Sport

Anníe Mist: Takk allir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir.
Anníe Mist Þórisdóttir. Mynd/Instagram/anniethorisdottir
Anníe Mist Þórisdóttir náði fimmta sætinu á heimsleikunum í CrossFit sem lauk um helgina en þetta voru níundu leikarnir hennar og í sjötta sinn sem hún er meðal þeirra fimm hraustustu.

Anníe Mist setti inn stutta kveðju á Instagram þar sem hún þakkaði fyrir sig eftir þessa hörðu keppni.

Anníe Mist lenti meira að segja í því að fá hjartsláttartruflanir og gaf aðeins eftir í lokin en það var aldrei í myndinni hjá henni að hætta eða gefast upp. Hún kláraði allar greinararnir og náði fimmta sætinu.

Það er áberandi hvað Anníe Mist gefur af sér í keppninni og þakkar alltaf áhorfendum vel fyrir stuðninginn eftir hverja grein. Þá virðist gengu máli skipta hvernig gekk eða hversu þreytt hún er.

Það er því ekki aðeins frábær árangur sem skilar Anníe Mist miklum vinsældum heldur einnig frábær framkoma.

Í kveðjunni sem má sjá hérna fyrir neðan þá má alveg lesa á milli línanna að okkar kona ætlaði sér meira en ná „bara“ fimmta sætinu.

„Níundu heimsleikar mínir eru á enda. Ég vil byrja á því að þakka öllum sem studdu mig og kvöttu mig áfram sama hvernig gekk. Þið hafið örugglega enga hugmynd um hversu mikils virði þessi stuðningur er fyrir mig í hvert skiðti sem ég er á gólfinu. Ég get varla trúað því hversu heppin ég er að hafa allt þetta fólk í kringum. Svo ég vil þakka ykkur öllum frá innstu hjartarótum.“








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×