Segir alla tapa á viðskiptastríði Samúel Karl Ólason skrifar 21. júlí 2018 23:46 Steven Mnuchin og Bruno Le Maire. Vísir/AP Fjármálaráðherra Frakklands, Bruno Le Maire, segir raunverulegt viðskiptastríð vera skollið á. Það sé raunveruleikinn sem blasir við þjóðum heimsins í dag. Þetta sagði Le Maire á Buenos Aires í Argentínu þar sem fjármálaráðherra G20 ríkjanna, tuttugu stærstu hagkerfa heimsins, eru að koma saman fyrir fundi. Le Maire hvatti ríkisstjórn Bandaríkjanna til að átta sig á alvarleika stöðunnar. Í samtali við AFP sagði Le Maire að „þetta viðskiptastríð“ myndi leiða til þess að allir töpuðu. Það myndir fækka störfum og hægja á hagvexti. Hann sagði enn fremur að Evrópusambandið myndi ekki semja við Bandaríkin án þess að tollar Bandaríkjanna á stál og ál yrðu felldir niður.Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði hins vegar að Kína og Evrópusambandið yrðu að virða „frjáls, sanngjörn og gagnkvæm“ milliríkjaviðskipti. Mnuchin sagði Bandaríkin tilbúin til að semja við Evrópubúa um algerlega frjáls viðskipti, án allra tolla og niðurgreiðslna. Annað kæmi ekki til greina. Le Maire sagði að lög frumskógarins, lög hinna sterkustu, gætu ekki stjórnað alþjóðaviðskiptum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði nýverið að vel kæmi til greina að setja tolla á allar vörur frá Kína. Mnuchin tók undir það. „Við viljum betra jafnvægi á viðskipti okkar og Kína og það jafnvægi fæst með því að við seljum fleiri vörur til Kína,“ sagði Mnuchin. Árið 2017 var viðskiptahalli ríkjanna tæpir 376 milljarðar dala. Mnuchin sagði að Kína yrði að opna markaði sína og sýna sanngirni. Það gæti verið stærðarinnar tækifæri fyrir bæði Bandaríkin og Kína. Argentína Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Fjármálaráðherra Frakklands, Bruno Le Maire, segir raunverulegt viðskiptastríð vera skollið á. Það sé raunveruleikinn sem blasir við þjóðum heimsins í dag. Þetta sagði Le Maire á Buenos Aires í Argentínu þar sem fjármálaráðherra G20 ríkjanna, tuttugu stærstu hagkerfa heimsins, eru að koma saman fyrir fundi. Le Maire hvatti ríkisstjórn Bandaríkjanna til að átta sig á alvarleika stöðunnar. Í samtali við AFP sagði Le Maire að „þetta viðskiptastríð“ myndi leiða til þess að allir töpuðu. Það myndir fækka störfum og hægja á hagvexti. Hann sagði enn fremur að Evrópusambandið myndi ekki semja við Bandaríkin án þess að tollar Bandaríkjanna á stál og ál yrðu felldir niður.Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði hins vegar að Kína og Evrópusambandið yrðu að virða „frjáls, sanngjörn og gagnkvæm“ milliríkjaviðskipti. Mnuchin sagði Bandaríkin tilbúin til að semja við Evrópubúa um algerlega frjáls viðskipti, án allra tolla og niðurgreiðslna. Annað kæmi ekki til greina. Le Maire sagði að lög frumskógarins, lög hinna sterkustu, gætu ekki stjórnað alþjóðaviðskiptum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði nýverið að vel kæmi til greina að setja tolla á allar vörur frá Kína. Mnuchin tók undir það. „Við viljum betra jafnvægi á viðskipti okkar og Kína og það jafnvægi fæst með því að við seljum fleiri vörur til Kína,“ sagði Mnuchin. Árið 2017 var viðskiptahalli ríkjanna tæpir 376 milljarðar dala. Mnuchin sagði að Kína yrði að opna markaði sína og sýna sanngirni. Það gæti verið stærðarinnar tækifæri fyrir bæði Bandaríkin og Kína.
Argentína Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira