Hvers vegna er stjórnarskráin brotin? Björgvin Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2018 07:00 Hvers vegna er afstaða stjórnvalda á Íslandi neikvæð til eldri borgara? Hvers vegna eru stjórnvöld hér ekki að leggja sig fram um að bæta kjör aldraðra og gera þeim lífið sem léttast? Þannig er það í grannlöndum okkar. Þar leggja stjórnvöld sig fram um að gera lífið sem bærilegast, lífskjörin sem léttust síðasta hluta æviskeiðsins. Formaður í samtökum eldri borgara, sem fór að heimsækja systursamtök sín í Danmörku fyrir mörgum árum, undraðist hvað stjórnvöld þar voru jákvæð í garð aldraðra; átti því ekki að venjast hér. Gott dæmi um neikvæða afstöðu til aldraðra er hjá núverandi ríkisstjórn. Stjórnin hefur verið við völd í 8 mánuði en hún hefur ekki lyft litla putta til þess a bæta kjör eða aðstöðu aldraðra. Þó á að heita svo, að „róttækur sósíalistaflokkur“ veiti stjórninni forstöðu. Hvað veldur sinnuleysi stjórnarinnar? Það er rannsóknarefni. Vinstri grænir skertu kjör aldraðra og öryrkja 2009 ásamt Samfylkingunni í kjölfar bankahrunsins en þá voru skuldir ríkisins orðnar yfir 200 milljarðar króna. Það hefði því átt að vera kærkomið tækifæri fyrir VG nú að bæta kjör aldraðra og öryrkja, þegar staða þjóðarbúsins er orðin betri. En VG telur greinilega ekki þörf á því; heldur hagar sér eins og enn sé kreppa í landinu gagnvart þeim sem verst standa í þjóðfélaginu! Ég hef minnst á það áður, að ég tel, að það hve lífeyri aldraðra og öryrkja er haldið lágum hér sé brot á stjórnarskránni. Samkvæmt 76. gr stjórnarskrárinnar á ríkið að veita öldruðum og öryrkjum aðstoð, ef þarf. Það þarf frekari aðstoð til þeirra kvæntra aldraðra, sem eingöngu hafa 204 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það lifir enginn af þeirri hungurlús. Aðeins húsaleiga er hátt í 200 þúsund kr. á mánuði og þó húsnæðiskostnaður sé heldur lægri hjá þeim, sem eiga sitt húsnæði munar það ekki mjög miklu. Þá er einnig eftir að greiða allan annan kostnað, matvæli, fatnað, samgöngukostnað, rafmagn, hita, síma, sjónvarp, tölvu, læknishjálp, afþreyingu, gjafir til barna og barnabarna, o.s.frv. o.s.frv. Það er engin leið að lifa af þessum lága lífeyri, sem ríkið skammtar öldruðum og öryrkjum. Það er í rauninni verið að svelta aldraða og öryrkja með því að halda þeim svona niðri og neita að leiðrétta lífeyrinn. Réttlætinu verður ekki frestað sagði Katrín Jakobsdóttir, þegar hún var í stjórnarandstöðu 2017 og var að gagnrýna Bjarna Benediktsson. Þá vildi hún ekki fresta leiðréttingu á lífeyri; vildi ekki fresta réttlætinu. Nú er hún að fresta því!! Þó einhleypir aldraðir hafi nokkrum krónum hærri lífeyri munar það engum ósköpum. Einhleypir aldraðrir, sem eingöngu hafa lífeyri frá TR, hafa 239 þús. á mánuði eftir skatt. Síðan er það furðulegt, að stjórnvöld skuli komast upp með það að mismuna öldruðum og öryrkjum eftir því hvort þeir eru einhleypir eða í hjónabandi (eða sambúð). Það er svona svipað og sagt væri við verkamenn, að þeir fengju lægra kaup fyrir vinnu sína, ef þeir væru giftir! Það stenst ekki, hvorki hjá verkafólki né hjá öldruðum eða öryrkjum. Það er engin spurning, að stjórnvöld eru að brjóta stjórnarskrána á öldruðum og öryrkjum. Það er furðulegt, að stjórn undir forustu „róttæks sósíalistaflokks“ skuli gera það. Það verður að stöðva brot á stjórnarskránni strax. Ég hef undanfarið birt samanburð á kjörum aldraðra hér, á hinum Norðurlöndunum og innan OECD . Þessi samanburður leiðir í ljós að Ísland rekur lestina, að því er greiðslur ríkisins til eftirlauna varðar. Það hefur lengi verið vitað að Norðurlöndin standa okkur framar í þessu efni en það kemur á ávart, að ríkin innan OECD skuli einnig standa okkur framar í þessu efni, miðað við eftirlaun sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu. Hvað þýðir þetta? Það þýðir það, að íslenskir stjórnmálamenn hafa svikið aldraðra að því er varðar greiðslu eftirlauna til þeirra. Íslenska ríkið hefur greitt þeim lægri eftirlaun en önnur OECD ríki til jafnaðar eða 2% af vergri landsframleiðslu miðað við 8% í ríkjum OECD. Samt hefur hagvöxtur verið meiri hér síðustu árin en í flestum löndum Evrópu. Hvað verður um hagvöxtinn? Aldraðir njóta hans ekki.Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna er afstaða stjórnvalda á Íslandi neikvæð til eldri borgara? Hvers vegna eru stjórnvöld hér ekki að leggja sig fram um að bæta kjör aldraðra og gera þeim lífið sem léttast? Þannig er það í grannlöndum okkar. Þar leggja stjórnvöld sig fram um að gera lífið sem bærilegast, lífskjörin sem léttust síðasta hluta æviskeiðsins. Formaður í samtökum eldri borgara, sem fór að heimsækja systursamtök sín í Danmörku fyrir mörgum árum, undraðist hvað stjórnvöld þar voru jákvæð í garð aldraðra; átti því ekki að venjast hér. Gott dæmi um neikvæða afstöðu til aldraðra er hjá núverandi ríkisstjórn. Stjórnin hefur verið við völd í 8 mánuði en hún hefur ekki lyft litla putta til þess a bæta kjör eða aðstöðu aldraðra. Þó á að heita svo, að „róttækur sósíalistaflokkur“ veiti stjórninni forstöðu. Hvað veldur sinnuleysi stjórnarinnar? Það er rannsóknarefni. Vinstri grænir skertu kjör aldraðra og öryrkja 2009 ásamt Samfylkingunni í kjölfar bankahrunsins en þá voru skuldir ríkisins orðnar yfir 200 milljarðar króna. Það hefði því átt að vera kærkomið tækifæri fyrir VG nú að bæta kjör aldraðra og öryrkja, þegar staða þjóðarbúsins er orðin betri. En VG telur greinilega ekki þörf á því; heldur hagar sér eins og enn sé kreppa í landinu gagnvart þeim sem verst standa í þjóðfélaginu! Ég hef minnst á það áður, að ég tel, að það hve lífeyri aldraðra og öryrkja er haldið lágum hér sé brot á stjórnarskránni. Samkvæmt 76. gr stjórnarskrárinnar á ríkið að veita öldruðum og öryrkjum aðstoð, ef þarf. Það þarf frekari aðstoð til þeirra kvæntra aldraðra, sem eingöngu hafa 204 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það lifir enginn af þeirri hungurlús. Aðeins húsaleiga er hátt í 200 þúsund kr. á mánuði og þó húsnæðiskostnaður sé heldur lægri hjá þeim, sem eiga sitt húsnæði munar það ekki mjög miklu. Þá er einnig eftir að greiða allan annan kostnað, matvæli, fatnað, samgöngukostnað, rafmagn, hita, síma, sjónvarp, tölvu, læknishjálp, afþreyingu, gjafir til barna og barnabarna, o.s.frv. o.s.frv. Það er engin leið að lifa af þessum lága lífeyri, sem ríkið skammtar öldruðum og öryrkjum. Það er í rauninni verið að svelta aldraða og öryrkja með því að halda þeim svona niðri og neita að leiðrétta lífeyrinn. Réttlætinu verður ekki frestað sagði Katrín Jakobsdóttir, þegar hún var í stjórnarandstöðu 2017 og var að gagnrýna Bjarna Benediktsson. Þá vildi hún ekki fresta leiðréttingu á lífeyri; vildi ekki fresta réttlætinu. Nú er hún að fresta því!! Þó einhleypir aldraðir hafi nokkrum krónum hærri lífeyri munar það engum ósköpum. Einhleypir aldraðrir, sem eingöngu hafa lífeyri frá TR, hafa 239 þús. á mánuði eftir skatt. Síðan er það furðulegt, að stjórnvöld skuli komast upp með það að mismuna öldruðum og öryrkjum eftir því hvort þeir eru einhleypir eða í hjónabandi (eða sambúð). Það er svona svipað og sagt væri við verkamenn, að þeir fengju lægra kaup fyrir vinnu sína, ef þeir væru giftir! Það stenst ekki, hvorki hjá verkafólki né hjá öldruðum eða öryrkjum. Það er engin spurning, að stjórnvöld eru að brjóta stjórnarskrána á öldruðum og öryrkjum. Það er furðulegt, að stjórn undir forustu „róttæks sósíalistaflokks“ skuli gera það. Það verður að stöðva brot á stjórnarskránni strax. Ég hef undanfarið birt samanburð á kjörum aldraðra hér, á hinum Norðurlöndunum og innan OECD . Þessi samanburður leiðir í ljós að Ísland rekur lestina, að því er greiðslur ríkisins til eftirlauna varðar. Það hefur lengi verið vitað að Norðurlöndin standa okkur framar í þessu efni en það kemur á ávart, að ríkin innan OECD skuli einnig standa okkur framar í þessu efni, miðað við eftirlaun sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu. Hvað þýðir þetta? Það þýðir það, að íslenskir stjórnmálamenn hafa svikið aldraðra að því er varðar greiðslu eftirlauna til þeirra. Íslenska ríkið hefur greitt þeim lægri eftirlaun en önnur OECD ríki til jafnaðar eða 2% af vergri landsframleiðslu miðað við 8% í ríkjum OECD. Samt hefur hagvöxtur verið meiri hér síðustu árin en í flestum löndum Evrópu. Hvað verður um hagvöxtinn? Aldraðir njóta hans ekki.Höfundur er viðskiptafræðingur
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun