Sjáðu hvað keppendurnir á heimsleikunum í CrossFit fá gefins þegar þeir mæta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2018 11:00 Jordan Shalhoub fer yfir fatakassann. Mynd/Skjáskot/Youtube Keppendur á heimsleikunum í CrossFit mega bara klæðast ákveðnum klæðnaði í keppninni en þurfa ekki mikið að kvarta yfir því enda fá þau allan klæðnaðinn sinn á mótinu frítt. Heimsleikarnir í CrossFit standa nú yfir eins og hefur varla farið framhjá lesendum Vísis. Þeir haga örugglega líka tekið eftir því að keppendurnar eru allir í samskonar klæðnaði og að umrædd föt eru öll merkt með nafni og númeri. Ástæðan er sú að keppendur verða að klæðast sérhönnuðum klæðnaði sem þeir fá afhentan þegar þeir mæta á svæðið. Katrín Tanja Davíðsdóttir sést hér fyrir neðan í einni af myndatökunum þar sem hún bregður aðeins á leik. Checked-IN & ready for this week to start liiiiiiike Hahahah but FOR REAL .. 3 days. Lessssgo! A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jul 29, 2018 at 4:47pm PDT Samfélagsmiðlastjarnan Jordan Shalhoub fékk að kynna sér hvað keppendurnir á heimsleikunum í CrossFit fá gefins þegar þeir mæta á svæðið en það er ekkert smáræði. Jordan setti saman fróðlegt myndband þar sem er farið yfir skráningaferli keppenda þegar þeir mæta fyrst í höfuðstöðvar CrossFit leikanna í Madison í Wisconsin-fylki. Það má sjá að þau þurfa að fara í gegnum allskonar myndatökur og upptökur sem verða notaðar til kynningar á keppendum og keppninni sjálfri. Þetta ferli tekur allt að klukkutíma en þau fara heldur ekki tómhent heim. Allir keppendur fá afhentan stóran kassa sem er fullur af allkonar keppnisklæðnaði fyrir leikanna. Þau fá að máta og passa upp á það að allt passi en eftir að þau yfirgefa svæðið með fatakassann sinn þá mega þau ekki keppa í neinum öðrum fötum á heimsleikunum. Myndbandið hennar Jordan Shalhoub er hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ Sjá meira
Keppendur á heimsleikunum í CrossFit mega bara klæðast ákveðnum klæðnaði í keppninni en þurfa ekki mikið að kvarta yfir því enda fá þau allan klæðnaðinn sinn á mótinu frítt. Heimsleikarnir í CrossFit standa nú yfir eins og hefur varla farið framhjá lesendum Vísis. Þeir haga örugglega líka tekið eftir því að keppendurnar eru allir í samskonar klæðnaði og að umrædd föt eru öll merkt með nafni og númeri. Ástæðan er sú að keppendur verða að klæðast sérhönnuðum klæðnaði sem þeir fá afhentan þegar þeir mæta á svæðið. Katrín Tanja Davíðsdóttir sést hér fyrir neðan í einni af myndatökunum þar sem hún bregður aðeins á leik. Checked-IN & ready for this week to start liiiiiiike Hahahah but FOR REAL .. 3 days. Lessssgo! A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jul 29, 2018 at 4:47pm PDT Samfélagsmiðlastjarnan Jordan Shalhoub fékk að kynna sér hvað keppendurnir á heimsleikunum í CrossFit fá gefins þegar þeir mæta á svæðið en það er ekkert smáræði. Jordan setti saman fróðlegt myndband þar sem er farið yfir skráningaferli keppenda þegar þeir mæta fyrst í höfuðstöðvar CrossFit leikanna í Madison í Wisconsin-fylki. Það má sjá að þau þurfa að fara í gegnum allskonar myndatökur og upptökur sem verða notaðar til kynningar á keppendum og keppninni sjálfri. Þetta ferli tekur allt að klukkutíma en þau fara heldur ekki tómhent heim. Allir keppendur fá afhentan stóran kassa sem er fullur af allkonar keppnisklæðnaði fyrir leikanna. Þau fá að máta og passa upp á það að allt passi en eftir að þau yfirgefa svæðið með fatakassann sinn þá mega þau ekki keppa í neinum öðrum fötum á heimsleikunum. Myndbandið hennar Jordan Shalhoub er hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ Sjá meira