Korktappar María Bjarnadóttir skrifar 27. júlí 2018 07:00 Í nýlegri bók, Fólkið gegn tækninni, fjallar blaðamaðurinn Jamie Bartlett um áhrif internetsins á lýðræðið. Hann telur ástæðu til að grípa til aðgerða áður en lýðræðið eins og við þekkjum það liðast í sundur. Hann segir sótt að réttindum einstaklinga með hinni hröðu tækniþróun, en ekki síður að stofnunum sem mynda stoðir lýðræðislegra samfélaga. Hann tekur sem dæmi stöðu fjölmiðla sem standi frammi fyrir fjármögnunarvanda sem takmarki getu þeirra til að standa undir hlutverki sínu sem fjórða valdið. Hugsanlega eru þetta engar fréttir. Varla fyrir fjölmiðla. Fjölmiðlar stýra ekki lengur aðgengi að upplýsingum og fréttum. Með netinu hafa einstaklingar aðgang að áður óþekktu umfangi af upplýsingum, þó að það sé óhætt að halda því fram að magn og gæði fari þar ekki alltaf saman. Í krafti tækninnar geta fréttir, upplýsingar og skoðanir á örskotsstundu orðið aðgengilegar öllum, alltaf, alls staðar. Um leið og þessi veruleiki hefur verið valdeflandi og upplýsandi fyrir einstaklinga og hópa, hafa falsfréttir, rangfærslur og lygar fengið vængi og valdið tortryggni, ýtt undir samsæriskenningar og grafið undan trausti í samfélögum manna. Það má vel vera að sumar þeirra séu ekki traustsins verðar hvort eð er. Það er þó óþægilegt að velta þessu fyrir sér í samhengi við rúmlega hálfrar aldar gamlan boðskap stjórnmálaheimspekingsins Hönnuh Arendt. Hún sagði að ef borgarar fljóti um eins og korktappar í ólgusjó, óvissir um hverju megi treysta eða trúa, verði þeir ginnkeyptir fyrir boðskap lýðskrumara. Ætli internetið sé ólgusjór? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Tækni Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri bók, Fólkið gegn tækninni, fjallar blaðamaðurinn Jamie Bartlett um áhrif internetsins á lýðræðið. Hann telur ástæðu til að grípa til aðgerða áður en lýðræðið eins og við þekkjum það liðast í sundur. Hann segir sótt að réttindum einstaklinga með hinni hröðu tækniþróun, en ekki síður að stofnunum sem mynda stoðir lýðræðislegra samfélaga. Hann tekur sem dæmi stöðu fjölmiðla sem standi frammi fyrir fjármögnunarvanda sem takmarki getu þeirra til að standa undir hlutverki sínu sem fjórða valdið. Hugsanlega eru þetta engar fréttir. Varla fyrir fjölmiðla. Fjölmiðlar stýra ekki lengur aðgengi að upplýsingum og fréttum. Með netinu hafa einstaklingar aðgang að áður óþekktu umfangi af upplýsingum, þó að það sé óhætt að halda því fram að magn og gæði fari þar ekki alltaf saman. Í krafti tækninnar geta fréttir, upplýsingar og skoðanir á örskotsstundu orðið aðgengilegar öllum, alltaf, alls staðar. Um leið og þessi veruleiki hefur verið valdeflandi og upplýsandi fyrir einstaklinga og hópa, hafa falsfréttir, rangfærslur og lygar fengið vængi og valdið tortryggni, ýtt undir samsæriskenningar og grafið undan trausti í samfélögum manna. Það má vel vera að sumar þeirra séu ekki traustsins verðar hvort eð er. Það er þó óþægilegt að velta þessu fyrir sér í samhengi við rúmlega hálfrar aldar gamlan boðskap stjórnmálaheimspekingsins Hönnuh Arendt. Hún sagði að ef borgarar fljóti um eins og korktappar í ólgusjó, óvissir um hverju megi treysta eða trúa, verði þeir ginnkeyptir fyrir boðskap lýðskrumara. Ætli internetið sé ólgusjór?
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar