Logið til um orkumálapakka Evrópusambandsins á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar 26. júlí 2018 07:00 Undanfarið hafa öfgafullir íhaldsmenn og öfgafullir vinstri menn í samtökunum Heimssýn verið að ljúga að íslenskum almenningi um orkumálapakka Evrópusambandsins sem á að leiða í lög á næstu mánuðum á Íslandi. Það er ýmsu haldið fram af þeirra hálfu og ætla ég ekki að nefna það allt saman hérna. Ég mun eingöngu fara yfir það helsta sem ég man eftir. Enda hefur Heimssýn og aðrir öfgamenn haldið ýmsu fram um Evrópusambandið í gegnum tíðina og ekkert af því er samkvæmt raunveruleikanum. Það sem er helst haldið fram er að Íslendingar muni tapa stjórn orkumála til Evrópusambandsins við innleiðingu þessara laga. Þetta er rangt. Íslendingar munu ekki tapa neinni stjórn yfir orkumálum sínum eða skipulagi. Það sem mun gerast er að umrædd lög munu tryggja að samkeppni sé virk á orkumarkaði á Íslandi og farið sé eftir lögum og reglum. Ísland er ekki beintengt hinu evrópska raforkuneti og verður það ekki í framtíðinni. Ástæðan er eðlisfræði og fjarlægð Íslands frá næsta hentuga tengipunkti á meginlandi Evrópu. Fjarlægðin er einfaldlega of mikil til þess að þetta borgi sig og rekstrarkostnaður á slíkum raforkustreng yrði of mikill í dag. Það hefur ekki stoppað Heimssýn í að halda því fram að slíkt sé krafa Evrópusambandsins, slík fullyrðing hjá Heimssýn er lygi. Það er staðreynd að ríkisstjórn Íslands hefur látið gera margar skýrslur um þetta mál og sumar sýna fram á hagnað á meðan aðrar skýrslur sýna fram á tap. Það er alveg ljóst að lagning slíks raforkustrengs yrði alltaf ákvörðun Íslendinga og aldrei Evrópusambandsins og ekki einu sinni ef Ísland mundi ganga í Evrópusambandið og gerast fullgildur meðlimur.Samræma vinnu Helsta hlutverk Agency for the Cooperation of Energy Regulat ors (ACER), eða Orkumálastofnunar Evrópusambandsins eins og ég hef ákveðið að kalla stofnunina, er að samræma vinnu annarra orkumálastofnana innan Evrópusambandsins. Ákvarða stefnumörkun í samvinnu við viðkomandi stofnanir og passa að lögum og reglum sé framfylgt í samræmi við lög Evrópusambandsins. Vegna þess hvernig orkumálum Íslendinga er háttað þá er ekki að sjá að afskipti Orkumálastofnunar Evrópusambandsins yrðu mikil á Íslandi. Þessi samskipti fara einnig fram í gegnum ESA samkvæmt ákvörðun milli EFTA ríkjanna og Evrópusambandsins. Það verður því ekki um bein samskipti að ræða milli Orkumálastofnunar Evrópusambandsins og Orkustofnunar á Íslandi. Eitt af stærri verkefnum EU ACER er að tryggja virka samkeppni á raforkumarkaði og að neytendur séu ekki sviknir af orkufyrirtækjum hvort sem um er að ræða sölu á gasi eða rafmagni. Það er einnig hlutverk EU ACER að tryggja að öllum öðrum reglum sé fylgt á innri markaði Evrópusambandsins og grípa til aðgerða ef sú er ekki raunin. Hlutverk EU ACER er margþætt og stærra en svo að ég komist yfir að útskýra það allt saman í þessari stuttu grein. Hægt er að kynna sér málið nánar á vefsíðu EU ACER. Ástæðan fyrir þessari miklu andstöðu við þessi lög frá Evrópusambandinu er mun dýpri en bara andstaða við þessi lög og reglur frá Evrópusambandinu. Hérna er verið að gera pólitíska tilraun til þess að koma Íslendingum úr EES-samningum. Stefna Heimssýnar er að svipta Íslendinga öllu því frelsi sem þeir njóta í dag innan Evrópusambandsins og þetta hefur verið stefnan hjá Heimssýn frá upphafi. Enda voru þeir sem stofnuðu Heimssýn í upphafi á móti öllu alþjóðlegu samstarfi sem Íslendingar hafa farið í á undanförnum áratugum. Ég ætla að fara nánar yfir það í annarri grein um Heimssýn og þær lygar sem samtökin hafa verið að dreifa um Evrópusambandið á Íslandi. Það er staðreynd að Heimssýn hefur reynst Íslendingum mikið böl á þeim sextán árum sem samtökin hafa starfað.Höfundur er rithöfundur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa öfgafullir íhaldsmenn og öfgafullir vinstri menn í samtökunum Heimssýn verið að ljúga að íslenskum almenningi um orkumálapakka Evrópusambandsins sem á að leiða í lög á næstu mánuðum á Íslandi. Það er ýmsu haldið fram af þeirra hálfu og ætla ég ekki að nefna það allt saman hérna. Ég mun eingöngu fara yfir það helsta sem ég man eftir. Enda hefur Heimssýn og aðrir öfgamenn haldið ýmsu fram um Evrópusambandið í gegnum tíðina og ekkert af því er samkvæmt raunveruleikanum. Það sem er helst haldið fram er að Íslendingar muni tapa stjórn orkumála til Evrópusambandsins við innleiðingu þessara laga. Þetta er rangt. Íslendingar munu ekki tapa neinni stjórn yfir orkumálum sínum eða skipulagi. Það sem mun gerast er að umrædd lög munu tryggja að samkeppni sé virk á orkumarkaði á Íslandi og farið sé eftir lögum og reglum. Ísland er ekki beintengt hinu evrópska raforkuneti og verður það ekki í framtíðinni. Ástæðan er eðlisfræði og fjarlægð Íslands frá næsta hentuga tengipunkti á meginlandi Evrópu. Fjarlægðin er einfaldlega of mikil til þess að þetta borgi sig og rekstrarkostnaður á slíkum raforkustreng yrði of mikill í dag. Það hefur ekki stoppað Heimssýn í að halda því fram að slíkt sé krafa Evrópusambandsins, slík fullyrðing hjá Heimssýn er lygi. Það er staðreynd að ríkisstjórn Íslands hefur látið gera margar skýrslur um þetta mál og sumar sýna fram á hagnað á meðan aðrar skýrslur sýna fram á tap. Það er alveg ljóst að lagning slíks raforkustrengs yrði alltaf ákvörðun Íslendinga og aldrei Evrópusambandsins og ekki einu sinni ef Ísland mundi ganga í Evrópusambandið og gerast fullgildur meðlimur.Samræma vinnu Helsta hlutverk Agency for the Cooperation of Energy Regulat ors (ACER), eða Orkumálastofnunar Evrópusambandsins eins og ég hef ákveðið að kalla stofnunina, er að samræma vinnu annarra orkumálastofnana innan Evrópusambandsins. Ákvarða stefnumörkun í samvinnu við viðkomandi stofnanir og passa að lögum og reglum sé framfylgt í samræmi við lög Evrópusambandsins. Vegna þess hvernig orkumálum Íslendinga er háttað þá er ekki að sjá að afskipti Orkumálastofnunar Evrópusambandsins yrðu mikil á Íslandi. Þessi samskipti fara einnig fram í gegnum ESA samkvæmt ákvörðun milli EFTA ríkjanna og Evrópusambandsins. Það verður því ekki um bein samskipti að ræða milli Orkumálastofnunar Evrópusambandsins og Orkustofnunar á Íslandi. Eitt af stærri verkefnum EU ACER er að tryggja virka samkeppni á raforkumarkaði og að neytendur séu ekki sviknir af orkufyrirtækjum hvort sem um er að ræða sölu á gasi eða rafmagni. Það er einnig hlutverk EU ACER að tryggja að öllum öðrum reglum sé fylgt á innri markaði Evrópusambandsins og grípa til aðgerða ef sú er ekki raunin. Hlutverk EU ACER er margþætt og stærra en svo að ég komist yfir að útskýra það allt saman í þessari stuttu grein. Hægt er að kynna sér málið nánar á vefsíðu EU ACER. Ástæðan fyrir þessari miklu andstöðu við þessi lög frá Evrópusambandinu er mun dýpri en bara andstaða við þessi lög og reglur frá Evrópusambandinu. Hérna er verið að gera pólitíska tilraun til þess að koma Íslendingum úr EES-samningum. Stefna Heimssýnar er að svipta Íslendinga öllu því frelsi sem þeir njóta í dag innan Evrópusambandsins og þetta hefur verið stefnan hjá Heimssýn frá upphafi. Enda voru þeir sem stofnuðu Heimssýn í upphafi á móti öllu alþjóðlegu samstarfi sem Íslendingar hafa farið í á undanförnum áratugum. Ég ætla að fara nánar yfir það í annarri grein um Heimssýn og þær lygar sem samtökin hafa verið að dreifa um Evrópusambandið á Íslandi. Það er staðreynd að Heimssýn hefur reynst Íslendingum mikið böl á þeim sextán árum sem samtökin hafa starfað.Höfundur er rithöfundur
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar