Anníe Mist þurfti aðstoð eftir erfiðasta daginn í sögu CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2018 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir og hinir keppendurnir á tólftu heimsleikunum í CrossFit eyða deginum í dag í endurheimt og þau þurfa líka á því að halda. Erfiðasti dagurinn í sögu heimsleikanna í CrossFit er að baki en honum lauk með rúmlega þriggja tíma róðri í nótt. Keppendurnir fá hvíldardag í dag og þeir þurftu líka á honum að halda eftir rosalega erfiðan dag í gær. Það er eitt að klára einn maraþonróður en hvað þá að gera það eftir að hafa klárað þrjár aðrar greinar fyrr um daginn. Afleiðingar þessa sáust á Anníe Mist Þórisdóttir eftir maraþonróðurinn í nótt en hún birti myndband af sér á Insta Story á Instagram þar sem sést þegar hún þarf hjálp við að fara upp stiga eftir keppnina. Anníe Mist er þar á ferðinni ásamt Camille Leblanc-Bazinet. Anníe Mist varð í þriðja sæti í maraþonróðrinum og er í 3. sætinu samanlagt eftir fjórar greinar sem er frábær árangur hjá henni. Anníe Mist og félagar höfðu áður keppt í götuhjólreiðum, togað sig upp í hringjum og klárað þrískipta lyftingaæfingu. Anníe Mist Þórisdóttir er á sínum níundu heimsleikum í CrossFit og ætti því að geta vottað það að miðvikudaginn 1. ágúst 2018 hafi verið lengsti og erfiðasti dagurinn í sögu heimsleikanna í CrossFit. Hér fyrir neðan má sjá þegar Anníe Mist Þórisdóttir og Camille Leblanc-Bazinet fá hjálp til að fara upp stiga eftir erfiðasta daginn í sögu CrossFit. Þetta myndband segir meira en mörg orð. Nú er bara að vona að allir keppendur nái að hvíla sig vel í dag og mæti síðan klárir í greinararnar þrjár sem fara fram á morgun. CrossFit Tengdar fréttir Allar íslensku stelpurnar geta barist um eitt af toppsætunum Ísland á fimm fulltrúa á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast í Bandaríkjunum í dag. Lokaæfing dagsins er að taka heilt maraþon í róðrarvélinni sem hljómar hrikalega að mati fyrrverandi heimsleikafara. 1. ágúst 2018 06:00 Katrín Tanja þriðja í fyrstu grein Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði best af íslensku stelpunum á heimsleikunum í CrossFit en hún náði þriðja sætinu í fyrstu grein heimsleikanna sem hófust í dag í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:01 Björgvin Karl í 4. sæti eftir fyrstu tvær greinarnar Eftir að tveimur greinum er lokið á heimsleikunum í CrossFit situr Björgvin Karl Guðmundsson í 4. sæti í karlaflokki. Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst íslenskra kvenna í 6. sæti. 1. ágúst 2018 18:11 Annie Mist þriðja eftir fyrsta keppnisdag Fyrsta keppnisdegi á heimsleikunum í CrossFit lauk í nótt með lengstu keppnisgrein í sögu leikanna þar sem keppt var í maraþonróðri. 2. ágúst 2018 07:30 Eru Katrín Tanja og Sara búnar að missa af lestinni? Fyrsti dagur heimsleikanna í CrossFit er að baki en fjórða greinin var maraþonróður í nótt. Staðan er orðin erfið hjá tveimur vonarstjörnum Íslands á mótinu. 2. ágúst 2018 08:00 Níundu heimsleikarnir hjá Anníe Mist hefjast í dag Íslenska crossfit-goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir er mætt á heimsleikana í crossfit sem hefjast á svakalegum miðvikudegi í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 11:45 Sara er hugrakkasti íþróttamaðurinn sem ég hef unnið með Phil Mansfield, nýr þjálfari íslensku crossfitstjörnunnar Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur, talar ekki vel um þær kringumstæður sem Sara hafur verið í undanfarin ár og ekki fá gömlu þjálfararnir hennar heldur góða einkunn hjá honum. 1. ágúst 2018 09:00 Katrín Tanja í 15. sæti eftir vandræði í þriðju grein Katrín Tanja Davíðsdóttir var ólík sjálfri sér þegar hún endaði í 36. sæti í þriðju grein heimsleikanna í CrossFit. 1. ágúst 2018 19:52 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir og hinir keppendurnir á tólftu heimsleikunum í CrossFit eyða deginum í dag í endurheimt og þau þurfa líka á því að halda. Erfiðasti dagurinn í sögu heimsleikanna í CrossFit er að baki en honum lauk með rúmlega þriggja tíma róðri í nótt. Keppendurnir fá hvíldardag í dag og þeir þurftu líka á honum að halda eftir rosalega erfiðan dag í gær. Það er eitt að klára einn maraþonróður en hvað þá að gera það eftir að hafa klárað þrjár aðrar greinar fyrr um daginn. Afleiðingar þessa sáust á Anníe Mist Þórisdóttir eftir maraþonróðurinn í nótt en hún birti myndband af sér á Insta Story á Instagram þar sem sést þegar hún þarf hjálp við að fara upp stiga eftir keppnina. Anníe Mist er þar á ferðinni ásamt Camille Leblanc-Bazinet. Anníe Mist varð í þriðja sæti í maraþonróðrinum og er í 3. sætinu samanlagt eftir fjórar greinar sem er frábær árangur hjá henni. Anníe Mist og félagar höfðu áður keppt í götuhjólreiðum, togað sig upp í hringjum og klárað þrískipta lyftingaæfingu. Anníe Mist Þórisdóttir er á sínum níundu heimsleikum í CrossFit og ætti því að geta vottað það að miðvikudaginn 1. ágúst 2018 hafi verið lengsti og erfiðasti dagurinn í sögu heimsleikanna í CrossFit. Hér fyrir neðan má sjá þegar Anníe Mist Þórisdóttir og Camille Leblanc-Bazinet fá hjálp til að fara upp stiga eftir erfiðasta daginn í sögu CrossFit. Þetta myndband segir meira en mörg orð. Nú er bara að vona að allir keppendur nái að hvíla sig vel í dag og mæti síðan klárir í greinararnar þrjár sem fara fram á morgun.
CrossFit Tengdar fréttir Allar íslensku stelpurnar geta barist um eitt af toppsætunum Ísland á fimm fulltrúa á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast í Bandaríkjunum í dag. Lokaæfing dagsins er að taka heilt maraþon í róðrarvélinni sem hljómar hrikalega að mati fyrrverandi heimsleikafara. 1. ágúst 2018 06:00 Katrín Tanja þriðja í fyrstu grein Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði best af íslensku stelpunum á heimsleikunum í CrossFit en hún náði þriðja sætinu í fyrstu grein heimsleikanna sem hófust í dag í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:01 Björgvin Karl í 4. sæti eftir fyrstu tvær greinarnar Eftir að tveimur greinum er lokið á heimsleikunum í CrossFit situr Björgvin Karl Guðmundsson í 4. sæti í karlaflokki. Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst íslenskra kvenna í 6. sæti. 1. ágúst 2018 18:11 Annie Mist þriðja eftir fyrsta keppnisdag Fyrsta keppnisdegi á heimsleikunum í CrossFit lauk í nótt með lengstu keppnisgrein í sögu leikanna þar sem keppt var í maraþonróðri. 2. ágúst 2018 07:30 Eru Katrín Tanja og Sara búnar að missa af lestinni? Fyrsti dagur heimsleikanna í CrossFit er að baki en fjórða greinin var maraþonróður í nótt. Staðan er orðin erfið hjá tveimur vonarstjörnum Íslands á mótinu. 2. ágúst 2018 08:00 Níundu heimsleikarnir hjá Anníe Mist hefjast í dag Íslenska crossfit-goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir er mætt á heimsleikana í crossfit sem hefjast á svakalegum miðvikudegi í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 11:45 Sara er hugrakkasti íþróttamaðurinn sem ég hef unnið með Phil Mansfield, nýr þjálfari íslensku crossfitstjörnunnar Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur, talar ekki vel um þær kringumstæður sem Sara hafur verið í undanfarin ár og ekki fá gömlu þjálfararnir hennar heldur góða einkunn hjá honum. 1. ágúst 2018 09:00 Katrín Tanja í 15. sæti eftir vandræði í þriðju grein Katrín Tanja Davíðsdóttir var ólík sjálfri sér þegar hún endaði í 36. sæti í þriðju grein heimsleikanna í CrossFit. 1. ágúst 2018 19:52 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Allar íslensku stelpurnar geta barist um eitt af toppsætunum Ísland á fimm fulltrúa á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast í Bandaríkjunum í dag. Lokaæfing dagsins er að taka heilt maraþon í róðrarvélinni sem hljómar hrikalega að mati fyrrverandi heimsleikafara. 1. ágúst 2018 06:00
Katrín Tanja þriðja í fyrstu grein Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði best af íslensku stelpunum á heimsleikunum í CrossFit en hún náði þriðja sætinu í fyrstu grein heimsleikanna sem hófust í dag í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:01
Björgvin Karl í 4. sæti eftir fyrstu tvær greinarnar Eftir að tveimur greinum er lokið á heimsleikunum í CrossFit situr Björgvin Karl Guðmundsson í 4. sæti í karlaflokki. Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst íslenskra kvenna í 6. sæti. 1. ágúst 2018 18:11
Annie Mist þriðja eftir fyrsta keppnisdag Fyrsta keppnisdegi á heimsleikunum í CrossFit lauk í nótt með lengstu keppnisgrein í sögu leikanna þar sem keppt var í maraþonróðri. 2. ágúst 2018 07:30
Eru Katrín Tanja og Sara búnar að missa af lestinni? Fyrsti dagur heimsleikanna í CrossFit er að baki en fjórða greinin var maraþonróður í nótt. Staðan er orðin erfið hjá tveimur vonarstjörnum Íslands á mótinu. 2. ágúst 2018 08:00
Níundu heimsleikarnir hjá Anníe Mist hefjast í dag Íslenska crossfit-goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir er mætt á heimsleikana í crossfit sem hefjast á svakalegum miðvikudegi í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 11:45
Sara er hugrakkasti íþróttamaðurinn sem ég hef unnið með Phil Mansfield, nýr þjálfari íslensku crossfitstjörnunnar Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur, talar ekki vel um þær kringumstæður sem Sara hafur verið í undanfarin ár og ekki fá gömlu þjálfararnir hennar heldur góða einkunn hjá honum. 1. ágúst 2018 09:00
Katrín Tanja í 15. sæti eftir vandræði í þriðju grein Katrín Tanja Davíðsdóttir var ólík sjálfri sér þegar hún endaði í 36. sæti í þriðju grein heimsleikanna í CrossFit. 1. ágúst 2018 19:52