Hætti á dvalarheimili eftir lyfjaþjófnað Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Frá Akranesi Vísir/GVA Starfsmaður á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi hefur látið af störfum eftir að upp komst að viðkomandi hefði tekið morfínskyld lyf ófrjálsri hendi. Slík lyf eru lyfseðilskyld. Þetta staðfestir Kjartan Kjartansson, framkvæmdastjóri dvalarheimilisins. Gengið var frá starfslokum umrædds starfsmanns í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins var það gert á fundi með framkvæmdastjóra, formanni og varaformanni stjórnar auk mannauðsstjóra hjá Akranesbæ. Þá herma sömu heimildir að starfsmaðurinn hafi verið boðaður á fleiri fundi í gær. Framkvæmdastjórinn segir að við reglulegt eftirlit í öndverðum júlímánuði hafi komið upp misræmi og málið farið í ákveðið ferli. Viðkomandi starfsmaður var þá í sumarleyfi. Þegar starfsmaðurinn kom aftur til starfa eftir leyfið viðurkenndi hann brot sitt. „Málið hefur verið tilkynnt til Landlæknisembættisins,“ segir Kjartan. Hann segir að viðkomandi starfsmaður hafi ekki haft langan starfsaldur hjá dvalarheimilinu. Kjartan segir að það líti út fyrir að um einangrað tilvik sé að ræða. Þá hafi magnið verið óverulegt. Elsa Lára Arnardóttir, formaður stjórnar dvalarheimilisins, segir málið enn til meðferðar. „Stjórnin á eftir að koma saman en mun gera það innan tíðar og fara yfir verkferla. Við þurfum að klára að senda allar upplýsingar til Landlæknisembættisins og stígum síðan næstu skref samkvæmt því sem þarf í þessum efnum,“ segir Elsa Lára Embætti landlæknis vildi ekki tjá sig um málið þar sem það gæti ekki fjallað um einstök mál. Þá vildi embættið heldur ekki svara fyrirspurn Fréttablaðsins um hversu mörg sambærileg mál hefðu verið tilkynnt til embættisins að undanförnu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi hefur umrætt mál ekki ratað inn á borð embættisins. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Starfsmaður á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi hefur látið af störfum eftir að upp komst að viðkomandi hefði tekið morfínskyld lyf ófrjálsri hendi. Slík lyf eru lyfseðilskyld. Þetta staðfestir Kjartan Kjartansson, framkvæmdastjóri dvalarheimilisins. Gengið var frá starfslokum umrædds starfsmanns í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins var það gert á fundi með framkvæmdastjóra, formanni og varaformanni stjórnar auk mannauðsstjóra hjá Akranesbæ. Þá herma sömu heimildir að starfsmaðurinn hafi verið boðaður á fleiri fundi í gær. Framkvæmdastjórinn segir að við reglulegt eftirlit í öndverðum júlímánuði hafi komið upp misræmi og málið farið í ákveðið ferli. Viðkomandi starfsmaður var þá í sumarleyfi. Þegar starfsmaðurinn kom aftur til starfa eftir leyfið viðurkenndi hann brot sitt. „Málið hefur verið tilkynnt til Landlæknisembættisins,“ segir Kjartan. Hann segir að viðkomandi starfsmaður hafi ekki haft langan starfsaldur hjá dvalarheimilinu. Kjartan segir að það líti út fyrir að um einangrað tilvik sé að ræða. Þá hafi magnið verið óverulegt. Elsa Lára Arnardóttir, formaður stjórnar dvalarheimilisins, segir málið enn til meðferðar. „Stjórnin á eftir að koma saman en mun gera það innan tíðar og fara yfir verkferla. Við þurfum að klára að senda allar upplýsingar til Landlæknisembættisins og stígum síðan næstu skref samkvæmt því sem þarf í þessum efnum,“ segir Elsa Lára Embætti landlæknis vildi ekki tjá sig um málið þar sem það gæti ekki fjallað um einstök mál. Þá vildi embættið heldur ekki svara fyrirspurn Fréttablaðsins um hversu mörg sambærileg mál hefðu verið tilkynnt til embættisins að undanförnu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi hefur umrætt mál ekki ratað inn á borð embættisins.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent