Haukar notuðu sektarsjóðinn til að styrkja þjálfarann og systur hans Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 15:30 Úr leik Hauka í Inkasso deildinni fréttablaðið/andri marínó Meistaraflokkur karla í knattspyrnu hjá Haukum ákvað að taka pening úr sektarsjóði sínum og styrkja systur þjálfara síns sem hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu. Svava Björnsdóttir og eiginmaður hennar misstu son sinn Kristján á miðri meðgöngu á síðasta ári. Hún, ásamt hópi annara, hleypur í minningu Kristjáns í Reykjavíkurmaraþoninu og safnar áheitum til styrktar Gleym-mér-ei, styrktarfélagi forledra sem missa börn á meðgöngu eða í fæðingu. Bróðir Svövu er Kristján Ómar Björnsson, þjálfari karlaliðs Hauka í fótbolta. Hann sagðist hafa ákveðið að misnota aðstöðu sína í eitt skipti og senda strákunum eina slóð í lok töflufundar. Slóðin var á styrktarsíðu Svövu. Þeir ákváðu svo sjálfir að taka sig saman og styrkja málefnið. „Kristján skiptir Hauka miklu máli og sem Haukamaður þá stendur maður alltaf með sínum,“ sagði Sigmundur Einar Jónsson, einn leikmanna Hauka, í samtali við Vísi. „Ég þekki það sjálfur sem pabbi að eignast barn og hvað það er fallegt allt saman. Orð fá því ekki lýst hvað það getur verið mikil sorg í fjölskyldunni í langan tíma eftir þetta og að geta styrkt félag sem styður við foreldra sem hafa misst börnin sín er alveg ómetanlegt.“ Sigmundur sagði strákana hafa ákveðið strax inni í klefa að loknum töflufundinum að styrkja Kristján og Svövu, það hafi tekið þá um 20 sekúndur að klára málið. Styrkur Hauka kom úr sektarsjóði félagsins, sjóðs sem strákarnir borga í fyrir að vera seinir á æfingar, fá „heimskuleg“ gul eða rauð spjöld og svo framvegis, og rennur annars í skemmtinefnd félagsins. „Það er ágætt að þetta sé að fara í eitthvað gott en ekki einhverja vitleysu eins og flöskuborð á B5,“ sagði Sigmundur. Kristján sagði strákana marga hverja hafa styrkt málefnið persónulega, bæði nafnlaust og undir nafni, fyrir utan framlagið sem liðið sendi sameiginlega frá sér. Kristján er ekki í þeim hópi sem hleypur með Svövu því Haukar eiga leik í Inkasso deildinni á laugardaginn, þeir mæta Selfyssingum fyrir austan fjall í fallbaráttuslag.Safnast hafa meira en 106,8 milljónir í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið í ár þegar þetta er skrifað, þar af 3 milljónir fyrir Gleym-mér-ei. Áheitasöfnunin stendur ennþá yfir og er hægt að kynna sér hlauparana og málefnin á síðunni Hlaupastyrkur. Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Meistaraflokkur karla í knattspyrnu hjá Haukum ákvað að taka pening úr sektarsjóði sínum og styrkja systur þjálfara síns sem hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu. Svava Björnsdóttir og eiginmaður hennar misstu son sinn Kristján á miðri meðgöngu á síðasta ári. Hún, ásamt hópi annara, hleypur í minningu Kristjáns í Reykjavíkurmaraþoninu og safnar áheitum til styrktar Gleym-mér-ei, styrktarfélagi forledra sem missa börn á meðgöngu eða í fæðingu. Bróðir Svövu er Kristján Ómar Björnsson, þjálfari karlaliðs Hauka í fótbolta. Hann sagðist hafa ákveðið að misnota aðstöðu sína í eitt skipti og senda strákunum eina slóð í lok töflufundar. Slóðin var á styrktarsíðu Svövu. Þeir ákváðu svo sjálfir að taka sig saman og styrkja málefnið. „Kristján skiptir Hauka miklu máli og sem Haukamaður þá stendur maður alltaf með sínum,“ sagði Sigmundur Einar Jónsson, einn leikmanna Hauka, í samtali við Vísi. „Ég þekki það sjálfur sem pabbi að eignast barn og hvað það er fallegt allt saman. Orð fá því ekki lýst hvað það getur verið mikil sorg í fjölskyldunni í langan tíma eftir þetta og að geta styrkt félag sem styður við foreldra sem hafa misst börnin sín er alveg ómetanlegt.“ Sigmundur sagði strákana hafa ákveðið strax inni í klefa að loknum töflufundinum að styrkja Kristján og Svövu, það hafi tekið þá um 20 sekúndur að klára málið. Styrkur Hauka kom úr sektarsjóði félagsins, sjóðs sem strákarnir borga í fyrir að vera seinir á æfingar, fá „heimskuleg“ gul eða rauð spjöld og svo framvegis, og rennur annars í skemmtinefnd félagsins. „Það er ágætt að þetta sé að fara í eitthvað gott en ekki einhverja vitleysu eins og flöskuborð á B5,“ sagði Sigmundur. Kristján sagði strákana marga hverja hafa styrkt málefnið persónulega, bæði nafnlaust og undir nafni, fyrir utan framlagið sem liðið sendi sameiginlega frá sér. Kristján er ekki í þeim hópi sem hleypur með Svövu því Haukar eiga leik í Inkasso deildinni á laugardaginn, þeir mæta Selfyssingum fyrir austan fjall í fallbaráttuslag.Safnast hafa meira en 106,8 milljónir í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið í ár þegar þetta er skrifað, þar af 3 milljónir fyrir Gleym-mér-ei. Áheitasöfnunin stendur ennþá yfir og er hægt að kynna sér hlauparana og málefnin á síðunni Hlaupastyrkur.
Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti