Lítrahelgin Þórarinn Þórarinsson skrifar 3. ágúst 2018 06:15 Eðlislæg andúð mín á fjöldasamkomum hefði dugað til þess að bjarga mér frá því að elta sturlaða hjörðina fyrstu helgina í ágúst í vonlausri leit að skemmtun í æðra veldi. Mér var samt bannað það vegna þess að ég vann í sumarafleysingum á bensínstöðvum Essó öll unglingsárin. Þessi helgi er stórvertíð og sumarfólkinu var bannað að fá frí. Staðan hlýtur að vera svipuð hjá ÁTVR þessa daga þegar milljón lítra stórfljót eldsneytis og áfengis knýr ógurlega virkjun eymdar, ógæfu, bömmera, rafmagnað brjálæði og falska gleði. Tryllingurinn við dæluna hófst á fimmtudeginum og stigmagnaðist þangað til allt datt í dúnalogn eftir klukkan 17 á laugardeginum. Þetta var samt stuð og manni leiddist ekki eitt augnablik. Leiðinlegasta manngerð sem til er, kúnnarnir sem aldrei hafa rétt fyrir sér, voru meira að segja ekki óþolandi. Helst vegna þess að meirihlutinn var pöddufullur að rifja hástöfum upp leiðinlegustu lög Sálarinnar. Örlæti fölsku söngfuglanna var jafnvel slíkt að starfsmenn á plani lentu oft á hressilegu sjússafylliríi við dæluna. Djammið eftir laugardagsvaktina varð oft ansi villt. Ekkert að því þar sem enginn tók eftir því ef maður opnaði aðeins of seint á steindauðum sunnudeginum. Þessi helgi er samt sama merkingarleysan og frídagurinn sem hún er kennd við en það er helst verslunarfólkið sem er fast í vinnunni og missir af meintri gleði. Sjálfsagt enginn stórskaði skeður þar sem ég stend bjargfastur í þeirri trú að það sé skemmtilegra að vinna yfir verslunarfólkshelgina en að liggja hlandblautur og áfengisdauður með landabrúsa í kuldagallavasanum í regnvotum Herjólfsdal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Eðlislæg andúð mín á fjöldasamkomum hefði dugað til þess að bjarga mér frá því að elta sturlaða hjörðina fyrstu helgina í ágúst í vonlausri leit að skemmtun í æðra veldi. Mér var samt bannað það vegna þess að ég vann í sumarafleysingum á bensínstöðvum Essó öll unglingsárin. Þessi helgi er stórvertíð og sumarfólkinu var bannað að fá frí. Staðan hlýtur að vera svipuð hjá ÁTVR þessa daga þegar milljón lítra stórfljót eldsneytis og áfengis knýr ógurlega virkjun eymdar, ógæfu, bömmera, rafmagnað brjálæði og falska gleði. Tryllingurinn við dæluna hófst á fimmtudeginum og stigmagnaðist þangað til allt datt í dúnalogn eftir klukkan 17 á laugardeginum. Þetta var samt stuð og manni leiddist ekki eitt augnablik. Leiðinlegasta manngerð sem til er, kúnnarnir sem aldrei hafa rétt fyrir sér, voru meira að segja ekki óþolandi. Helst vegna þess að meirihlutinn var pöddufullur að rifja hástöfum upp leiðinlegustu lög Sálarinnar. Örlæti fölsku söngfuglanna var jafnvel slíkt að starfsmenn á plani lentu oft á hressilegu sjússafylliríi við dæluna. Djammið eftir laugardagsvaktina varð oft ansi villt. Ekkert að því þar sem enginn tók eftir því ef maður opnaði aðeins of seint á steindauðum sunnudeginum. Þessi helgi er samt sama merkingarleysan og frídagurinn sem hún er kennd við en það er helst verslunarfólkið sem er fast í vinnunni og missir af meintri gleði. Sjálfsagt enginn stórskaði skeður þar sem ég stend bjargfastur í þeirri trú að það sé skemmtilegra að vinna yfir verslunarfólkshelgina en að liggja hlandblautur og áfengisdauður með landabrúsa í kuldagallavasanum í regnvotum Herjólfsdal.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun