Opið bréf til formanns VR Starri Reynisson skrifar 13. ágúst 2018 07:00 Sæll Ragnar. Ég er 23 ára gamall námsmaður á leigumarkaði, en sökum þess að ég vil ekki hætta mér út í námslánakerfið þá vinn ég samhliða námi sem verslunarmaður. Sem verslunarmaður tilheyri ég Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, þar sem þú ert formaður. Ég vinn allan ársins hring, en eðli málsins samkvæmt vinn ég meira á sumrin en á veturna, þar sem á veturna þarf ég að hafa meiri tíma aflögu til þess að sinna náminu. Það er fjöldinn allur af fólki í svipaðri stöðu og ég, margir sem vinna allt árið en sumir sem hafa tök á því að vinna bara á sumrin. Mörg störfum við sem kvöld-, helgar- eða afleysingastarfsfólk í verslunum, en öll þurfum við að nýta þau frí sem við fáum frá skóla til þess að vinna og leggja fyrir. Fyrir fólk í þessari stöðu geta svokallaðir rauðir dagar, eða stórhátíðardagar, skipt gífurlegu máli. Það hefur a.m.k. töluverð áhrif á minn launaseðil þegar ég næ vakt á stórhátiðarkaupi, en það er almennt slegist um þær vaktir á mínum vinnustað. Nú skömmu fyrir verslunarmannahelgi gafst þú, sem formaður VR, út yfirlýsingu þess efnis að þú vildir að frídagur verslunarmanna stæði undir nafni og allar verslanir væru lokaðar á þeim degi, sem og öðrum stórhátíðardögum. Ég finn ekki neina þörf hjá mér til þess að vera í fríi á frídegi verslunarmanna, 1.maí eða aðfangadag. Það sem ég hef hins vegar þörf fyrir er stórhátíðarkaupið sem ég er á þá daga, það gerir mér kleift að leggja fyrir ef það skyldi harðna í ári, og stundum hjálpar það mér einfaldlega að ná endum saman í lok mánaðar. Hvers vegna vilt þú, aðili sem á að gæta minna hagsmuna, taka af mér þann möguleika að vinna á stórhátíðardögum? Eftir að hafa hlustað á þinn málflutning síðustu vikur kemst ég ekki hjá því að spyrja hvort þú sért í raun og veru að berjast fyrir hagsmunum félagsmanna VR eða hvort þú sért einfaldlega að slengja fram hástemdum yfirlýsingum sem hljóma vel í fjölmiðlum og láta þig líta vel út. Er þér treystandi til þess að leiða kjarabaráttu ef þú getur ekki horft til hagsmuna allra þinna umbjóðenda? Ert þú formaður allra félagsmanna, eða bara sumra? Þú ert í það minnsta ekki minn formaður, ekki síst vegna þess að það er engan veginn mér í hag að mér sé bannað að vinna á frídegi verslunarmanna. Virðingarfyllst, Starri Reynisson Félagsmaður í VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Tengdar fréttir Hvetur neytendur til að versla á öðrum dögum ársins Formaður VR segir dapurlegt að verslanir bjóði upp á ýmis hátíðartilboð í tilefni frídags verslunarmanna. 6. ágúst 2018 12:19 Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Sæll Ragnar. Ég er 23 ára gamall námsmaður á leigumarkaði, en sökum þess að ég vil ekki hætta mér út í námslánakerfið þá vinn ég samhliða námi sem verslunarmaður. Sem verslunarmaður tilheyri ég Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, þar sem þú ert formaður. Ég vinn allan ársins hring, en eðli málsins samkvæmt vinn ég meira á sumrin en á veturna, þar sem á veturna þarf ég að hafa meiri tíma aflögu til þess að sinna náminu. Það er fjöldinn allur af fólki í svipaðri stöðu og ég, margir sem vinna allt árið en sumir sem hafa tök á því að vinna bara á sumrin. Mörg störfum við sem kvöld-, helgar- eða afleysingastarfsfólk í verslunum, en öll þurfum við að nýta þau frí sem við fáum frá skóla til þess að vinna og leggja fyrir. Fyrir fólk í þessari stöðu geta svokallaðir rauðir dagar, eða stórhátíðardagar, skipt gífurlegu máli. Það hefur a.m.k. töluverð áhrif á minn launaseðil þegar ég næ vakt á stórhátiðarkaupi, en það er almennt slegist um þær vaktir á mínum vinnustað. Nú skömmu fyrir verslunarmannahelgi gafst þú, sem formaður VR, út yfirlýsingu þess efnis að þú vildir að frídagur verslunarmanna stæði undir nafni og allar verslanir væru lokaðar á þeim degi, sem og öðrum stórhátíðardögum. Ég finn ekki neina þörf hjá mér til þess að vera í fríi á frídegi verslunarmanna, 1.maí eða aðfangadag. Það sem ég hef hins vegar þörf fyrir er stórhátíðarkaupið sem ég er á þá daga, það gerir mér kleift að leggja fyrir ef það skyldi harðna í ári, og stundum hjálpar það mér einfaldlega að ná endum saman í lok mánaðar. Hvers vegna vilt þú, aðili sem á að gæta minna hagsmuna, taka af mér þann möguleika að vinna á stórhátíðardögum? Eftir að hafa hlustað á þinn málflutning síðustu vikur kemst ég ekki hjá því að spyrja hvort þú sért í raun og veru að berjast fyrir hagsmunum félagsmanna VR eða hvort þú sért einfaldlega að slengja fram hástemdum yfirlýsingum sem hljóma vel í fjölmiðlum og láta þig líta vel út. Er þér treystandi til þess að leiða kjarabaráttu ef þú getur ekki horft til hagsmuna allra þinna umbjóðenda? Ert þú formaður allra félagsmanna, eða bara sumra? Þú ert í það minnsta ekki minn formaður, ekki síst vegna þess að það er engan veginn mér í hag að mér sé bannað að vinna á frídegi verslunarmanna. Virðingarfyllst, Starri Reynisson Félagsmaður í VR
Hvetur neytendur til að versla á öðrum dögum ársins Formaður VR segir dapurlegt að verslanir bjóði upp á ýmis hátíðartilboð í tilefni frídags verslunarmanna. 6. ágúst 2018 12:19
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun