Illgresi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. ágúst 2018 10:12 Óvissan er órjúfanlegur þáttur í öllu vísindastarfi. Vísindamaður sem segir sínar niðurstöður hinn heilaga sannleik og að þær staðfesti eitthvað, sama hvað, með óyggjandi hætti er lítið betri en sölumenn snákaolíu. Með öðrum orðum; það er enginn sannleikur í vísindunum. Aðeins kenningar eða ályktanir, dregnar af traustum rannsóknum og tilraunum sem byggja á rökstuddri tilgátu um rannsakanlegt viðfangsefni. Kviðdómur í San Francisco fékk á dögunum það ömurlega verkefni að komast að þessum umdeilda sannleika þegar hann tók afstöðu til þess hvort efnið glýfosfat, sem er virka efnið í gróður- og illgresiseyðinum Roundup sem efnaframleiðslurisinn Monsanto framleiðir, hafi valdið eitilfrumukrabbameini hjá garðyrkjumanni í borginni. Niðurstaða kviðdómsins var á þá leið að glýfosafat hafi sannarlega valdið krabbameininu. Hinn dauðvona Dewayne Johnson fær 30 milljarða króna í skaðabætur. Frá því að niðurstaða kviðdómsins var kunngerð hafa margir fjölmiðlar gengið svo langt að fullyrða að tengsl glýfosfats og krabbameins séu nú loks staðfest. Vísindin eru ekki undirorpin almenningsáliti. Vísindin eiga að vera hafin yfir opinbera umræðu, enda nálgumst við hana oft á forsendum okkar frumstæðustu hvata, eins og ótta, ástar og haturs. Það að fela kviðdómi að skera úr um vísindaleg álitamál er í besta falli vafasamt og í versta falli háskalegt fyrir það hvernig við hugsum um og hagnýtum vísindi. Það er ekkert sem bendir til þess að glýfosfat valdi krabbameini. Langtíma rannsókn á áhrifum illgresiseyða á 90 þúsund bandaríska bændur hefur í aldarfjórðung ekki sýnt fram á nein skaðleg áhrif. Sameiginleg skýrsla Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar komst að þeirri niðurstöðu að engar vísbendingar væru um aukna áhættu á krabbameini sökum glýfosfats hjá bændum og neytendum. Efnastofnun Evrópu komst síðan að því á síðasta ári að ekki væri hægt að flokka efnið sem krabbameinsvaldandi. Monsanto mun áfrýja niðurstöðunni, en um leið blasir við holskefla af málshöfðunum gegn fyrirtækinu. Niðurstaðan í San Francisco snertir jafnframt önnur fyrirtæki, enda á Monsanto ekki einkarétt á notkun efnisins. Krafan um að efnið verði bannað með öllu er jafnframt orðin háværari. Fari svo þurfum við að horfast í augu við minni uppskeru og hærra matarverð. Bændur munu annaðhvort þurfa að nota illgresiseyða sem eru mun skaðlegri heilsu manna og umhverfinu eða taka upp eldri aðferðir við að fjarlæga gróður og illgresi. Það er rökvilla að fjalla um vísindin sem kennivald. Vísindamenn eru ekki óskeikulir. Sagan er yfirfull af vísindamönnum sem skjátlaðist. Við höfum verið svo lánsöm að saga vísindanna, þó skrykkjótt sé, er vörðuð af framförum sem haldast í hendur við hina vísindalegu aðferð, en ekki niðurstöðu kviðdóms eða almannaálits. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Vísindi Tengdar fréttir Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur verið dæmt til að greiða manni skaðabætur vegna eiturefnis sem það framleiðir. Efnið er að finna í arfaeyðinum Roundup sem fæst hér á landi. 11. ágúst 2018 20:03 Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Óvissan er órjúfanlegur þáttur í öllu vísindastarfi. Vísindamaður sem segir sínar niðurstöður hinn heilaga sannleik og að þær staðfesti eitthvað, sama hvað, með óyggjandi hætti er lítið betri en sölumenn snákaolíu. Með öðrum orðum; það er enginn sannleikur í vísindunum. Aðeins kenningar eða ályktanir, dregnar af traustum rannsóknum og tilraunum sem byggja á rökstuddri tilgátu um rannsakanlegt viðfangsefni. Kviðdómur í San Francisco fékk á dögunum það ömurlega verkefni að komast að þessum umdeilda sannleika þegar hann tók afstöðu til þess hvort efnið glýfosfat, sem er virka efnið í gróður- og illgresiseyðinum Roundup sem efnaframleiðslurisinn Monsanto framleiðir, hafi valdið eitilfrumukrabbameini hjá garðyrkjumanni í borginni. Niðurstaða kviðdómsins var á þá leið að glýfosafat hafi sannarlega valdið krabbameininu. Hinn dauðvona Dewayne Johnson fær 30 milljarða króna í skaðabætur. Frá því að niðurstaða kviðdómsins var kunngerð hafa margir fjölmiðlar gengið svo langt að fullyrða að tengsl glýfosfats og krabbameins séu nú loks staðfest. Vísindin eru ekki undirorpin almenningsáliti. Vísindin eiga að vera hafin yfir opinbera umræðu, enda nálgumst við hana oft á forsendum okkar frumstæðustu hvata, eins og ótta, ástar og haturs. Það að fela kviðdómi að skera úr um vísindaleg álitamál er í besta falli vafasamt og í versta falli háskalegt fyrir það hvernig við hugsum um og hagnýtum vísindi. Það er ekkert sem bendir til þess að glýfosfat valdi krabbameini. Langtíma rannsókn á áhrifum illgresiseyða á 90 þúsund bandaríska bændur hefur í aldarfjórðung ekki sýnt fram á nein skaðleg áhrif. Sameiginleg skýrsla Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar komst að þeirri niðurstöðu að engar vísbendingar væru um aukna áhættu á krabbameini sökum glýfosfats hjá bændum og neytendum. Efnastofnun Evrópu komst síðan að því á síðasta ári að ekki væri hægt að flokka efnið sem krabbameinsvaldandi. Monsanto mun áfrýja niðurstöðunni, en um leið blasir við holskefla af málshöfðunum gegn fyrirtækinu. Niðurstaðan í San Francisco snertir jafnframt önnur fyrirtæki, enda á Monsanto ekki einkarétt á notkun efnisins. Krafan um að efnið verði bannað með öllu er jafnframt orðin háværari. Fari svo þurfum við að horfast í augu við minni uppskeru og hærra matarverð. Bændur munu annaðhvort þurfa að nota illgresiseyða sem eru mun skaðlegri heilsu manna og umhverfinu eða taka upp eldri aðferðir við að fjarlæga gróður og illgresi. Það er rökvilla að fjalla um vísindin sem kennivald. Vísindamenn eru ekki óskeikulir. Sagan er yfirfull af vísindamönnum sem skjátlaðist. Við höfum verið svo lánsöm að saga vísindanna, þó skrykkjótt sé, er vörðuð af framförum sem haldast í hendur við hina vísindalegu aðferð, en ekki niðurstöðu kviðdóms eða almannaálits.
Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur verið dæmt til að greiða manni skaðabætur vegna eiturefnis sem það framleiðir. Efnið er að finna í arfaeyðinum Roundup sem fæst hér á landi. 11. ágúst 2018 20:03
Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun