Twitter setur samsæriskenningasmið í vikustraff Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2018 09:33 Alex Jones þarf að kveðja Twitter í bili. Hann hefur meðal annars staðhæft að bandarísk stjórnvöld hafi staðið að baki hryðjuverkunum 11. september árið 2001. Vísir/samsett Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter hafa bannað Alex Jones, alræmdum samsæriskenningasmiði, að deila efni á miðlinum í viku. Þeir greindu þó ekki frá því hvað það var sem Jones gerði til að vera bannaður. Twitter hafði verið gagnrýnt harðlega fyrir að fylgja ekki fordæmi annarra tæknifyrirtækja og gera Jones útlægan. Jones rekur vefsíðuna Infowars þar sem hann hefur deilt vanstilltum samsæriskenningum undanfarin ár. Þar hefur hann til að mynda logið að aðdáendum sínum að fjöldamorðið í Sandy Hook-grunnskólanum í Bandaríkjunum árið 2012 hafi verið sett á svið með leikurum. Samsæriskenningar Jones hafa meðal annars orðið til þess að foreldrar barna sem voru myrt í Sandy Hook hafa mátt þola níð á netinu og í persónu. Það varð meðal annars til þess að stór tæknifyrirtæki eins og Facebook, Google og Apple ákváðu að loka reikningum Jones og Infowars. Jake Dorsey, forstjóri Twitter, vildi hins vegar ekki fylgja í fótspor fyrirtækjanna. Sagði hann að Jones hefði ekki brotið gegn skilmálum Twitter. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Twitter hafi ekki staðfest hvers vegna Jones hafi verið bannaður nú. New York Times hafi hins vegar greint frá því að Jones hafi deilt myndbandi þar sem hann hvatti aðdáendur sína til þess að gera „orrusturifflana“ sína tilbúna. Samfélagsmiðlar Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter hafa bannað Alex Jones, alræmdum samsæriskenningasmiði, að deila efni á miðlinum í viku. Þeir greindu þó ekki frá því hvað það var sem Jones gerði til að vera bannaður. Twitter hafði verið gagnrýnt harðlega fyrir að fylgja ekki fordæmi annarra tæknifyrirtækja og gera Jones útlægan. Jones rekur vefsíðuna Infowars þar sem hann hefur deilt vanstilltum samsæriskenningum undanfarin ár. Þar hefur hann til að mynda logið að aðdáendum sínum að fjöldamorðið í Sandy Hook-grunnskólanum í Bandaríkjunum árið 2012 hafi verið sett á svið með leikurum. Samsæriskenningar Jones hafa meðal annars orðið til þess að foreldrar barna sem voru myrt í Sandy Hook hafa mátt þola níð á netinu og í persónu. Það varð meðal annars til þess að stór tæknifyrirtæki eins og Facebook, Google og Apple ákváðu að loka reikningum Jones og Infowars. Jake Dorsey, forstjóri Twitter, vildi hins vegar ekki fylgja í fótspor fyrirtækjanna. Sagði hann að Jones hefði ekki brotið gegn skilmálum Twitter. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Twitter hafi ekki staðfest hvers vegna Jones hafi verið bannaður nú. New York Times hafi hins vegar greint frá því að Jones hafi deilt myndbandi þar sem hann hvatti aðdáendur sína til þess að gera „orrusturifflana“ sína tilbúna.
Samfélagsmiðlar Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39
Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent