Gagnrýnir brottvísun sonar síns af meðferðarheimili: „Nú væri hægt að grípa inn í áður en allt fer til fjandans“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 13:00 Kristín Ólafsdóttir ásamt syni sínum. Stefáni Ólafi Guðjóni Mckeefry. Mynd/aðsend Móðir ungs manns, sem vísað var af meðferðarheimilinu Vík vegna „ófullnægjandi þvagprufu“, gagnrýnir harðlega úrræðaleysi í málaflokknum. Hún segir son sinn, sem ánetjaðist lyfsseðilsskyldum lyfjum, á afar viðkvæmum stað í meðferðarferlinu og því ætti umönnun hans að vera í höndum fagfólks. Þá setur hún spurningarmerki við brottrekstrarsökina.Einn daginn hrundi allt Kristín Ólafsdóttir segir frá brottvísun sonar síns í Facebook-færslu sem vakið hefur mikla athygli. Sonur Kristínar, Stefán Ólafur Guðjón Mckeefry, er 22 ára og byrjaði ungur í neyslu. Í færslunni lýsir Kristín því hvernig samband þeirra mæðgina hafi orðið stirt þegar Stefán náði átján ára aldri. Í kjölfarið flosnaði hann upp úr skóla, byrjaði að vinna og fór að leigja með vini sínum. Kristín segir að hún hafi fljótlega fundið fyrir ónotum vegna skemmtanalífs sonarins og hann hóf jafnframt að glíma við þunglyndi og kvíða. Þegar Stefán var 21 árs leituðu mæðginin sérfræðihjálpar í sameiningu og við tóku alls kyns sálfræðimeðferðir og lyf. „Svo hrundi allt einn daginn. Hann er að misnota kvíðastillandi lyf. Barnið mitt. Xanax. Oxy. Þessi hræðilegu orð,“ skrifar Kristín.Sjá einnig: Stofnuðu minningarsjóð í nafni Einars Darra til hjálpar ungu fólki í fíkniefnavanda Oxycontin og Xanax eru lyfseðilsskyld lyf. Hið fyrrnefnda er afar sterkt verkjalyf sem auðvelt er að ánetjast og hefur fjöldi dauðsfalla verið rakinn til ofneyslu lyfsins á Íslandi á undanförnum árum. Þá virðist Xanax, afar sterkt kvíðastillandi lyf, vera misnotað í æ meiri mæli hér á landi.„Ég sótti hann hálf dauðan heim til sín. Í skítugu rúmi, angandi af brennsa og út úr kortinu. Skráði hann á Vog. Þá tók við bið. Var með hann heima í skelfilegu ástandi, vaktaði hann í 17 daga. Elti hann. Fylgdist með honum. Greip hann við lyfjakaup. Hélt utan um hann, sat bara og beið þegar hann vildi ekki tala. Vakti. Hlustaði á þvaðrið í honum, sá hvernig hann átti erfitt með að koma orðum frá sér, skalf, taugakippir….“ skrifar Kristín.Útgrátinn og fannst hann svikinn Stefán var inn á Vogi í tíu daga og ber Kristín starfsfólki og þjónustu þar vel söguna þó að dvölin hafi verið Stefáni erfið. Eftir innlögnina á Vogi fékk Stefán inni á meðferðarheimilinu Vík, þar sem Kristín segir að honum hafi liðið afar vel. Í fyrradag var Stefáni svo vísað burt af Vík eftir sex daga dvöl og var Kristín beðin um að koma og sækja hann. Hún segir í samtali við Vísi að hún hafi verið reið út í Stefán á leiðinni upp á Kjalarnes, þar sem Vík er staðsett, en henni hafi fljótt runnið reiðin þegar hún hitti hann. „En þá tekur hann á móti mér útgrátinn, alveg miður sín, og finnst hann greinilega svikinn,“ segir Kristín. Henni hafði verið tjáð að brottrekstrarsökin væri „ófullnægjandi þvagprufa“, sem henni var ekki ljóst hvað þýddi. „Það var ekki hægt að taka aðra þvagprufu en ráðgjafarnir á Vík voru búnir að bóka fyrir okkur viðtal hjá lækni. Ég fékk staðfest hjá lækninum að saltmagnið í þvaginu hefði verið óeðlilega lágt, sem gæfi meðal annars til kynna að átt hefði verið við prufuna. En það getur líka þýtt ýmislegt annað,“ segir Kristín. Síðan þá hafi Stefán skilað bæði Kristínu og læknum hreinum þvagprufum. Að stíga sín fyrstu skref í neyslu og þarf inngrip Í kjölfarið hét læknirinn því að ræða við yfirlækni og yfirdeildarstjóra á Vík til að kanna hvort eitthvað væri hægt að gera til að Stefán hlyti áframhaldandi meðferð þar. Í gær fengu mæðginin hins vegar að vita að ákvörðunin um brottvísun væri endanleg.Kristín segir Stefán ekki langa aftur inn á Vog.Mynd/E.ÓLStefán fær inni á Vogi 25. ágúst næstkomandi en þangað til býr hann heima hjá Kristínu, m.a. vegna sumarleyfislokana á göngudeild SÁÁ. Hún gagnrýnir úrræðaleysið harðlega. „Hann langar ekki aftur inn á Vog. Það sem hræðir mig núna er að við erum með einstakling sem er að stíga sín fyrstu skref í neyslu. Hann er ekki kominn jafnlangt og ofboðslega margir. Og ég vil meina að hann hafi verið gripinn við mjög hættulega iðju og nú væri hægt að grípa inn í áður en allt fer til fjandans,“ segir Kristín.„Hvar er ábyrgðin?“ Hún bendir einnig á að þó að Stefáni gangi vel núna sé meðferð hans afar stutt á veg komin. Ef allt væri með felldu færi fagfólk með meðferð hans á þessu viðkvæma tímabili. „En úrræðin eru engin. Hvar er ábyrgðin? Hann er peppaður núna, er að borða hollt og fer út að hlaupa, en hann er líka bara búinn að vera edrú í nokkra daga.“ Kristín ítrekar þó að allt starfsfólk, bæði á Vogi og Vík, hafi reynst mæðginunum vel. Hún setji hins vegar spurningamerki við hina stífu verkferla og takmarkað upplýsingaflæði frá meðferðarheimilum til aðstandenda.Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs.Mynd/AðsendHlutverkið fyrst og fremst að veita meðferð Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, segir í samtali við Vísi að hún geti ekki tjáð sig um einstök mál. Almennt segir hún hlutverk Vogs og annarra meðferðarheimila að veita sjúklingum meðferð. Að afeitrun lokinni geti alltaf komið eitthvað upp á þannig að senda þurfi sjúklinga aftur á Vog. Þá bendir Valgerður á að göngudeild SÁÁ í Reykjavík opni eftir helgi. Aðspurð segir Valgerður að þvagprufur séu ekki skilyrði fyrir innlögn á meðferðarheimili SÁA. „Þetta er hluti af okkar vinnu. Sumir eru til dæmis skimaðir fyrir lifrarbólgu C. Það er mjög margt sem við gerum og það er allt afar einstaklingsbundið.“ Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Stofnuðu minningarsjóð í nafni Einars Darra til hjálpar ungu fólki í fíkniefnavanda Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit þann 25. maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall. 14. júní 2018 14:15 Gríðarlegt framboð af sterkum róandi lyfjum á svörtum markaði hérlendis Gríðarlegt framboð er af svonefndum Xanax töflum hér á landi um þessar mundir samkvæmt heimildum fréttastofu. Efnið ku njóta vaxandi vinsælda og er misnotað í sífellt meira mæli. 19. júní 2018 14:56 Óvissa með úrræði fyrir yngstu fíklana „til skammar“ Gat er til staðar í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að þjónustu gagnvart yngstu fíklunum og óvíst er hvað tekur við þegar Vogur hættir að taka á móti fíklum sem eru átján ára og yngri. 18. maí 2018 12:15 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Móðir ungs manns, sem vísað var af meðferðarheimilinu Vík vegna „ófullnægjandi þvagprufu“, gagnrýnir harðlega úrræðaleysi í málaflokknum. Hún segir son sinn, sem ánetjaðist lyfsseðilsskyldum lyfjum, á afar viðkvæmum stað í meðferðarferlinu og því ætti umönnun hans að vera í höndum fagfólks. Þá setur hún spurningarmerki við brottrekstrarsökina.Einn daginn hrundi allt Kristín Ólafsdóttir segir frá brottvísun sonar síns í Facebook-færslu sem vakið hefur mikla athygli. Sonur Kristínar, Stefán Ólafur Guðjón Mckeefry, er 22 ára og byrjaði ungur í neyslu. Í færslunni lýsir Kristín því hvernig samband þeirra mæðgina hafi orðið stirt þegar Stefán náði átján ára aldri. Í kjölfarið flosnaði hann upp úr skóla, byrjaði að vinna og fór að leigja með vini sínum. Kristín segir að hún hafi fljótlega fundið fyrir ónotum vegna skemmtanalífs sonarins og hann hóf jafnframt að glíma við þunglyndi og kvíða. Þegar Stefán var 21 árs leituðu mæðginin sérfræðihjálpar í sameiningu og við tóku alls kyns sálfræðimeðferðir og lyf. „Svo hrundi allt einn daginn. Hann er að misnota kvíðastillandi lyf. Barnið mitt. Xanax. Oxy. Þessi hræðilegu orð,“ skrifar Kristín.Sjá einnig: Stofnuðu minningarsjóð í nafni Einars Darra til hjálpar ungu fólki í fíkniefnavanda Oxycontin og Xanax eru lyfseðilsskyld lyf. Hið fyrrnefnda er afar sterkt verkjalyf sem auðvelt er að ánetjast og hefur fjöldi dauðsfalla verið rakinn til ofneyslu lyfsins á Íslandi á undanförnum árum. Þá virðist Xanax, afar sterkt kvíðastillandi lyf, vera misnotað í æ meiri mæli hér á landi.„Ég sótti hann hálf dauðan heim til sín. Í skítugu rúmi, angandi af brennsa og út úr kortinu. Skráði hann á Vog. Þá tók við bið. Var með hann heima í skelfilegu ástandi, vaktaði hann í 17 daga. Elti hann. Fylgdist með honum. Greip hann við lyfjakaup. Hélt utan um hann, sat bara og beið þegar hann vildi ekki tala. Vakti. Hlustaði á þvaðrið í honum, sá hvernig hann átti erfitt með að koma orðum frá sér, skalf, taugakippir….“ skrifar Kristín.Útgrátinn og fannst hann svikinn Stefán var inn á Vogi í tíu daga og ber Kristín starfsfólki og þjónustu þar vel söguna þó að dvölin hafi verið Stefáni erfið. Eftir innlögnina á Vogi fékk Stefán inni á meðferðarheimilinu Vík, þar sem Kristín segir að honum hafi liðið afar vel. Í fyrradag var Stefáni svo vísað burt af Vík eftir sex daga dvöl og var Kristín beðin um að koma og sækja hann. Hún segir í samtali við Vísi að hún hafi verið reið út í Stefán á leiðinni upp á Kjalarnes, þar sem Vík er staðsett, en henni hafi fljótt runnið reiðin þegar hún hitti hann. „En þá tekur hann á móti mér útgrátinn, alveg miður sín, og finnst hann greinilega svikinn,“ segir Kristín. Henni hafði verið tjáð að brottrekstrarsökin væri „ófullnægjandi þvagprufa“, sem henni var ekki ljóst hvað þýddi. „Það var ekki hægt að taka aðra þvagprufu en ráðgjafarnir á Vík voru búnir að bóka fyrir okkur viðtal hjá lækni. Ég fékk staðfest hjá lækninum að saltmagnið í þvaginu hefði verið óeðlilega lágt, sem gæfi meðal annars til kynna að átt hefði verið við prufuna. En það getur líka þýtt ýmislegt annað,“ segir Kristín. Síðan þá hafi Stefán skilað bæði Kristínu og læknum hreinum þvagprufum. Að stíga sín fyrstu skref í neyslu og þarf inngrip Í kjölfarið hét læknirinn því að ræða við yfirlækni og yfirdeildarstjóra á Vík til að kanna hvort eitthvað væri hægt að gera til að Stefán hlyti áframhaldandi meðferð þar. Í gær fengu mæðginin hins vegar að vita að ákvörðunin um brottvísun væri endanleg.Kristín segir Stefán ekki langa aftur inn á Vog.Mynd/E.ÓLStefán fær inni á Vogi 25. ágúst næstkomandi en þangað til býr hann heima hjá Kristínu, m.a. vegna sumarleyfislokana á göngudeild SÁÁ. Hún gagnrýnir úrræðaleysið harðlega. „Hann langar ekki aftur inn á Vog. Það sem hræðir mig núna er að við erum með einstakling sem er að stíga sín fyrstu skref í neyslu. Hann er ekki kominn jafnlangt og ofboðslega margir. Og ég vil meina að hann hafi verið gripinn við mjög hættulega iðju og nú væri hægt að grípa inn í áður en allt fer til fjandans,“ segir Kristín.„Hvar er ábyrgðin?“ Hún bendir einnig á að þó að Stefáni gangi vel núna sé meðferð hans afar stutt á veg komin. Ef allt væri með felldu færi fagfólk með meðferð hans á þessu viðkvæma tímabili. „En úrræðin eru engin. Hvar er ábyrgðin? Hann er peppaður núna, er að borða hollt og fer út að hlaupa, en hann er líka bara búinn að vera edrú í nokkra daga.“ Kristín ítrekar þó að allt starfsfólk, bæði á Vogi og Vík, hafi reynst mæðginunum vel. Hún setji hins vegar spurningamerki við hina stífu verkferla og takmarkað upplýsingaflæði frá meðferðarheimilum til aðstandenda.Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs.Mynd/AðsendHlutverkið fyrst og fremst að veita meðferð Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, segir í samtali við Vísi að hún geti ekki tjáð sig um einstök mál. Almennt segir hún hlutverk Vogs og annarra meðferðarheimila að veita sjúklingum meðferð. Að afeitrun lokinni geti alltaf komið eitthvað upp á þannig að senda þurfi sjúklinga aftur á Vog. Þá bendir Valgerður á að göngudeild SÁÁ í Reykjavík opni eftir helgi. Aðspurð segir Valgerður að þvagprufur séu ekki skilyrði fyrir innlögn á meðferðarheimili SÁA. „Þetta er hluti af okkar vinnu. Sumir eru til dæmis skimaðir fyrir lifrarbólgu C. Það er mjög margt sem við gerum og það er allt afar einstaklingsbundið.“
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Stofnuðu minningarsjóð í nafni Einars Darra til hjálpar ungu fólki í fíkniefnavanda Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit þann 25. maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall. 14. júní 2018 14:15 Gríðarlegt framboð af sterkum róandi lyfjum á svörtum markaði hérlendis Gríðarlegt framboð er af svonefndum Xanax töflum hér á landi um þessar mundir samkvæmt heimildum fréttastofu. Efnið ku njóta vaxandi vinsælda og er misnotað í sífellt meira mæli. 19. júní 2018 14:56 Óvissa með úrræði fyrir yngstu fíklana „til skammar“ Gat er til staðar í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að þjónustu gagnvart yngstu fíklunum og óvíst er hvað tekur við þegar Vogur hættir að taka á móti fíklum sem eru átján ára og yngri. 18. maí 2018 12:15 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Stofnuðu minningarsjóð í nafni Einars Darra til hjálpar ungu fólki í fíkniefnavanda Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit þann 25. maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall. 14. júní 2018 14:15
Gríðarlegt framboð af sterkum róandi lyfjum á svörtum markaði hérlendis Gríðarlegt framboð er af svonefndum Xanax töflum hér á landi um þessar mundir samkvæmt heimildum fréttastofu. Efnið ku njóta vaxandi vinsælda og er misnotað í sífellt meira mæli. 19. júní 2018 14:56
Óvissa með úrræði fyrir yngstu fíklana „til skammar“ Gat er til staðar í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að þjónustu gagnvart yngstu fíklunum og óvíst er hvað tekur við þegar Vogur hættir að taka á móti fíklum sem eru átján ára og yngri. 18. maí 2018 12:15
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent