Þrjú fíkniefnamál og einn í fangageymslu í Eyjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2018 08:00 Dalurinn var troðfullur á föstudag og töluvert af fólki bættist við fyrir Brekkusönginn í gær. Mynd/Óskar P Einn gisti fangageymslur í Vestmannaeyjum í nótt og þrjú fíkniefnamál komu upp. Nóttin gekk vel fyrir sig miðað við veður og fjölda fólks á svæðinu, að sögn varðstjóra hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. Hvasst og blautt var í Vestmannaeyjum í gær og í nótt en ekkert stórvægilegt kom þó upp vegna veðurs. Þá var íþróttahúsið opnað í gær og gátu Þjóðhátíðargestir leitað skjóls þangað. Rólegt var í íþróttahúsinu í nótt að sögn Jóns Braga Arnarssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Eins og áður sagði komu þrjú fíkniefnamál upp í nótt og þá gisti einn fangageymslur vegna ölvunar og óspekta. „Svo var bara týpískur erill, það var verið að aðstoða fólk, en þetta fór vel fram miðað við hvernig veður var og fjöldi,“ segir Jón Bragi. „Að vera bara með einn mann í klefa með heil 15 þúsund manns í Dalnum segir sína sögu.“ Sunnudagskvöldið á Þjóðhátíð er iðulega það fjölmennasta um verslunarmannahelgina og segir Jón Bragi hið sama hafa verið uppi á teningnum í ár. Fólk hafi þó byrjað að koma sér heim fyrr en vanalega og myndaðist strax röð við Herjólf fyrir fyrstu ferð klukkan tvö í nótt. Þá er gert ráð fyrir stöðugu streymi fólks til Landeyjahafnar fram eftir degi. Lögreglumál Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Hafa opnað íþróttahúsið í Eyjum vegna veðurs Slæmt veður gæti sett strik í reikninginn á Þjóðhátíð í kvöld en gul viðvörun er í gildi sunnan til á landinu. Bætt hefur nokkuð í vindinn í Herjólfsdal í dag og hefur íþróttahúsið í Eyjum verið opnað þar sem hátíðargestir geta leitað skjóls ef þarf. 5. ágúst 2018 19:30 Færri fíkniefnabrot á Þjóðhátíð Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis um helgina til þessa og færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð í Eyjum í ár en í fyrra. Umferðin um verslunarmannahelgina hefur almennt gengið vel. 4. ágúst 2018 18:32 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Einn gisti fangageymslur í Vestmannaeyjum í nótt og þrjú fíkniefnamál komu upp. Nóttin gekk vel fyrir sig miðað við veður og fjölda fólks á svæðinu, að sögn varðstjóra hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. Hvasst og blautt var í Vestmannaeyjum í gær og í nótt en ekkert stórvægilegt kom þó upp vegna veðurs. Þá var íþróttahúsið opnað í gær og gátu Þjóðhátíðargestir leitað skjóls þangað. Rólegt var í íþróttahúsinu í nótt að sögn Jóns Braga Arnarssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Eins og áður sagði komu þrjú fíkniefnamál upp í nótt og þá gisti einn fangageymslur vegna ölvunar og óspekta. „Svo var bara týpískur erill, það var verið að aðstoða fólk, en þetta fór vel fram miðað við hvernig veður var og fjöldi,“ segir Jón Bragi. „Að vera bara með einn mann í klefa með heil 15 þúsund manns í Dalnum segir sína sögu.“ Sunnudagskvöldið á Þjóðhátíð er iðulega það fjölmennasta um verslunarmannahelgina og segir Jón Bragi hið sama hafa verið uppi á teningnum í ár. Fólk hafi þó byrjað að koma sér heim fyrr en vanalega og myndaðist strax röð við Herjólf fyrir fyrstu ferð klukkan tvö í nótt. Þá er gert ráð fyrir stöðugu streymi fólks til Landeyjahafnar fram eftir degi.
Lögreglumál Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Hafa opnað íþróttahúsið í Eyjum vegna veðurs Slæmt veður gæti sett strik í reikninginn á Þjóðhátíð í kvöld en gul viðvörun er í gildi sunnan til á landinu. Bætt hefur nokkuð í vindinn í Herjólfsdal í dag og hefur íþróttahúsið í Eyjum verið opnað þar sem hátíðargestir geta leitað skjóls ef þarf. 5. ágúst 2018 19:30 Færri fíkniefnabrot á Þjóðhátíð Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis um helgina til þessa og færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð í Eyjum í ár en í fyrra. Umferðin um verslunarmannahelgina hefur almennt gengið vel. 4. ágúst 2018 18:32 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Hafa opnað íþróttahúsið í Eyjum vegna veðurs Slæmt veður gæti sett strik í reikninginn á Þjóðhátíð í kvöld en gul viðvörun er í gildi sunnan til á landinu. Bætt hefur nokkuð í vindinn í Herjólfsdal í dag og hefur íþróttahúsið í Eyjum verið opnað þar sem hátíðargestir geta leitað skjóls ef þarf. 5. ágúst 2018 19:30
Færri fíkniefnabrot á Þjóðhátíð Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis um helgina til þessa og færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð í Eyjum í ár en í fyrra. Umferðin um verslunarmannahelgina hefur almennt gengið vel. 4. ágúst 2018 18:32