Katrín Tanja: Stolt af því að vera kona með vöðva Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2018 10:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Titter/@CrossFitGames Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku. Katrín Tanja varð í fimmta sæti á leikunum í fyrra eftir að hafa fagnað sigri árin 2015 og 2016. Hún gæti orðið fyrsta konan til að vinna titilinn þrisvar sinnum..@katrintanja action figure. #CrossFitGames@davexre pic.twitter.com/5Cg7nbmkvo — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 29, 2018 Katrín Tanja hefur unnið hug og hjörtu allra í krossfitheiminum og utan hans. Ekki aðeins með frábærri frammistöðu í keppni heldur einnig með því að gefa mikið af sér utan hennar og standa sig frábærlega sem fyrirmynd kvenna (og karla) út um allan heim. Katrín Tanja er ein af andlitum Reebok íþróttavöruframleiðandans og íslenska afrekskonan er í stóru hlutverki í nýrri auglýsingaherferð Reebok. Katrín Tanja er þar í hópi með tónlistarkonunni Ariana Grande, leikkonunni Gal Gadot og tískumódelinu Gigi Hadid eins og hefur komið fram á Vísi. Katrín Tanja talar þar um jafnrétti kvenna og karla í hennar íþrótt sem er krossfit. „Ég er stolt af því að vera kona með vöðva. Í íþróttinni sem ég keppi í þá sitja konur og karlar við sama borð. Við gerum allt eins. Við erum með sömu æfingar, fáum jafnmikinn sjónvarpstíma og erum með sama verðlaunafé. Við konurnar getum nefnilega gert allt það sem karlarnir geta,“ sagði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir neðan.“Im proud to be a woman with muscles”- Katrin Davisdottir. #BeMoreHuman@katrintanjahttps://t.co/Lz1dClcSGSpic.twitter.com/atODDgZzJa — Reebok (@Reebok) July 16, 2018 Katrín Tanja varð í fimmta sæti á heimsleikunum í fyrra sem voru vonbrigði fyrir hana eftir tvo titla í röð. Hún varð einnig „bara“ í þriðja sæti meðal íslensku krossfitstelpnanna á heimsleikunum 2017. Bæði Anníe Mist Þórisdóttir (3. sæti) og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir (4. sæti) voru fyrir ofan hana. Það verður því mjög fróðlegt að fylgjast með Katrínu Tönju á heimsleikunum í ár sem hefast á miðvikudaginn kemur. Katrín Tanja sýndi styrk sinn með því að vinna svæðakeppnina í vor og þá hefur hún aldrei endað ofar í opna hluta undankeppninnar. Katrín Tanja endaði þar í áttunda sæti en þegar hún vann titilinn 2015 og 2016 þá endaði hún í 14. sæti í opna hlutanum. Hún vann hinsvegar svæðakeppnina í ár eins og þegar hún vann heimsleikana síðast fyrir tveimur árum síðan.For Zevia Ambassador and two time @CrossFitGames champion @katrintanja, living her best means always giving 100% no matter what, every single day. Let us know what #LiveYourBest means to you. pic.twitter.com/V5guF133MB — Zevia (@Zevia) July 18, 2018 CrossFit Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku. Katrín Tanja varð í fimmta sæti á leikunum í fyrra eftir að hafa fagnað sigri árin 2015 og 2016. Hún gæti orðið fyrsta konan til að vinna titilinn þrisvar sinnum..@katrintanja action figure. #CrossFitGames@davexre pic.twitter.com/5Cg7nbmkvo — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 29, 2018 Katrín Tanja hefur unnið hug og hjörtu allra í krossfitheiminum og utan hans. Ekki aðeins með frábærri frammistöðu í keppni heldur einnig með því að gefa mikið af sér utan hennar og standa sig frábærlega sem fyrirmynd kvenna (og karla) út um allan heim. Katrín Tanja er ein af andlitum Reebok íþróttavöruframleiðandans og íslenska afrekskonan er í stóru hlutverki í nýrri auglýsingaherferð Reebok. Katrín Tanja er þar í hópi með tónlistarkonunni Ariana Grande, leikkonunni Gal Gadot og tískumódelinu Gigi Hadid eins og hefur komið fram á Vísi. Katrín Tanja talar þar um jafnrétti kvenna og karla í hennar íþrótt sem er krossfit. „Ég er stolt af því að vera kona með vöðva. Í íþróttinni sem ég keppi í þá sitja konur og karlar við sama borð. Við gerum allt eins. Við erum með sömu æfingar, fáum jafnmikinn sjónvarpstíma og erum með sama verðlaunafé. Við konurnar getum nefnilega gert allt það sem karlarnir geta,“ sagði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir neðan.“Im proud to be a woman with muscles”- Katrin Davisdottir. #BeMoreHuman@katrintanjahttps://t.co/Lz1dClcSGSpic.twitter.com/atODDgZzJa — Reebok (@Reebok) July 16, 2018 Katrín Tanja varð í fimmta sæti á heimsleikunum í fyrra sem voru vonbrigði fyrir hana eftir tvo titla í röð. Hún varð einnig „bara“ í þriðja sæti meðal íslensku krossfitstelpnanna á heimsleikunum 2017. Bæði Anníe Mist Þórisdóttir (3. sæti) og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir (4. sæti) voru fyrir ofan hana. Það verður því mjög fróðlegt að fylgjast með Katrínu Tönju á heimsleikunum í ár sem hefast á miðvikudaginn kemur. Katrín Tanja sýndi styrk sinn með því að vinna svæðakeppnina í vor og þá hefur hún aldrei endað ofar í opna hluta undankeppninnar. Katrín Tanja endaði þar í áttunda sæti en þegar hún vann titilinn 2015 og 2016 þá endaði hún í 14. sæti í opna hlutanum. Hún vann hinsvegar svæðakeppnina í ár eins og þegar hún vann heimsleikana síðast fyrir tveimur árum síðan.For Zevia Ambassador and two time @CrossFitGames champion @katrintanja, living her best means always giving 100% no matter what, every single day. Let us know what #LiveYourBest means to you. pic.twitter.com/V5guF133MB — Zevia (@Zevia) July 18, 2018
CrossFit Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira