blómabörnin, pönkararnir. friðarhreyfingin, mannréttindabaráttan, Gleðigangan, Druslugangan (sem einmitt fer fram í dag). Því æskan býr yfir einstöku óttaleysi. Unglingar eru ævintýragjarnir, tilfinninganæmir og svo fallega hrifnæmir. Æskan er einskis handbendi. Hún er réttsýn, djörf, frjó og sterk. Gott mál. Eða hvað?Daður við forneskjuna Enn er rætt um hátíðarfund Alþingis sem fram fór á Þingvöllum fyrr í mánuðinum þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá því að sambandslögin voru undirrituð. Hart hefur verið deilt um Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins og alræmdan þjóðernissinna, sem fékk að ávarpa samkomuna en eins og frægt er orðið sniðgengu þingmenn Pírata fundinn vegna Piu. Í kjölfar fundarins gagnrýndi Pia Pírata. Hún sagði þá haga sér eins og illa upp aldir unglingar. Í liðinni viku skammaði ritstjóri danska blaðsins Information hins vegar Piu. Hann lét hana fá það óþvegið í leiðara blaðsins þar sem hann sagði að það væri hún sem hagaði sér „eins og unglingur sem stappar í jörðina og æpir og kallar“. Frá því að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, tók við embætti hefur honum gjarnan verið líkt við smábarn. Þarlendir fjölmiðlar hafa hins vegar fært sig upp á skaftið nýverið. Tímaritið New Yorker og dagblaðið Washington Post hafa birt greinar þar sem færð eru rök fyrir því að Trump eigi alls ekki að kalla smábarn – slíkt sé móðgun við smábörn – heldur sé nær lagi að líkja honum við ungling. Það segir margt um samtímann og daður hans við forneskjuna að nýjasta níðyrðið er orðið unglingur. Unglingar eiga betra skilið. En ekki nóg með það. Ef við hin tækjum þá okkur oftar til fyrirmyndar lifðum við kannski ekki á tímum er þröngsýni, fordómar og mannhatur teljast í auknum mæli til dyggða en víðsýni, samkennd og örlæti til lasta.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun