Ekki ljóst hverjir fengu meira en almenna hækkun kjararáðs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. ágúst 2018 08:00 Laun þeirra sem heyrðu undir kjararáð voru færð niður með lækkunarlögunum árið 2008. Fréttablaðið/stefán Ekki liggur fyrir hve margir forstöðumenn ríkisstofnana eða forstjórar ríkisfyrirtækja hækkuðu umfram almenna hækkun kjararáðs í desember 2011. Ákvarðanir einstakra starfsmanna voru ekki birtar heldur kynntar hverjum og einum bréfleiðis. Í kjölfar efnahagshrunsins voru samþykkt árið 2008 á Alþingi lækkunarlögin svokölluðu. Þau fólu í sér að laun þeirra sem undir ráðið heyrðu skyldu lækka að meginstefnu um fimm til fimmtán prósent. Árið 2009 voru síðan forstjórar ríkisfyrirtækja færðir undir valdsvið stjórnvaldsins. Laun hópsins skertust í samræmi við lagabókstafinn en launin færð í fyrra horf í árslok 2011. Kjararáð var lagt niður í júnílok. Síðasta verk ráðsins var að ákvarða laun 48 aðila sem undir það heyrðu. Þegar fréttir voru sagðar af því hve mikið hver og einn hafði hækkað kom í ljós að allar upplýsingar um laun hvers og eins höfðu ekki verið birtar. Svanhildur Kaaber.VísirTil að mynda var fullyrt í Fréttablaðinu að föstum yfirvinnueiningum forstjóra Landspítalans hefði fjölgað úr 100 í 135 frá síðustu ákvörðun ráðsins árið 2010. Hið rétta var að samhliða almennu hækkuninni í desember 2011 var yfirvinnueiningum hans fjölgað í 133. Sú ákvörðun, líkt og aðrar, hefur aldrei verið birt. Fréttablaðið óskaði eftir því við fjármálaráðuneytið að það veitti afrit af þeim ákvörðunum sem aldrei hafa verið birtar auk lista yfir launaflokk og yfirvinnueiningar þeirra sem heyrðu undir kjararáð. Sama beiðni var send á kjararáð, sjálfvirkt svar barst sem sagði að ráðið hefði verið lagt niður. „Kjararáð var sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem bar ábyrgð á að varðveita eigin gögn. Kjararáð hefur ekki sent ráðuneytinu afrit af úrskurðum sínum enda engin lagaskylda til þess,“ segir í svari ráðuneytisins. „Ég get ekki sagt að ég muni hvaða embætti eða hópar það voru. Ekki án þess að hafa gögnin fyrir framan mig,“ segir Svanhildur Kaaber, þáverandi formaður kjararáðs, aðspurð um hvort fleiri en forstjóri Landspítalans hafi fengið slíka hækkun. Hún staðfesti að fleiri hefðu fengið slíka hækkun. Í lögum sem giltu um störf kjararáðs árið 2011 var kveðið á um að ráðið skyldi birta úrskurði sína og ákvarðanir. Þeirri spurningu var beint til fjármálaráðuneytisins hvort það teldi að ráðið hefði uppfyllt lagalega skyldu sína með þessari framkvæmd. Svar við því erindi hefur ekki borist. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Hringrásarhækkun launa fylgifiskur arftaka kjararáðs Ein umsögn barst um fyrirhugaðar breytingar á ýmsum lögum vegna brottfalls kjararáðs. Drögin nú byggjast á vinnu starfshóps sem forsætisráðherra skipaði um málefnið. 26. júlí 2018 08:00 Ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur en þau geti liðkað fyrir Forsætisráðherra segir það ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur heldur aðila vinnumarkaðarins. Þó sé hægt að liðka fyrir með aðgerðum eins og skattalækkunum á lægstu stéttir. Þingmaður Viðreisnar telur að ríkið eigi að beita sér fyrir lækkun matvælaverðs og vaxta. 2. ágúst 2018 19:00 Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Ekki liggur fyrir hve margir forstöðumenn ríkisstofnana eða forstjórar ríkisfyrirtækja hækkuðu umfram almenna hækkun kjararáðs í desember 2011. Ákvarðanir einstakra starfsmanna voru ekki birtar heldur kynntar hverjum og einum bréfleiðis. Í kjölfar efnahagshrunsins voru samþykkt árið 2008 á Alþingi lækkunarlögin svokölluðu. Þau fólu í sér að laun þeirra sem undir ráðið heyrðu skyldu lækka að meginstefnu um fimm til fimmtán prósent. Árið 2009 voru síðan forstjórar ríkisfyrirtækja færðir undir valdsvið stjórnvaldsins. Laun hópsins skertust í samræmi við lagabókstafinn en launin færð í fyrra horf í árslok 2011. Kjararáð var lagt niður í júnílok. Síðasta verk ráðsins var að ákvarða laun 48 aðila sem undir það heyrðu. Þegar fréttir voru sagðar af því hve mikið hver og einn hafði hækkað kom í ljós að allar upplýsingar um laun hvers og eins höfðu ekki verið birtar. Svanhildur Kaaber.VísirTil að mynda var fullyrt í Fréttablaðinu að föstum yfirvinnueiningum forstjóra Landspítalans hefði fjölgað úr 100 í 135 frá síðustu ákvörðun ráðsins árið 2010. Hið rétta var að samhliða almennu hækkuninni í desember 2011 var yfirvinnueiningum hans fjölgað í 133. Sú ákvörðun, líkt og aðrar, hefur aldrei verið birt. Fréttablaðið óskaði eftir því við fjármálaráðuneytið að það veitti afrit af þeim ákvörðunum sem aldrei hafa verið birtar auk lista yfir launaflokk og yfirvinnueiningar þeirra sem heyrðu undir kjararáð. Sama beiðni var send á kjararáð, sjálfvirkt svar barst sem sagði að ráðið hefði verið lagt niður. „Kjararáð var sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem bar ábyrgð á að varðveita eigin gögn. Kjararáð hefur ekki sent ráðuneytinu afrit af úrskurðum sínum enda engin lagaskylda til þess,“ segir í svari ráðuneytisins. „Ég get ekki sagt að ég muni hvaða embætti eða hópar það voru. Ekki án þess að hafa gögnin fyrir framan mig,“ segir Svanhildur Kaaber, þáverandi formaður kjararáðs, aðspurð um hvort fleiri en forstjóri Landspítalans hafi fengið slíka hækkun. Hún staðfesti að fleiri hefðu fengið slíka hækkun. Í lögum sem giltu um störf kjararáðs árið 2011 var kveðið á um að ráðið skyldi birta úrskurði sína og ákvarðanir. Þeirri spurningu var beint til fjármálaráðuneytisins hvort það teldi að ráðið hefði uppfyllt lagalega skyldu sína með þessari framkvæmd. Svar við því erindi hefur ekki borist.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Hringrásarhækkun launa fylgifiskur arftaka kjararáðs Ein umsögn barst um fyrirhugaðar breytingar á ýmsum lögum vegna brottfalls kjararáðs. Drögin nú byggjast á vinnu starfshóps sem forsætisráðherra skipaði um málefnið. 26. júlí 2018 08:00 Ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur en þau geti liðkað fyrir Forsætisráðherra segir það ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur heldur aðila vinnumarkaðarins. Þó sé hægt að liðka fyrir með aðgerðum eins og skattalækkunum á lægstu stéttir. Þingmaður Viðreisnar telur að ríkið eigi að beita sér fyrir lækkun matvælaverðs og vaxta. 2. ágúst 2018 19:00 Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46
Hringrásarhækkun launa fylgifiskur arftaka kjararáðs Ein umsögn barst um fyrirhugaðar breytingar á ýmsum lögum vegna brottfalls kjararáðs. Drögin nú byggjast á vinnu starfshóps sem forsætisráðherra skipaði um málefnið. 26. júlí 2018 08:00
Ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur en þau geti liðkað fyrir Forsætisráðherra segir það ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur heldur aðila vinnumarkaðarins. Þó sé hægt að liðka fyrir með aðgerðum eins og skattalækkunum á lægstu stéttir. Þingmaður Viðreisnar telur að ríkið eigi að beita sér fyrir lækkun matvælaverðs og vaxta. 2. ágúst 2018 19:00