Sport

Sjáðu hvað keppendurnir á heimsleikunum í CrossFit fá gefins þegar þeir mæta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jordan Shalhoub fer yfir fatakassann.
Jordan Shalhoub fer yfir fatakassann. Mynd/Skjáskot/Youtube
Keppendur á heimsleikunum í CrossFit mega bara klæðast ákveðnum klæðnaði í keppninni en þurfa ekki mikið að kvarta yfir því enda fá þau allan klæðnaðinn sinn á mótinu frítt.

Heimsleikarnir í CrossFit standa nú yfir eins og hefur varla farið framhjá lesendum Vísis. Þeir haga örugglega líka tekið eftir því að keppendurnar eru allir í samskonar klæðnaði og að umrædd föt eru öll merkt með nafni og númeri.

Ástæðan er sú að keppendur verða að klæðast sérhönnuðum klæðnaði sem þeir fá afhentan þegar þeir mæta á svæðið.

Katrín Tanja Davíðsdóttir sést hér fyrir neðan í einni af myndatökunum þar sem hún bregður aðeins á leik.







Samfélagsmiðlastjarnan Jordan Shalhoub fékk að kynna sér hvað keppendurnir á heimsleikunum í CrossFit fá gefins þegar þeir mæta á svæðið en það er ekkert smáræði.

Jordan setti saman fróðlegt myndband þar sem er farið yfir skráningaferli keppenda þegar þeir mæta fyrst í höfuðstöðvar CrossFit leikanna í Madison í Wisconsin-fylki.

Það má sjá að þau þurfa að fara í gegnum allskonar myndatökur og upptökur sem verða notaðar til kynningar á keppendum og keppninni sjálfri. Þetta ferli tekur allt að klukkutíma en þau fara heldur ekki tómhent heim.

Allir keppendur fá afhentan stóran kassa sem er fullur af allkonar keppnisklæðnaði fyrir leikanna. Þau fá að máta og passa upp á það að allt passi en eftir að þau yfirgefa svæðið með fatakassann sinn þá mega þau ekki keppa í neinum öðrum fötum á heimsleikunum.

Myndbandið hennar Jordan Shalhoub er hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×