Er tilboð? Heiðarleiki og markaðsmál Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 31. júlí 2018 11:26 Þegar þú heyrir orðið markaðsmál, er heiðarleiki það fyrsta sem þér dettur í hug? Nei, kannski ekki. Stundum hefur því verið haldið fram að markaðsmál snúist um að breyta skoðunum (ekki alltaf til hins betra) og sannfæringu frekar en sannleika. Á undanförnum árum, ef til vill í tengslum við samfélagsmiðla og aukið aðgengi neytenda að fyrirtækjunum sjálfum, hefur ljósi markaðsmála hins vegar í auknum mæli verið beint að heiðarleika. Þá kemur efnismarkaðssetning (e. Content marketing) sterk inn. Slík markaðssetning þarf ekki að vera flókin eða kostnaðarsöm, en hér verður að vera til staðar áhugi, ástríða og vilji til að vanda til verka. Áhersla á efnismarkaðssetning getur líka verið góður byrjunarpunktur fyrir fyrirtæki sem hafa áhuga á að auka heiðarleika í samskiptum sínum við viðskiptavini. Sem hafa það að markmiði að byggja upp fyrirtækið sem trúverðugt og sem trausta uppsprettu upplýsinga og gæða. Án heiðarleika er lítið traust og heiðarleiki er afbragðsgrunnur til að byggja á.Sérstakt tilboð, bara fyrir þig Efnismarkaðssetning byggir á þeim grunni að fyrirtæki breyti því hvernig þau líta á samband sitt við viðskiptavini. Áhersla er lögð á að meta virði ekki einungis í gegnum kaup og sölu heldur einnig með því að skapa gagnkvæmt virði með samböndum innan og utan fyrirtækisins, arðbær langtímasambönd. Eitt af því sem efnismarkaðssetning getur gert er að færa áhersluna af sölumennsku og söludrifnum skilaboðum yfir í að deila upplýsingum, ráðum og að eiga raunverulegt samtal við viðskiptavini. Ekki að troða upp á viðskiptavini þína því sem þú heldur að þeir vilji heyra heldur að leggja vinnu í að skilgreina það og komast að því hvaða virði þú getur veitt þínum hóp – umfram t.d. vöruna.Ég kaupi bara af þeim því það stenst allt sem þau segja Hvað sem þú gerir, í auglýsingum, innri sem ytri markaðssetningu og ekki síst á samfélagsmiðlum, þá skaltu vera viss um tilganginn. Ef söludrifin áhersla í markaðsmálum snýst um koma á framfæri við markhópinn þinni vöru eða þjónustu þá leggur efnismarkaðssetning með heiðarleika að leiðarljósi áherslu á að tengja saman það sem fyrirtæki hafa fram að færa við viðskiptavini á dýpri hátt en aðeins í gegnum vöru, verð og afsláttarprósentur. Fyrir þau fyrirtæki sem hafa einlægan áhuga á viðskiptavinum sínum, metnað til að ná árangri og gera sér grein fyrir því að án viðskiptavina sinna væru þau ekkert, þá kemur árangurinn fljótlega í ljós. Ekki síst ef mistök eiga sér stað, viðurkenndu þau, bættu fyrir það sem fór úrskeiðis og lærðu af því. Alvöru svör, alvöru aðgerðir og engin froða.Ekkert rugl, bara alvöru fólk Hafðu áhuga á viðskiptavininum þínum, vertu heiðarleg/ur með það sem þú hefur fram að færa og einnig ef þú gerir mistök. Þorðu að taka á móti ábendingum og gagnrýni, segðu frá og byggðu upp tengsl. Ef vel tekst til þá getur þú byggt upp samband við viðskiptavininn og sú tilfinning og tengingin við vörumerkið hefur jákvæð áhrif sem skila sér vonandi í því að þegar kemur að kaupum horfir viðskiptavinurinn fram hjá vöru samkeppnisaðilans og kaupir þína vöru. Það sama gildir um samskipti við viðskiptavin, vertu alvöru, hafðu trú á því sem þú hefur fram að færa og komdu heiðarlega fram. Ef þú gerir það ekki, kemur það á endanum í ljós og þá er ekki víst að þú fáir annan séns. Þetta er verkefni, en það er til mikils að vinna. Ósk Heiða Sveinsdóttir, markaðsstjóri Trackwell Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þegar þú heyrir orðið markaðsmál, er heiðarleiki það fyrsta sem þér dettur í hug? Nei, kannski ekki. Stundum hefur því verið haldið fram að markaðsmál snúist um að breyta skoðunum (ekki alltaf til hins betra) og sannfæringu frekar en sannleika. Á undanförnum árum, ef til vill í tengslum við samfélagsmiðla og aukið aðgengi neytenda að fyrirtækjunum sjálfum, hefur ljósi markaðsmála hins vegar í auknum mæli verið beint að heiðarleika. Þá kemur efnismarkaðssetning (e. Content marketing) sterk inn. Slík markaðssetning þarf ekki að vera flókin eða kostnaðarsöm, en hér verður að vera til staðar áhugi, ástríða og vilji til að vanda til verka. Áhersla á efnismarkaðssetning getur líka verið góður byrjunarpunktur fyrir fyrirtæki sem hafa áhuga á að auka heiðarleika í samskiptum sínum við viðskiptavini. Sem hafa það að markmiði að byggja upp fyrirtækið sem trúverðugt og sem trausta uppsprettu upplýsinga og gæða. Án heiðarleika er lítið traust og heiðarleiki er afbragðsgrunnur til að byggja á.Sérstakt tilboð, bara fyrir þig Efnismarkaðssetning byggir á þeim grunni að fyrirtæki breyti því hvernig þau líta á samband sitt við viðskiptavini. Áhersla er lögð á að meta virði ekki einungis í gegnum kaup og sölu heldur einnig með því að skapa gagnkvæmt virði með samböndum innan og utan fyrirtækisins, arðbær langtímasambönd. Eitt af því sem efnismarkaðssetning getur gert er að færa áhersluna af sölumennsku og söludrifnum skilaboðum yfir í að deila upplýsingum, ráðum og að eiga raunverulegt samtal við viðskiptavini. Ekki að troða upp á viðskiptavini þína því sem þú heldur að þeir vilji heyra heldur að leggja vinnu í að skilgreina það og komast að því hvaða virði þú getur veitt þínum hóp – umfram t.d. vöruna.Ég kaupi bara af þeim því það stenst allt sem þau segja Hvað sem þú gerir, í auglýsingum, innri sem ytri markaðssetningu og ekki síst á samfélagsmiðlum, þá skaltu vera viss um tilganginn. Ef söludrifin áhersla í markaðsmálum snýst um koma á framfæri við markhópinn þinni vöru eða þjónustu þá leggur efnismarkaðssetning með heiðarleika að leiðarljósi áherslu á að tengja saman það sem fyrirtæki hafa fram að færa við viðskiptavini á dýpri hátt en aðeins í gegnum vöru, verð og afsláttarprósentur. Fyrir þau fyrirtæki sem hafa einlægan áhuga á viðskiptavinum sínum, metnað til að ná árangri og gera sér grein fyrir því að án viðskiptavina sinna væru þau ekkert, þá kemur árangurinn fljótlega í ljós. Ekki síst ef mistök eiga sér stað, viðurkenndu þau, bættu fyrir það sem fór úrskeiðis og lærðu af því. Alvöru svör, alvöru aðgerðir og engin froða.Ekkert rugl, bara alvöru fólk Hafðu áhuga á viðskiptavininum þínum, vertu heiðarleg/ur með það sem þú hefur fram að færa og einnig ef þú gerir mistök. Þorðu að taka á móti ábendingum og gagnrýni, segðu frá og byggðu upp tengsl. Ef vel tekst til þá getur þú byggt upp samband við viðskiptavininn og sú tilfinning og tengingin við vörumerkið hefur jákvæð áhrif sem skila sér vonandi í því að þegar kemur að kaupum horfir viðskiptavinurinn fram hjá vöru samkeppnisaðilans og kaupir þína vöru. Það sama gildir um samskipti við viðskiptavin, vertu alvöru, hafðu trú á því sem þú hefur fram að færa og komdu heiðarlega fram. Ef þú gerir það ekki, kemur það á endanum í ljós og þá er ekki víst að þú fáir annan séns. Þetta er verkefni, en það er til mikils að vinna. Ósk Heiða Sveinsdóttir, markaðsstjóri Trackwell
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar