Frá konu til konu Björg Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2018 23:21 Opið bréf til forsætisráðherra Íslands: Komdu sæl Katrín Ég skrifa þér sem kona til konu. Ég fagnaði þegar þú komst til áhrifa í VG, og lagði mitt að mörkum til þess að þú hefðir möguleika á að verða forsætisráðherra þjóðarinnar. Það eru því vissulega vonbrigði að fylgjast með fréttum dag eftir dag og sjá hversu lítið störf kvenna, í þágu kvenna, barna og fjölskyldna eru metin í þeirri ríkisstjórn sem þú stjórnar. Ég man vel fund í Reykjanesbæ, á vegum VG í aðdraganda kosninga, fyrir mörgum árum. Þar varst þú og þáverandi formaður flokksins ásamt fleiri gestum. Ég sem ljósmóðir, sá þar unga barnshafandi konu, þreytta og svanga, sem Steingrímur gleymdi alveg að taka tillit til. Ég hafði orð á því, ekki af því að ég treysti ekki þessari ungu konu til að minna á sig, eða krefjast hæfilega langra vinnudaga, heldur miklu fremur vegna þess að ég sem ljósmóðir ber umhyggju fyrir barnshafandi konum, líka utan formlegra vinnudaga. Það er hluti af okkar starfsskyldum, og við vitum að heilsa verðandi móður er mikilvæg heilsu barnsins sem hún gengur með. Þessi unga kona sem ég hitti um árið er nú forsætisráðherra Íslands. Katrín, oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn. Ég bið þig að taka af skarið, sýna fjármálaráðherra hver það er sem ræður. Sýna að þú hafir bein í nefinu, að þú sért rétt kona á réttum stað. Það þarf að semja við ljósmæður, ekki seinna en núna, ef ekki á að verða óafturkræfur skaði á þjónustu við konur. Líf barna og mæðra liggur við. Samningamál þjóðarinnar eru í molum, en þessu verður að bjarga strax. Með vinsemd og virðingu Björg Sigurðardóttir ljósmóðir í 36 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Opið bréf til forsætisráðherra Íslands: Komdu sæl Katrín Ég skrifa þér sem kona til konu. Ég fagnaði þegar þú komst til áhrifa í VG, og lagði mitt að mörkum til þess að þú hefðir möguleika á að verða forsætisráðherra þjóðarinnar. Það eru því vissulega vonbrigði að fylgjast með fréttum dag eftir dag og sjá hversu lítið störf kvenna, í þágu kvenna, barna og fjölskyldna eru metin í þeirri ríkisstjórn sem þú stjórnar. Ég man vel fund í Reykjanesbæ, á vegum VG í aðdraganda kosninga, fyrir mörgum árum. Þar varst þú og þáverandi formaður flokksins ásamt fleiri gestum. Ég sem ljósmóðir, sá þar unga barnshafandi konu, þreytta og svanga, sem Steingrímur gleymdi alveg að taka tillit til. Ég hafði orð á því, ekki af því að ég treysti ekki þessari ungu konu til að minna á sig, eða krefjast hæfilega langra vinnudaga, heldur miklu fremur vegna þess að ég sem ljósmóðir ber umhyggju fyrir barnshafandi konum, líka utan formlegra vinnudaga. Það er hluti af okkar starfsskyldum, og við vitum að heilsa verðandi móður er mikilvæg heilsu barnsins sem hún gengur með. Þessi unga kona sem ég hitti um árið er nú forsætisráðherra Íslands. Katrín, oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn. Ég bið þig að taka af skarið, sýna fjármálaráðherra hver það er sem ræður. Sýna að þú hafir bein í nefinu, að þú sért rétt kona á réttum stað. Það þarf að semja við ljósmæður, ekki seinna en núna, ef ekki á að verða óafturkræfur skaði á þjónustu við konur. Líf barna og mæðra liggur við. Samningamál þjóðarinnar eru í molum, en þessu verður að bjarga strax. Með vinsemd og virðingu Björg Sigurðardóttir ljósmóðir í 36 ár.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun