Ég er líka hugsi!! Elínborg Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2018 13:07 „Maður bara skilur þetta ekki" segir fólk gjarnan þegar kjaradeilu ljósmæðra ber á góma og ég lái það engum. Hvernig á að skilja það að lækka í launum við að bæta við sig námi? Skýringa er oft að leita í fortíðinni. Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í starfi þá var nám til starfsréttinda í ljósmóðurfræði tveggja ára grunnnám frá Ljósmæðraskóla Íslands. Nám til starfsréttinda í hjúkrunarfræði var þá 3 ár og fór fram í Hjúkrunarskóla Íslands. Þegar ég útskrifaðist sem ljósmóðir árið 1976 eftir að hafa áður lokið hjúkrunarnámi vorum við fáar sem höfðum farið þá leið. Starfandi ljósmæður í landinu voru þá með tveggja ára grunnnám til starfsréttinda. Síðan fóru fleiri hjúkrunarfræðingar í ljósmæðranám og ljósmæður fóru að bæta við sig hjúkrunarnámi. Þegar þessi hópur með báða skólana kom til ljósmóðurstarfa þótti ekki við hæfi að launa þær mikið hærra en þær reyndu ljósmæður sem fyrir voru og kenndu þeim og leiðbeindu. Ekki var talið tímabært að hækka grunnlaun allra ljósmæðra meðan meirihluti starfandi ljósmæðra væri eingöngu með ljósmæðranám. Við sem höfðum lengra námið yrðum að bíða þar til hlutföll breyttust í stéttinni og lengra námið yrði ríkjandi, þá myndi vera hægt að hækka grunnlaun allra ljósmæðra eins og eðlilegt væri fyrir það nám sem nú var að verða algilt. Svo kom að því að nám til starfsréttinda varð ljósmæðranám eftir hjúkrunarnám og hefur síðan færst á háskólastig. Mjög fáar ljósmæður með eingöngu ljósmæðranám eru enn starfandi og flestar þeirra við starfslok. Hlutfall þeirra er því að nálgast núllið og því ætti ekki að vera nein fyrirstaða fyrir því að laga nú grunnlaunasetningu ljósmæðra til þess sem eðlilegt getur talist með tilliti til menntunar og leiðrétta þennan halla í eitt skipti fyrir öll sem til kom vegna aðstæðna sem eru ekki lengur fyrir hendi. Ég held að það sé þjóðarsátt um það að lækka ekki í launum við það að bæta við sig námi. Ljósmæður hafa sýnt langlundargeð en nú er það á þrotum.Elínborg Jónsdóttir, ljósmóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
„Maður bara skilur þetta ekki" segir fólk gjarnan þegar kjaradeilu ljósmæðra ber á góma og ég lái það engum. Hvernig á að skilja það að lækka í launum við að bæta við sig námi? Skýringa er oft að leita í fortíðinni. Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í starfi þá var nám til starfsréttinda í ljósmóðurfræði tveggja ára grunnnám frá Ljósmæðraskóla Íslands. Nám til starfsréttinda í hjúkrunarfræði var þá 3 ár og fór fram í Hjúkrunarskóla Íslands. Þegar ég útskrifaðist sem ljósmóðir árið 1976 eftir að hafa áður lokið hjúkrunarnámi vorum við fáar sem höfðum farið þá leið. Starfandi ljósmæður í landinu voru þá með tveggja ára grunnnám til starfsréttinda. Síðan fóru fleiri hjúkrunarfræðingar í ljósmæðranám og ljósmæður fóru að bæta við sig hjúkrunarnámi. Þegar þessi hópur með báða skólana kom til ljósmóðurstarfa þótti ekki við hæfi að launa þær mikið hærra en þær reyndu ljósmæður sem fyrir voru og kenndu þeim og leiðbeindu. Ekki var talið tímabært að hækka grunnlaun allra ljósmæðra meðan meirihluti starfandi ljósmæðra væri eingöngu með ljósmæðranám. Við sem höfðum lengra námið yrðum að bíða þar til hlutföll breyttust í stéttinni og lengra námið yrði ríkjandi, þá myndi vera hægt að hækka grunnlaun allra ljósmæðra eins og eðlilegt væri fyrir það nám sem nú var að verða algilt. Svo kom að því að nám til starfsréttinda varð ljósmæðranám eftir hjúkrunarnám og hefur síðan færst á háskólastig. Mjög fáar ljósmæður með eingöngu ljósmæðranám eru enn starfandi og flestar þeirra við starfslok. Hlutfall þeirra er því að nálgast núllið og því ætti ekki að vera nein fyrirstaða fyrir því að laga nú grunnlaunasetningu ljósmæðra til þess sem eðlilegt getur talist með tilliti til menntunar og leiðrétta þennan halla í eitt skipti fyrir öll sem til kom vegna aðstæðna sem eru ekki lengur fyrir hendi. Ég held að það sé þjóðarsátt um það að lækka ekki í launum við það að bæta við sig námi. Ljósmæður hafa sýnt langlundargeð en nú er það á þrotum.Elínborg Jónsdóttir, ljósmóðir.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun