Katrín Tanja Davíðsdóttir lenti í þriðja sæti á heimsleikunum í Crossfit sem lauk í gær en alls voru fimm íslenskir keppendur við keppni.
Katrín Tanja hafði þriðja sætið eftir mikla baráttu síðasta daginn en hún tryggði sér þriðja sætið í allra síðustu greininni.
Það skilar henn ekki bara bronsmedalíu því talsvert verðlaunafé er í boði fyrir keppendur sem enda ofarlega á heimsleikunum.
Katrín fær 79 þúsund dollara eða rúmar átta milljónir króna; 75 þúsund fyrir að enda í þriðja sætinu yfir heildina og fjögur þúsund dollara fyrir að enda á topp þremur í einstaka greinum.
Bæði Björgvin Karl Guðmundsson og Anníe Mist Þórisdóttir enduðu bæði í fimmta sæti en fyrir það fá þau tæpar fjórar milljónir í sinn hlut.
Nánari útdeilingu á verðlaunafé má sjá hér.
Katrín Tanja fékk rúmlega átta milljónir fyrir bronsið
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti

Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær
Enski boltinn



„Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“
Enski boltinn




Sæmdu hvora aðra Gullmerki KKÍ
Körfubolti