Fyrirbyggjandi lyfjameðferð við HIV verður niðurgreidd hér á landi Sylvía Hall skrifar 23. júlí 2018 19:59 Samheitalyf verður notað hérlendis og er kostnaður mánaðarskammts um 60 þúsund krónur. Vísir/Getty Heilbrigðisyfirvöld hafa samþykkt að niðurgreiða svokallaða PrEP-meðferð hérlendis, en meðferðin er talin ein öflugasta vörnin gegn HIV-smitum. Að loknu áhættumati geta einstaklingar nálgast lyfið endurgjaldslaust. PrEP-meðferðin felur í sér lyfjagjöf, en lyfið sem um ræðir heitir Truvada og er samblanda tveggja HIV-lyfja sem hafa verið notuð í áratugi. Meðferðin er fyrirbyggjandi og býðst aðeins fólki sem er ekki smitað af HIV en þykir vera í áhættuhópi, til að mynda menn sem stunda óvarið samkynja kynlíf eða sprautufíklar. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir í samtali við Vísi að niðurgreiðslan hafi verið samþykkt nú í lok júní og fyrstu einstaklingar hafið meðferð í byrjun mánaðar. Lyfið er nokkuð kostnaðarsamt og eru dæmi um að einstaklingar hafi útvegað sér lyfið erlendis, en nú er það aðgengilegt og niðurgreitt að fullu.Von um að minnka smit innan áhættuhópanna Lyfið hefur reynst vel í prófunum og hafa rannsóknir sýnt fram á að meðferðin geti minnkað líkur á smiti um 90% eða meira og því eru þetta gleðitíðindi fyrir þá sem eiga í hættu á smiti. Þó að tíðni HIV-smita hafi lækkað almennt sé hún svipuð innan þessara umræddu áhættuhópa. Bryndís segir marga geta komið til greina fyrir PrEP-meðferðina en þeir sem hafa farið í gegnum áhættumat hingað til hafa oft skorað hátt og þótt vera í miklum áhættuhópi. Það beri á því á Vesturlöndum þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé gott að minna sé um hræðslu við smit, og því sífellt fleiri sem stundi óvarið kynlíf. Þá hefur lyfið einnig fengið góðar viðtökur vestanhafs en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hefur talað fyrir meðferðinni og vonast til þess að lyfið geti hjálpað að berjast gegn HIV-smitum. Hann segir mikilvægt að lyfið sé til boða þar sem margir kjósi að nota ekki smokk, og því verði að finna aðrar leiðir til að koma í veg fyrir smit. Heilbrigðismál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld hafa samþykkt að niðurgreiða svokallaða PrEP-meðferð hérlendis, en meðferðin er talin ein öflugasta vörnin gegn HIV-smitum. Að loknu áhættumati geta einstaklingar nálgast lyfið endurgjaldslaust. PrEP-meðferðin felur í sér lyfjagjöf, en lyfið sem um ræðir heitir Truvada og er samblanda tveggja HIV-lyfja sem hafa verið notuð í áratugi. Meðferðin er fyrirbyggjandi og býðst aðeins fólki sem er ekki smitað af HIV en þykir vera í áhættuhópi, til að mynda menn sem stunda óvarið samkynja kynlíf eða sprautufíklar. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir í samtali við Vísi að niðurgreiðslan hafi verið samþykkt nú í lok júní og fyrstu einstaklingar hafið meðferð í byrjun mánaðar. Lyfið er nokkuð kostnaðarsamt og eru dæmi um að einstaklingar hafi útvegað sér lyfið erlendis, en nú er það aðgengilegt og niðurgreitt að fullu.Von um að minnka smit innan áhættuhópanna Lyfið hefur reynst vel í prófunum og hafa rannsóknir sýnt fram á að meðferðin geti minnkað líkur á smiti um 90% eða meira og því eru þetta gleðitíðindi fyrir þá sem eiga í hættu á smiti. Þó að tíðni HIV-smita hafi lækkað almennt sé hún svipuð innan þessara umræddu áhættuhópa. Bryndís segir marga geta komið til greina fyrir PrEP-meðferðina en þeir sem hafa farið í gegnum áhættumat hingað til hafa oft skorað hátt og þótt vera í miklum áhættuhópi. Það beri á því á Vesturlöndum þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé gott að minna sé um hræðslu við smit, og því sífellt fleiri sem stundi óvarið kynlíf. Þá hefur lyfið einnig fengið góðar viðtökur vestanhafs en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hefur talað fyrir meðferðinni og vonast til þess að lyfið geti hjálpað að berjast gegn HIV-smitum. Hann segir mikilvægt að lyfið sé til boða þar sem margir kjósi að nota ekki smokk, og því verði að finna aðrar leiðir til að koma í veg fyrir smit.
Heilbrigðismál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent