Valtteri Bottas, liðsfélagi Hamilton á Mercedes, kom annar í mark og Kimi Raikkonen á Ferrari var þriðji. Sebastian Vettel fer hins vegar svekktur á koddann í kvöld eftir að hafa keyrt út úr brautinni á sínum heimavelli í Þýskalandi.
Úrslit helgarinnar þýða að Hamilton er aftur kominn í forystu en hann og Vettel hafa verið í algjörum sérflokki á þessu tímabili og eru í harðri keppni um heimsmeistarartitilinn.
Góður endir á góðri viku hjá Hamilton en fyrr í vikunni undirritaði hann nýjan samning við Mercedes sem færir honum eina 11 milljarða.
It couldn't really be anyone else...@LewisHamilton is your #F1DriverOfTheDay #GermanGP #F1 pic.twitter.com/1GV00Tgvve
— Formula 1 (@F1) July 22, 2018