Pólitískir loddarar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 07:00 Í þjóðaratkvæðagreiðslum hlýtur ætíð að vera betra að þjóð viti um hvað hún er að kjósa en hafi ekki ranghugmyndir um það. Breska þjóðin gekk til kosninga um Brexit og andstæðingar Evrópusambandsins lofuðu henni gulli og grænum skógum ef hún afneitaði alþjóðasamtökunum. Það gerði afar naumur meirihluti bresku þjóðarinnar, mjög óvænt, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Andstæðingar Evrópusambandsins um allan heim glöddust svo mjög að engu var líkara en þeir hefðu himin höndum tekið. Þeir túlkuðu sigurinn sem sigur fólksins yfir illu og yfirþyrmandi bákni sem þeir segja öllu vilja ráða. Þegar kemur að Evrópusambandinu sjá andstæðingar þess, hér á landi sem annars staðar, skrattann í hverju horni. Þegar þeir æstustu fara hamförum í fordæmingu sinni minna þeir stundum á litlu stúlkuna í The Exorcist, hausinn fer að snúast og formælingarnar streyma út úr þeim. Þá er skiljanlega erfitt að eiga við þá rökræður. Það voru engin sérstök rök fyrir því að Bretar ættu að ganga úr Evrópusambandinu. Forvígismenn úrsagnar töluðu eins og landið myndi fljóta í mjólk og hunangi yrði Brexit að veruleika. Í áróðri var alið á þjóðernishyggju og andúð á útlendingum. Áherslan var á það að úrsögn myndi leiða til þess að innflytjendur myndu ekki lengur streyma til Bretlands. Þetta var áróður í anda Donalds Trump og einkenndist af blekkingum og lygum. Eftir Brexit er upplausn orðin í breskum stjórnmálum. Örvænting forsætisráðherrans, Theresu May, verður greinilegri með hverjum degi. Á meðan vex gremja meðal þjóðarinnar sem hefur æ meiri efasemdir um ágæti Brexit. Í nýlegri skoðanakönnun Sky kemur fram að 51 prósent aðspurðra telur að áhrif Brexit verði slæm. Hvað á að gera þegar þjóð gerir sér grein fyrir því að hún kaus rangt í kosningum? Í hinu daglega lífi getur fólk yfirleitt fremur auðveldlega leiðrétt mistök sín, nema þau séu því verri. Eftir kosningar þarf fólk stundum að sitja uppi með þá staðreynd að það kaus kolrangt en getur ekki bætt fyrir það fyrr en í næstu kosningum. Hópur Breta þrýstir á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um málið með þeim rökum að þjóðin hafi ekki fengið réttar upplýsingar um hvað útganga úr Evrópusambandinu myndi þýða. Skoðanakönnun Sky sýnir að ef kosið yrði um málið í dag myndi þjóðin kjósa að vera áfram í Evrópusambandinu. Hér á landi var hópur stjórnmálamanna og áhrifafólks sem galaði beinlínis af fögnuði vegna úrslitanna í Brexit-kosningunni – úrslita sem Bretar harma nú almennt mjög. Þessir hörðu andstæðingar Evrópusambandsins virðast ekki hafa skipt um skoðun á Brexit, til þess hafa þeir ekki nægt þor. Stórum hluta bresku þjóðarinnar á að vera ljóst að stjórnmálamenn brugðust upp til hópa í mikilvægu máli. Það er ekkert nýtt að stjórnmálamenn veki falsvonir hjá kjósendum og beiti blekkingum, eins og gert var í Brexit. Góðu fréttirnar eru að yfirleitt kemst upp um pólitíska loddara, þótt stundum gerist það æði seint. Vondu fréttirnar eru að nýir loddarar spretta upp eins og gorkúlur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Brexit Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Í þjóðaratkvæðagreiðslum hlýtur ætíð að vera betra að þjóð viti um hvað hún er að kjósa en hafi ekki ranghugmyndir um það. Breska þjóðin gekk til kosninga um Brexit og andstæðingar Evrópusambandsins lofuðu henni gulli og grænum skógum ef hún afneitaði alþjóðasamtökunum. Það gerði afar naumur meirihluti bresku þjóðarinnar, mjög óvænt, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Andstæðingar Evrópusambandsins um allan heim glöddust svo mjög að engu var líkara en þeir hefðu himin höndum tekið. Þeir túlkuðu sigurinn sem sigur fólksins yfir illu og yfirþyrmandi bákni sem þeir segja öllu vilja ráða. Þegar kemur að Evrópusambandinu sjá andstæðingar þess, hér á landi sem annars staðar, skrattann í hverju horni. Þegar þeir æstustu fara hamförum í fordæmingu sinni minna þeir stundum á litlu stúlkuna í The Exorcist, hausinn fer að snúast og formælingarnar streyma út úr þeim. Þá er skiljanlega erfitt að eiga við þá rökræður. Það voru engin sérstök rök fyrir því að Bretar ættu að ganga úr Evrópusambandinu. Forvígismenn úrsagnar töluðu eins og landið myndi fljóta í mjólk og hunangi yrði Brexit að veruleika. Í áróðri var alið á þjóðernishyggju og andúð á útlendingum. Áherslan var á það að úrsögn myndi leiða til þess að innflytjendur myndu ekki lengur streyma til Bretlands. Þetta var áróður í anda Donalds Trump og einkenndist af blekkingum og lygum. Eftir Brexit er upplausn orðin í breskum stjórnmálum. Örvænting forsætisráðherrans, Theresu May, verður greinilegri með hverjum degi. Á meðan vex gremja meðal þjóðarinnar sem hefur æ meiri efasemdir um ágæti Brexit. Í nýlegri skoðanakönnun Sky kemur fram að 51 prósent aðspurðra telur að áhrif Brexit verði slæm. Hvað á að gera þegar þjóð gerir sér grein fyrir því að hún kaus rangt í kosningum? Í hinu daglega lífi getur fólk yfirleitt fremur auðveldlega leiðrétt mistök sín, nema þau séu því verri. Eftir kosningar þarf fólk stundum að sitja uppi með þá staðreynd að það kaus kolrangt en getur ekki bætt fyrir það fyrr en í næstu kosningum. Hópur Breta þrýstir á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um málið með þeim rökum að þjóðin hafi ekki fengið réttar upplýsingar um hvað útganga úr Evrópusambandinu myndi þýða. Skoðanakönnun Sky sýnir að ef kosið yrði um málið í dag myndi þjóðin kjósa að vera áfram í Evrópusambandinu. Hér á landi var hópur stjórnmálamanna og áhrifafólks sem galaði beinlínis af fögnuði vegna úrslitanna í Brexit-kosningunni – úrslita sem Bretar harma nú almennt mjög. Þessir hörðu andstæðingar Evrópusambandsins virðast ekki hafa skipt um skoðun á Brexit, til þess hafa þeir ekki nægt þor. Stórum hluta bresku þjóðarinnar á að vera ljóst að stjórnmálamenn brugðust upp til hópa í mikilvægu máli. Það er ekkert nýtt að stjórnmálamenn veki falsvonir hjá kjósendum og beiti blekkingum, eins og gert var í Brexit. Góðu fréttirnar eru að yfirleitt kemst upp um pólitíska loddara, þótt stundum gerist það æði seint. Vondu fréttirnar eru að nýir loddarar spretta upp eins og gorkúlur.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun