Ekki á nástrái Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 18. ágúst 2018 07:00 Samfélagið er að vakna til lífs eftir vætusamt sumar. Stutt er þar til þing kemur saman. Mörg hitamál bíða afgreiðslu. Á síðustu metrum þingsins í vor ætlaði stjórnarmeirihlutinn að þvinga í gegn lækkun á veiðigjöldum. Gert var ráð fyrir 17 prósenta lækkun, innheimt veiðigjöld áttu að fara úr 10 milljörðum, í 8,3 milljarða. Stjórnarandstaðan mótmælti harðlega. Allt var þetta gert í miklum flýti. Skyndileg frestun málsins var í stíl við flumbrulegan undirbúninginn. Fyrirheit voru gefin um að málið yrði tekið upp að nýju í haust og þá fengi það almennilega umfjöllun. Leggi ríkisstjórnin í að setja málið á dagskrá á ný þarf að standa við fyrirheitin. Réttlætingin fyrir lækkunni hljómaði kunnuglega. Starfshæfni og samkeppnisburðum er að sögn ógnað vegna krónugengisins. Þetta harmakvein hefur skotið upp kollinum reglulega. Áður var kveininu svarað með því að fella gengið. Launafólkið bar hallann. Nú bíðum við spennt eftir rökum sem duga. Er óumflýjanlegt náttúrulögmál að útgerðin, sem ekki vill sjá nýjan gjaldmiðil, fái sjálfkrafa áheyrn hjá stjórnvöldum þegar gengi krónunnar, sem hún hefur svo mikla velþóknun á, hreyfist aðeins henni í óhag? Hver á framtíðarskipanin að vera? Hvert er eðlilegt endurgjald fyrir afnot af auðlindinni, sem þjóðin á? Því er kannski ekki auðvelt að svara, en menn verða að hafa í huga þá staðreynd að samkvæmt opinberum tölum er útgerðin ekki á nástrái – arðsemi eigna hennar er miklu meiri en í öðrum atvinnugreinum. Árið 2016 var hún 13 af hundraði. Til samanburðar var arðsemi eigna í viðskiptahagkerfinu, það er öllum fyrirtækjarekstri í landinu að opinberri starfsemi, lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi undanskilinni, rúmlega sex prósent. Þessar tölur eru teknar saman í lok þriggja ára samfellds samdráttarskeiðs í sjávarútvegi, en arðsemi eigna var 25% árið 2012. Lækkunin er til komin vegna styrkingar krónunnar. Ljóst er, að svigrúm er til staðar. Arðsemin er slík, að fyrirtæki í sjávarútvegi eru að gera sig gildandi á öðrum vígstöðvum. Ekki er endalaust hægt að finna fjármunum farveg í sjávarútvegsrekstri. Kvótakóngar og -drottningar eiga brátt hluti í stærsta smásölufyrirtæki landsins og nú þegar í umsvifamesta flutningafyrirtækinu. Morgunblaðið er að stærstum hluta í eigu stórfyrirtækis í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Það fyrirtæki á líka hluti í heildverslun, olíufyrirtæki og eflaust fleiri fyrirtækjum. Var ætlunin með kvótakerfinu að gefa ekki bara fiskinn í sjónum heldur nota arðinn af honum til að slá eign sinni á flest stærstu fyrirtæki landsins í kaupbæti? Þessi mál verða aldrei til lykta leidd meðan ekki ríkir sátt í samfélaginu um skipan fiskveiða. Sú sátt mun aldrei nást fyrr en sanngjarnt gjald er lagt á afnotin. Gjaldið á að nota til að byggja og reka skóla, sjúkrahús og menningarstarfsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Magnús Jochum Pálsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagið er að vakna til lífs eftir vætusamt sumar. Stutt er þar til þing kemur saman. Mörg hitamál bíða afgreiðslu. Á síðustu metrum þingsins í vor ætlaði stjórnarmeirihlutinn að þvinga í gegn lækkun á veiðigjöldum. Gert var ráð fyrir 17 prósenta lækkun, innheimt veiðigjöld áttu að fara úr 10 milljörðum, í 8,3 milljarða. Stjórnarandstaðan mótmælti harðlega. Allt var þetta gert í miklum flýti. Skyndileg frestun málsins var í stíl við flumbrulegan undirbúninginn. Fyrirheit voru gefin um að málið yrði tekið upp að nýju í haust og þá fengi það almennilega umfjöllun. Leggi ríkisstjórnin í að setja málið á dagskrá á ný þarf að standa við fyrirheitin. Réttlætingin fyrir lækkunni hljómaði kunnuglega. Starfshæfni og samkeppnisburðum er að sögn ógnað vegna krónugengisins. Þetta harmakvein hefur skotið upp kollinum reglulega. Áður var kveininu svarað með því að fella gengið. Launafólkið bar hallann. Nú bíðum við spennt eftir rökum sem duga. Er óumflýjanlegt náttúrulögmál að útgerðin, sem ekki vill sjá nýjan gjaldmiðil, fái sjálfkrafa áheyrn hjá stjórnvöldum þegar gengi krónunnar, sem hún hefur svo mikla velþóknun á, hreyfist aðeins henni í óhag? Hver á framtíðarskipanin að vera? Hvert er eðlilegt endurgjald fyrir afnot af auðlindinni, sem þjóðin á? Því er kannski ekki auðvelt að svara, en menn verða að hafa í huga þá staðreynd að samkvæmt opinberum tölum er útgerðin ekki á nástrái – arðsemi eigna hennar er miklu meiri en í öðrum atvinnugreinum. Árið 2016 var hún 13 af hundraði. Til samanburðar var arðsemi eigna í viðskiptahagkerfinu, það er öllum fyrirtækjarekstri í landinu að opinberri starfsemi, lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi undanskilinni, rúmlega sex prósent. Þessar tölur eru teknar saman í lok þriggja ára samfellds samdráttarskeiðs í sjávarútvegi, en arðsemi eigna var 25% árið 2012. Lækkunin er til komin vegna styrkingar krónunnar. Ljóst er, að svigrúm er til staðar. Arðsemin er slík, að fyrirtæki í sjávarútvegi eru að gera sig gildandi á öðrum vígstöðvum. Ekki er endalaust hægt að finna fjármunum farveg í sjávarútvegsrekstri. Kvótakóngar og -drottningar eiga brátt hluti í stærsta smásölufyrirtæki landsins og nú þegar í umsvifamesta flutningafyrirtækinu. Morgunblaðið er að stærstum hluta í eigu stórfyrirtækis í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Það fyrirtæki á líka hluti í heildverslun, olíufyrirtæki og eflaust fleiri fyrirtækjum. Var ætlunin með kvótakerfinu að gefa ekki bara fiskinn í sjónum heldur nota arðinn af honum til að slá eign sinni á flest stærstu fyrirtæki landsins í kaupbæti? Þessi mál verða aldrei til lykta leidd meðan ekki ríkir sátt í samfélaginu um skipan fiskveiða. Sú sátt mun aldrei nást fyrr en sanngjarnt gjald er lagt á afnotin. Gjaldið á að nota til að byggja og reka skóla, sjúkrahús og menningarstarfsemi.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar