„Vannstu?“ Ástvaldur Heiðarsson skrifar 26. júlí 2018 07:00 Í langflestum tilvikum byrja krakkar í íþróttum vegna þess að þeim finnst gaman að stunda íþróttina, finnst gaman að vera með vinum/vinkonum á æfingum og gaman að fara í íþróttaferðalög. Því miður gerist það með tímanum að þegar auknu kröfurnar koma frá þjálfara/íþróttafélaginu, foreldrum og einstaklingnum sjálfum um að „sigra“, þá breytist upplifunin. Oft bitnar það á gleðinni og ánægjunni sem þau tengdust upphaflega. Þau fara að hafa áhyggjur af úrslitum og fara að hafa áhyggjur af samanburði við aðra. Nú er ég ekki að halda því fram að gleðin deyi um leið og það kemur keppni, alls ekki, en keppni breytir upplifun einstaklinga. Sumir hafa gaman af því að keppa, aðrir minna og enn aðrir vilja helst alls ekki keppa. Hugarþjálfun (mental training) er aðferð til að undirbúa sig andlega fyrir æfingar og keppnir. Krakkar og unglingar myndu græða gífurlega á því að kynna sér hugarþjálfun og stunda hana reglulega ásamt líkamlegum og tæknilegum æfingum. Íþróttafélög og aðstandendur leikmanna vilja eðlilega að þeirra einstaklingar læri að takast á við álag og kvíða, hafi stjórn á tilfinningum sínum og nái almennt að sýna sitt rétta andlit í keppnum. Nú er ég alls ekki að halda því fram að íþróttafélög séu á engan hátt að sinna hugarþjálfun leikmanna, en ég velti því fyrir mér hversu umfangsmikil og markviss sú þjálfun er. Það virðist oft gleymast hversu mikið álag er á börnum og unglingum í dag sem eru að æfa í keppnishópi og stundum meira en eina íþrótt. Fyrir utan hið mikla líkamlega álag sem fylgir stífum æfingum, þá er einnig andlegt álag sem fylgir kröfum og væntingum. Það gleymist hversu stressandi það er fyrir ungt íþróttafólk þegar það færist upp um styrkleikaflokk innan síns félags (t.d. úr B-flokki upp í A-flokk eða úr A-flokki upp í Meistaraflokk). Þetta er eitthvað sem ungir íþróttamenn geta hæglega lent í miklum erfiðleikum með bæði á æfingum og í keppnum. Hugarþjálfun tæklar meðal annars eftirfarandi hindranir þegar íþróttamaður:Er yfirleitt betri á æfingum en í keppnumÁ erfitt með að sýna sína bestu frammistöðu þegar aðrir eru að horfa áHefur litla trú á eigin getu í keppnumHugsar of mikið um álit annarraÞjáist af kvíða/áhyggjum/þunglyndi fyrir keppnir og einnig í keppnumUpplifir minnkandi áhugahvötGlímir við lágt sjálfsálitTengir sjálfsálit sitt beint við keppnisárangurMissir einbeitingu í keppnumLætur utanaðkomandi truflanir hafa of mikil áhrif á sig í keppnumÁ erfitt með að stjórna tilfinningum sínumÁ erfitt með að ná sömu frammistöðu á æfingum og/eða í keppnum þó svo að líkaminn sé kominn í lag eftir meiðsliSetur of mikla pressu á sig í keppnumEr með neikvætt sjálfstalHefur óraunhæf markmiðÓttast mistökÞjáist af fullkomnunaráráttu Fyrir utan álagið sem fylgir breyttum aðstæðum, þá upplifa krakkar og unglingar stundum þá tilfinningu að þurfa að ná árangri í keppnum til að fá hrós og/eða viðurkenningu foreldra. Sú hugsun að þurfa að „réttlæta“ útgjöld foreldra getur líka komið upp, þar sem það er langt því frá ókeypis að vera í keppnishópi með tilheyrandi kostnaði (æfingagjöld, útbúnaður, keppnisgjöld og ferðalög). Við megum ekki gleyma að ungt íþróttafólk er með mjög takmarkaða reynslu og er mjög mismunandi hvað varðar andlega hörku. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir foreldra/aðstandendur og þjálfara að bjóða upp á andlegan stuðning til að takast á við álagið og hjálpa því að ná fram sínu besta bæði á æfingum og í keppnum. Það verður ekki gert eingöngu með því að taka fleiri armbeygjur, hraðari spretti, og hærri hopp á æfingum. Einstaklingar þurfa að geta tekist á við mistök/ósigra til að nota þau sem stökkpall til að ná árangri. Einn helsti munurinn (en að sjálfsögðu ekki sá eini) milli þeirra íþróttamanna sem ná árangri og þeirra sem ná ekki árangri er andlegi þátturinn. Hvernig bregst viðkomandi við álagi (á æfingum og/eða í keppnum)? Tekur viðkomandi gagnrýni vel? Hvernig er andlegi undirbúningurinn fyrir keppni? Er ótti/kvíði/spenna/tilhlökkun? Hvernig er markmiðasetningin, bæði skammtíma og langtíma? Öll þessi atriði eru tekin fyrir í hugarþjálfun og tel ég að flestir einstaklingar í íþróttum og þá sérstaklega krakkar og unglingar, þurfi að íhuga hvort sá þjálfunarþáttur sé jafn sterkur og hann gæti verið.Höfundur er ráðgjafi í íþróttasálfræði og íþróttafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Í langflestum tilvikum byrja krakkar í íþróttum vegna þess að þeim finnst gaman að stunda íþróttina, finnst gaman að vera með vinum/vinkonum á æfingum og gaman að fara í íþróttaferðalög. Því miður gerist það með tímanum að þegar auknu kröfurnar koma frá þjálfara/íþróttafélaginu, foreldrum og einstaklingnum sjálfum um að „sigra“, þá breytist upplifunin. Oft bitnar það á gleðinni og ánægjunni sem þau tengdust upphaflega. Þau fara að hafa áhyggjur af úrslitum og fara að hafa áhyggjur af samanburði við aðra. Nú er ég ekki að halda því fram að gleðin deyi um leið og það kemur keppni, alls ekki, en keppni breytir upplifun einstaklinga. Sumir hafa gaman af því að keppa, aðrir minna og enn aðrir vilja helst alls ekki keppa. Hugarþjálfun (mental training) er aðferð til að undirbúa sig andlega fyrir æfingar og keppnir. Krakkar og unglingar myndu græða gífurlega á því að kynna sér hugarþjálfun og stunda hana reglulega ásamt líkamlegum og tæknilegum æfingum. Íþróttafélög og aðstandendur leikmanna vilja eðlilega að þeirra einstaklingar læri að takast á við álag og kvíða, hafi stjórn á tilfinningum sínum og nái almennt að sýna sitt rétta andlit í keppnum. Nú er ég alls ekki að halda því fram að íþróttafélög séu á engan hátt að sinna hugarþjálfun leikmanna, en ég velti því fyrir mér hversu umfangsmikil og markviss sú þjálfun er. Það virðist oft gleymast hversu mikið álag er á börnum og unglingum í dag sem eru að æfa í keppnishópi og stundum meira en eina íþrótt. Fyrir utan hið mikla líkamlega álag sem fylgir stífum æfingum, þá er einnig andlegt álag sem fylgir kröfum og væntingum. Það gleymist hversu stressandi það er fyrir ungt íþróttafólk þegar það færist upp um styrkleikaflokk innan síns félags (t.d. úr B-flokki upp í A-flokk eða úr A-flokki upp í Meistaraflokk). Þetta er eitthvað sem ungir íþróttamenn geta hæglega lent í miklum erfiðleikum með bæði á æfingum og í keppnum. Hugarþjálfun tæklar meðal annars eftirfarandi hindranir þegar íþróttamaður:Er yfirleitt betri á æfingum en í keppnumÁ erfitt með að sýna sína bestu frammistöðu þegar aðrir eru að horfa áHefur litla trú á eigin getu í keppnumHugsar of mikið um álit annarraÞjáist af kvíða/áhyggjum/þunglyndi fyrir keppnir og einnig í keppnumUpplifir minnkandi áhugahvötGlímir við lágt sjálfsálitTengir sjálfsálit sitt beint við keppnisárangurMissir einbeitingu í keppnumLætur utanaðkomandi truflanir hafa of mikil áhrif á sig í keppnumÁ erfitt með að stjórna tilfinningum sínumÁ erfitt með að ná sömu frammistöðu á æfingum og/eða í keppnum þó svo að líkaminn sé kominn í lag eftir meiðsliSetur of mikla pressu á sig í keppnumEr með neikvætt sjálfstalHefur óraunhæf markmiðÓttast mistökÞjáist af fullkomnunaráráttu Fyrir utan álagið sem fylgir breyttum aðstæðum, þá upplifa krakkar og unglingar stundum þá tilfinningu að þurfa að ná árangri í keppnum til að fá hrós og/eða viðurkenningu foreldra. Sú hugsun að þurfa að „réttlæta“ útgjöld foreldra getur líka komið upp, þar sem það er langt því frá ókeypis að vera í keppnishópi með tilheyrandi kostnaði (æfingagjöld, útbúnaður, keppnisgjöld og ferðalög). Við megum ekki gleyma að ungt íþróttafólk er með mjög takmarkaða reynslu og er mjög mismunandi hvað varðar andlega hörku. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir foreldra/aðstandendur og þjálfara að bjóða upp á andlegan stuðning til að takast á við álagið og hjálpa því að ná fram sínu besta bæði á æfingum og í keppnum. Það verður ekki gert eingöngu með því að taka fleiri armbeygjur, hraðari spretti, og hærri hopp á æfingum. Einstaklingar þurfa að geta tekist á við mistök/ósigra til að nota þau sem stökkpall til að ná árangri. Einn helsti munurinn (en að sjálfsögðu ekki sá eini) milli þeirra íþróttamanna sem ná árangri og þeirra sem ná ekki árangri er andlegi þátturinn. Hvernig bregst viðkomandi við álagi (á æfingum og/eða í keppnum)? Tekur viðkomandi gagnrýni vel? Hvernig er andlegi undirbúningurinn fyrir keppni? Er ótti/kvíði/spenna/tilhlökkun? Hvernig er markmiðasetningin, bæði skammtíma og langtíma? Öll þessi atriði eru tekin fyrir í hugarþjálfun og tel ég að flestir einstaklingar í íþróttum og þá sérstaklega krakkar og unglingar, þurfi að íhuga hvort sá þjálfunarþáttur sé jafn sterkur og hann gæti verið.Höfundur er ráðgjafi í íþróttasálfræði og íþróttafræðingur
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun