Upp við vegg Hörður Ægisson skrifar 17. ágúst 2018 06:00 Það er gömul saga og ný að fjárfesting í flugiðnaði er afar áhættusöm. Fjárfestar í evrópskum flugfélögum hafa verið minntir á þau sannindi undanfarin misseri þar sem afkoma flestra félaga hefur farið versnandi samhliða harðnandi samkeppni og hækkandi olíuverði. Íslensku flugfélögin hafa ekki farið varhluta af þeirri þróun. Þótt meira hafi farið fyrir fréttum af versnandi gengi Icelandair – markaðsvirði þess hefur minnkað um liðlega 150 milljarða á rúmlega tveimur árum – þá er ljóst að fjárhagsstaða WOW air er mun brothættari. Nýjustu tíðindi af flugfélaginu, sem koma líklega fæstum mjög á óvart enda hefur það stækkað gríðarlega á örfáum árum, sýna að afkoman hefur versnað verulega á skömmum tíma. Eigið fé er af skornum skammti og handbært fé hverfandi. Staða WOW air er tvísýn og næstu vikur gætu ráðið miklu um framtíð félagsins. Hátt olíuverð hefur leikið flugfélagið sérstaklega grátt. Olíukostnaður var um fjórðungur af heildartekjum í fyrra – til samanburðar var hann 17 prósent hjá Icelandair – en fullvíst má telja að hlutfallið hafi hækkað enn meira þar sem verð á flugeldsneyti fór upp um 36 prósent á fyrri árshelmingi. Ákvörðun WOW air um að verja sig ekki fyrir sveiflum í olíuverði, ólíkt helstu keppinautum sínum í Evrópu, meðal annars Icelandair og Norwegian, var eftir á að hyggja röng og hefur reynst félaginu dýrkeypt. Þótt stærstu flugfélög Bandaríkjanna fylgi sömu stefnu þá er þar ólíku saman að jafna enda eru þau fjárhagslega mun sterkari og með greiðan aðgang að fjármagni ef á þarf að halda. Hættan er einna helst sú að olíuverð fari hækkandi, eins og sumir greinendur telja sennilegt sökum viðskiptaþvingana Bandaríkjastjórnar gagnvart Íran, á sama tíma og meðalfargjöld haldast áfram lág vegna mikillar samkeppni í flugi yfir hafið. Þá þarf líklega ekki að spyrja að leikslokum. Það sem veldur einnig áhyggjum er hvað launakostnaður WOW air hefur aukist langt umfram tekjur síðustu misseri. Launakostnaður nam um 15 prósentum af tekjum á árinu 2016 en á undanförnum tólf mánuðum – frá júlí 2017 til júní 2018 – var hlutfallið komið í tæplega 20 prósent. Það er gríðarleg hækkun á ekki lengri tíma og mun hærra hlutfall en þekkist hjá öðrum evrópskum lággjaldaflugfélögum. Ein stærsta áskorun stjórnenda íslensku flugfélaganna, rétt eins og á við um flest hver innlend fyrirtæki í erlendri samkeppni, er að leita allra leiða til að ná niður launakostnaði eigi þau að vera alþjóðlega samkeppnisfær. Að öðrum kosti mun illa fara. Óþarfi er að fjölyrða um mikilvægi íslensku flugfélaganna fyrir vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar. Þau standa undir um 80 prósentum af öllu flugi til og frá landinu og þótt ómögulegt sé að segja fyrir með vissu um afleiðingarnar ef annað þeirra lendir í alvarlegum fjárhagsvandræðum þá er ljóst að höggið fyrir íslenskt efnahagslíf yrði að líkindum talsvert, að minnsta kosti til skemmri tíma, og það „tæki einhver ár að ná aftur jafnvægi“, eins og Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, hefur sjálfur sagt. Skúli, sem er þekktur fyrir að spila djarft, leitar nú aukins fjármagns, með liðsinni norska verðbréfafyrirtækisins Pareto, og hyggst afla sér allt að 12 milljarða með sölu skuldabréfs til evrópskra fjárfesta. Ástæða er til að ætla að það muni takast enda þótt vaxtakjörin verði án efa svívirðilega há. Það er fórnarkostnaður sem er þess virði að leggja í. Tíminn vinnur ekki með félaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að fjárfesting í flugiðnaði er afar áhættusöm. Fjárfestar í evrópskum flugfélögum hafa verið minntir á þau sannindi undanfarin misseri þar sem afkoma flestra félaga hefur farið versnandi samhliða harðnandi samkeppni og hækkandi olíuverði. Íslensku flugfélögin hafa ekki farið varhluta af þeirri þróun. Þótt meira hafi farið fyrir fréttum af versnandi gengi Icelandair – markaðsvirði þess hefur minnkað um liðlega 150 milljarða á rúmlega tveimur árum – þá er ljóst að fjárhagsstaða WOW air er mun brothættari. Nýjustu tíðindi af flugfélaginu, sem koma líklega fæstum mjög á óvart enda hefur það stækkað gríðarlega á örfáum árum, sýna að afkoman hefur versnað verulega á skömmum tíma. Eigið fé er af skornum skammti og handbært fé hverfandi. Staða WOW air er tvísýn og næstu vikur gætu ráðið miklu um framtíð félagsins. Hátt olíuverð hefur leikið flugfélagið sérstaklega grátt. Olíukostnaður var um fjórðungur af heildartekjum í fyrra – til samanburðar var hann 17 prósent hjá Icelandair – en fullvíst má telja að hlutfallið hafi hækkað enn meira þar sem verð á flugeldsneyti fór upp um 36 prósent á fyrri árshelmingi. Ákvörðun WOW air um að verja sig ekki fyrir sveiflum í olíuverði, ólíkt helstu keppinautum sínum í Evrópu, meðal annars Icelandair og Norwegian, var eftir á að hyggja röng og hefur reynst félaginu dýrkeypt. Þótt stærstu flugfélög Bandaríkjanna fylgi sömu stefnu þá er þar ólíku saman að jafna enda eru þau fjárhagslega mun sterkari og með greiðan aðgang að fjármagni ef á þarf að halda. Hættan er einna helst sú að olíuverð fari hækkandi, eins og sumir greinendur telja sennilegt sökum viðskiptaþvingana Bandaríkjastjórnar gagnvart Íran, á sama tíma og meðalfargjöld haldast áfram lág vegna mikillar samkeppni í flugi yfir hafið. Þá þarf líklega ekki að spyrja að leikslokum. Það sem veldur einnig áhyggjum er hvað launakostnaður WOW air hefur aukist langt umfram tekjur síðustu misseri. Launakostnaður nam um 15 prósentum af tekjum á árinu 2016 en á undanförnum tólf mánuðum – frá júlí 2017 til júní 2018 – var hlutfallið komið í tæplega 20 prósent. Það er gríðarleg hækkun á ekki lengri tíma og mun hærra hlutfall en þekkist hjá öðrum evrópskum lággjaldaflugfélögum. Ein stærsta áskorun stjórnenda íslensku flugfélaganna, rétt eins og á við um flest hver innlend fyrirtæki í erlendri samkeppni, er að leita allra leiða til að ná niður launakostnaði eigi þau að vera alþjóðlega samkeppnisfær. Að öðrum kosti mun illa fara. Óþarfi er að fjölyrða um mikilvægi íslensku flugfélaganna fyrir vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar. Þau standa undir um 80 prósentum af öllu flugi til og frá landinu og þótt ómögulegt sé að segja fyrir með vissu um afleiðingarnar ef annað þeirra lendir í alvarlegum fjárhagsvandræðum þá er ljóst að höggið fyrir íslenskt efnahagslíf yrði að líkindum talsvert, að minnsta kosti til skemmri tíma, og það „tæki einhver ár að ná aftur jafnvægi“, eins og Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, hefur sjálfur sagt. Skúli, sem er þekktur fyrir að spila djarft, leitar nú aukins fjármagns, með liðsinni norska verðbréfafyrirtækisins Pareto, og hyggst afla sér allt að 12 milljarða með sölu skuldabréfs til evrópskra fjárfesta. Ástæða er til að ætla að það muni takast enda þótt vaxtakjörin verði án efa svívirðilega há. Það er fórnarkostnaður sem er þess virði að leggja í. Tíminn vinnur ekki með félaginu.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun