Lífið gæti verið hljóðritað Davíð Þorláksson skrifar 15. ágúst 2018 08:00 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að fylgjast með hvort verið sé að brjóta lög. Gert er ráð fyrir að myndavélar fylgist með starfsfólki og vinnu þess um borð í fiskiskipum, höfnum, flutningatækjum, fiskvinnslum auk þess sem Fiskistofa mun reka flota af fjarstýrðum loftförum. Verði frumvarpið að lögum er brotið blað í sögu eftirlitsiðnaðarins á Íslandi þar sem þessar tillögur eru af áður óþekktum skala. Samtök atvinnulífsins sögðu í umsögn sinni að enginn vafi væri á að næðu þessi áform fram að ganga myndu þau verða fyrirmynd annarra eftirlitsstjórnvalda og innan fárra ára gætu Íslendingar búið við eftirlitsþjóðfélag af áður óþekktri gerð. Af hverju ætti þetta bara að gilda um sjávarútveginn? Mætti ekki t.d. líka sjá fyrir sér að Vinnueftirlitið væri með myndavélar á vinnustöðum til að tryggja að lögum væri fylgt þar? Til dæmis að allir væru örugglega að lyfta þungum hlutum með hnjánum, en ekki bakinu. Samkeppniseftirlitið gæti verið með myndavélar til að fylgjast með fólki sem tekur ákvarðanir um verð á vöru og þjónustu til að koma í veg fyrir samráð. Fjármálaeftirlitið gæti dekkað Borgartúnið með loftförum. Er einhver eðlismunur á þessu? Eða kannski er bara einfaldast að ríkið fylgist með okkur öllum frá vöggu til grafar. Það mætti jafnvel slá tvær flugur í einu höggi og bæta kjör ljósmæðra með því að fela þeim aukin verkefni. Þær gætu einfaldlega tilkynnt öllum við fæðingu: „Vinsamlega athugið að lífið gæti verið hljóðritað.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að fylgjast með hvort verið sé að brjóta lög. Gert er ráð fyrir að myndavélar fylgist með starfsfólki og vinnu þess um borð í fiskiskipum, höfnum, flutningatækjum, fiskvinnslum auk þess sem Fiskistofa mun reka flota af fjarstýrðum loftförum. Verði frumvarpið að lögum er brotið blað í sögu eftirlitsiðnaðarins á Íslandi þar sem þessar tillögur eru af áður óþekktum skala. Samtök atvinnulífsins sögðu í umsögn sinni að enginn vafi væri á að næðu þessi áform fram að ganga myndu þau verða fyrirmynd annarra eftirlitsstjórnvalda og innan fárra ára gætu Íslendingar búið við eftirlitsþjóðfélag af áður óþekktri gerð. Af hverju ætti þetta bara að gilda um sjávarútveginn? Mætti ekki t.d. líka sjá fyrir sér að Vinnueftirlitið væri með myndavélar á vinnustöðum til að tryggja að lögum væri fylgt þar? Til dæmis að allir væru örugglega að lyfta þungum hlutum með hnjánum, en ekki bakinu. Samkeppniseftirlitið gæti verið með myndavélar til að fylgjast með fólki sem tekur ákvarðanir um verð á vöru og þjónustu til að koma í veg fyrir samráð. Fjármálaeftirlitið gæti dekkað Borgartúnið með loftförum. Er einhver eðlismunur á þessu? Eða kannski er bara einfaldast að ríkið fylgist með okkur öllum frá vöggu til grafar. Það mætti jafnvel slá tvær flugur í einu höggi og bæta kjör ljósmæðra með því að fela þeim aukin verkefni. Þær gætu einfaldlega tilkynnt öllum við fæðingu: „Vinsamlega athugið að lífið gæti verið hljóðritað.“
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar