Smitandi hlátur Lára G. Sigurðardóttir skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Það er óskrifuð regla að stoppa í Walmart þegar lagt er af stað í ferðalag um Bandaríkin á húsbíl. Ég var þar í vikunni. Það tók sinn tíma fyrir afgreiðslukonuna að skanna góssið, enda kerran yfirfull af nauðsynjum og ónauðsynjum. Á meðan náði nokkurra mánaða barn við næsta búðarkassa athygli okkar. Það dillaði sér brosandi á bleiunni einni, sitjandi í innkaupakerru. Við hlógum og dilluðum okkur á móti. Barnið efldist og dillaði sér enn meira, skríkti og hló. Á endanum vorum við öll farin að dilla okkur og hlæja. Líka afgreiðslukonan. Og mamman líka. Í sömu ferð keypti ég sérblað frá Time um vísindin á bak við hlátur. Þar kom fram að hlátur getur verið mjög smitandi. Svo smitandi að árið 1962 var skólum lokað í Tansaníu vegna hláturskasta. Nemendur fengu svo mikið hláturskast að hláturinn breiddist út til 14 bæja í Afríku. Menn héldu jafnvel að um smitsótt væri að ræða en heilbrigðisstarfsfólk komst að þeirri niðurstöðu að hláturinn væri sálfræðilegs eðlis. Þegar við hlæjum losna taugaboðefni eins og endorfín sem auka virkni á vellíðunarsvæðum heilans. Bara það að hugsa um að hlæja eykur vellíðan. Hver man ekki eftir að vera í hláturskasti yfir einhverju og muna svo ekki lengur af hverju. Hláturinn í Walmart var innilegur. Við hófum húsbílaferðina með því að hlæja og dilla okkur. Þökk sé litla barninu í innkaupakerrunni. Það dásamlega er að þótt við getum ekki verið jafn krúttleg og barnið, sérstaklega í bleiu og engu öðru, þá getum við smitað gleði okkar yfir á aðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Það er óskrifuð regla að stoppa í Walmart þegar lagt er af stað í ferðalag um Bandaríkin á húsbíl. Ég var þar í vikunni. Það tók sinn tíma fyrir afgreiðslukonuna að skanna góssið, enda kerran yfirfull af nauðsynjum og ónauðsynjum. Á meðan náði nokkurra mánaða barn við næsta búðarkassa athygli okkar. Það dillaði sér brosandi á bleiunni einni, sitjandi í innkaupakerru. Við hlógum og dilluðum okkur á móti. Barnið efldist og dillaði sér enn meira, skríkti og hló. Á endanum vorum við öll farin að dilla okkur og hlæja. Líka afgreiðslukonan. Og mamman líka. Í sömu ferð keypti ég sérblað frá Time um vísindin á bak við hlátur. Þar kom fram að hlátur getur verið mjög smitandi. Svo smitandi að árið 1962 var skólum lokað í Tansaníu vegna hláturskasta. Nemendur fengu svo mikið hláturskast að hláturinn breiddist út til 14 bæja í Afríku. Menn héldu jafnvel að um smitsótt væri að ræða en heilbrigðisstarfsfólk komst að þeirri niðurstöðu að hláturinn væri sálfræðilegs eðlis. Þegar við hlæjum losna taugaboðefni eins og endorfín sem auka virkni á vellíðunarsvæðum heilans. Bara það að hugsa um að hlæja eykur vellíðan. Hver man ekki eftir að vera í hláturskasti yfir einhverju og muna svo ekki lengur af hverju. Hláturinn í Walmart var innilegur. Við hófum húsbílaferðina með því að hlæja og dilla okkur. Þökk sé litla barninu í innkaupakerrunni. Það dásamlega er að þótt við getum ekki verið jafn krúttleg og barnið, sérstaklega í bleiu og engu öðru, þá getum við smitað gleði okkar yfir á aðra.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar