Björgunarbátar eru ekki farþegaskip Eyþór Laxdal Arnalds skrifar 3. ágúst 2018 05:45 Það er eitthvað að í Reykjavík. Þrátt fyrir að miklir fjármunir fari í félagslega kerfið vaxa biðlistar eftir húsnæði. Þrátt fyrir loforð um úrbætur hefur leiguverð hækkað um nærri 100% á fjórum árum. Húsnæðislausu fólki hefur fjölgað um 95%. Sífellt fleiri þurfa að búa í foreldrahúsum. Það er ljóst að núverandi stefna hefur brugðist. Reykjavík hefur vanrækt skyldu sína að hér sé byggt hagkvæmt húsnæði. Byggt er mest á dýrum stöðum. Sífellt fleiri flytja annað. Sumir geta ekki eignast eða leigt á almennum markaði eins og hann er orðinn. Félagslega kerfið á þá að taka við en stór göt eru í möskvum öryggisnetsins. Félagsbústaðir hf. kaupa íbúðir á markaði sem hefur hækkað um 100% ekki síst vegna ákvarðana borgarinnar sjálfrar. Þetta háa markaðsverð fer beint í leiguverðið og hefur leiguverð hjá Félagsbústöðum hækkað mikið. Þeir sem eru svo „heppnir“ að fá húsnæði þurfa að borga mun hærra verð en fyrir nokkrum árum. Félagsbústaðir reikna sér svo tugmilljarða hagnað vegna endurmats á félagslegu húsnæði.Raunverulegar lausnir Það er grundvallaratriði að félagslega kerfið í Reykjavík hafi skýra stefnu og markmið um að koma fólki til sjálfshjálpar. Enginn vill festast inni í velferðarkerfinu, heldur á það að vera öryggisnet sem styður fólk til að geta lifað á eigin forsendum. Ýmis merki eru um að núverandi kerfi sé ekki að styðja við þetta grundvallaratriði, heldur flækjast margir í fátæktargildrum. Festast í netinu. Björgunarbátar eru ekki farþegaskip heldur neyðarúrræði. En mikilvægast er að koma í veg fyrir neyðina. Þess vegna viljum við breyta borginni þannig að fleiri geti verið á eigin forsendum í samfélaginu en ekki upp á náð og miskunn kerfisins. Almennar aðgerðir til að tryggja hagkvæmara húsnæði eru forgangsmál. Þess vegna höfum við lagt fram á annan tug tillagna til að leysa þessi mál. Lækka byggingargjöld, afnema innviðagjald, byggja á hagkvæmum stöðum og minnka skrifræðið. Þessar tillögur eru tækifæri fyrir borgarbúa. Vonandi fá þær brautargengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Það er eitthvað að í Reykjavík. Þrátt fyrir að miklir fjármunir fari í félagslega kerfið vaxa biðlistar eftir húsnæði. Þrátt fyrir loforð um úrbætur hefur leiguverð hækkað um nærri 100% á fjórum árum. Húsnæðislausu fólki hefur fjölgað um 95%. Sífellt fleiri þurfa að búa í foreldrahúsum. Það er ljóst að núverandi stefna hefur brugðist. Reykjavík hefur vanrækt skyldu sína að hér sé byggt hagkvæmt húsnæði. Byggt er mest á dýrum stöðum. Sífellt fleiri flytja annað. Sumir geta ekki eignast eða leigt á almennum markaði eins og hann er orðinn. Félagslega kerfið á þá að taka við en stór göt eru í möskvum öryggisnetsins. Félagsbústaðir hf. kaupa íbúðir á markaði sem hefur hækkað um 100% ekki síst vegna ákvarðana borgarinnar sjálfrar. Þetta háa markaðsverð fer beint í leiguverðið og hefur leiguverð hjá Félagsbústöðum hækkað mikið. Þeir sem eru svo „heppnir“ að fá húsnæði þurfa að borga mun hærra verð en fyrir nokkrum árum. Félagsbústaðir reikna sér svo tugmilljarða hagnað vegna endurmats á félagslegu húsnæði.Raunverulegar lausnir Það er grundvallaratriði að félagslega kerfið í Reykjavík hafi skýra stefnu og markmið um að koma fólki til sjálfshjálpar. Enginn vill festast inni í velferðarkerfinu, heldur á það að vera öryggisnet sem styður fólk til að geta lifað á eigin forsendum. Ýmis merki eru um að núverandi kerfi sé ekki að styðja við þetta grundvallaratriði, heldur flækjast margir í fátæktargildrum. Festast í netinu. Björgunarbátar eru ekki farþegaskip heldur neyðarúrræði. En mikilvægast er að koma í veg fyrir neyðina. Þess vegna viljum við breyta borginni þannig að fleiri geti verið á eigin forsendum í samfélaginu en ekki upp á náð og miskunn kerfisins. Almennar aðgerðir til að tryggja hagkvæmara húsnæði eru forgangsmál. Þess vegna höfum við lagt fram á annan tug tillagna til að leysa þessi mál. Lækka byggingargjöld, afnema innviðagjald, byggja á hagkvæmum stöðum og minnka skrifræðið. Þessar tillögur eru tækifæri fyrir borgarbúa. Vonandi fá þær brautargengi.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar