Trump eins óvinsæll og Nixon var við afsögnina Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2018 08:22 Trump er einn umdeildasti Bandaríkjaforseti allra tíma. Vísir/Getty Jafnmargir segja nú að Donald Trump Bandaríkjaforseti standi sig illa í starfi og þeir sem það gerðu um Richard Nixon þegar hann sagði af sér vegna Watergate-hneykslisins árið 1974. Ný skoðanakönnun bendir til þess að 45% Bandaríkjamanna telji Trump standa sig illa sem forseti. Vinsældir Trump hafa verið litlar en stöðugar í könnnunum í lengri tíma. Margir hafa sagst óánægðir með störf hans. Nú segjast 41,9% ánægð með störf Trump samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem tölfræðivefurinn Five Thirty Eight heldur utan um. Rúmlega helmingur er óánægður með störf Trump. Í nýrri könnun á vegum Marist-háskóla töldu 20% svarenda að Trump stæði sig frábærlega, 20% nokkuð vel, 13% allt í lagi og 45% illa. Mikill munur er á afstöðu svarenda eftir því hvaða flokk þeir styðja. Þannig telja aðeins 2% demókrata að Trump standi sig frábærlega en 49% repúblikana. Á móti telja 80% demókrata að Trump standi sig illa en aðeins 6% repúblikana. Harry Enten, greinandi CNN-fréttastöðvarinnar, segir að það sem sé einstakt við Trump sé hversu illa gagnrýnendum hans er við hann. Óvinsældir Trump nú jafnist á við Nixon þegar hann hrökklaðist úr embætti sakaður um að hylma yfir ráðabrugg um að brjótast inn í skrifstofu Demókrataflokksins í Watergate-byggingunni í Washington-borg. Demókrötum líkar jafnvel verr við Trump nú en þeim gerði við Nixon á sínum tíma. Árið 1974 sögðu 70% kjósenda demókrata að Nixon stæði sig illa, tíu prósentustigum færri en gefa Trump þá einkunn.Fleiri hrifnir af Trump en Nixon Munurinn á Trump og Nixon er þó sá að Trump virðist eiga sér heitari stuðningsmenn. Aðeins 7% sögðu Nixon standa sig frábærlega í síðustu skoðannakönnuninni sem gerð var áður en hann sagði af sér, heilum þrettán prósentustigum færri en telja Trump standa sig með ágætum. Þá eru repúblikanar hrifnari af Trump nú en Nixon þá. Af þeim sem ætluðu að kjósa repúblikana í þingkosningunum árið 1974 töldu 20% að Nixon stæði sig mjög vel. Nú segir nærri því helmingur væntanlegra kjósenda repúblikana að Trump standi sig frábærlega. Enten bendir á enginn annar forseti komist nálægt ákefðinni í óvinsældum sem Trump hefur. Barack Obama, Bill Clinton og Ronald Reagan hafi allir mælst svipað óvinsældir í könnunum en enginn þeirra komst með tærnar þar sem Trump hefur hælana í fjölda þeirra sem gefur honum verstu mögulegu einkunn fyrir frammistöðu sína. „Það er fyrir mér það sem gerir Trump einstakan. Það eru ekki óvinsældirnar sem hafa verið og halda áfram að vera miklar. Það er ákefð þeirra sem líkar ekki við hann. Hún er ein sú mesta sem ég hef nokkru sinni séð fyrir landspólitíkus,“ skrifar Enten á Twitter.No president at this point in their presidency who more Americans gave a "poor" (a form of strong disapprove) rating to. It's not close. Obama, Clinton & Reagan all had similar disapprove numbers, but strength of disapproval with Trump (as measured by poor) is by far the highest.— (((Harry Enten))) (@ForecasterEnten) August 11, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Jafnmargir segja nú að Donald Trump Bandaríkjaforseti standi sig illa í starfi og þeir sem það gerðu um Richard Nixon þegar hann sagði af sér vegna Watergate-hneykslisins árið 1974. Ný skoðanakönnun bendir til þess að 45% Bandaríkjamanna telji Trump standa sig illa sem forseti. Vinsældir Trump hafa verið litlar en stöðugar í könnnunum í lengri tíma. Margir hafa sagst óánægðir með störf hans. Nú segjast 41,9% ánægð með störf Trump samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem tölfræðivefurinn Five Thirty Eight heldur utan um. Rúmlega helmingur er óánægður með störf Trump. Í nýrri könnun á vegum Marist-háskóla töldu 20% svarenda að Trump stæði sig frábærlega, 20% nokkuð vel, 13% allt í lagi og 45% illa. Mikill munur er á afstöðu svarenda eftir því hvaða flokk þeir styðja. Þannig telja aðeins 2% demókrata að Trump standi sig frábærlega en 49% repúblikana. Á móti telja 80% demókrata að Trump standi sig illa en aðeins 6% repúblikana. Harry Enten, greinandi CNN-fréttastöðvarinnar, segir að það sem sé einstakt við Trump sé hversu illa gagnrýnendum hans er við hann. Óvinsældir Trump nú jafnist á við Nixon þegar hann hrökklaðist úr embætti sakaður um að hylma yfir ráðabrugg um að brjótast inn í skrifstofu Demókrataflokksins í Watergate-byggingunni í Washington-borg. Demókrötum líkar jafnvel verr við Trump nú en þeim gerði við Nixon á sínum tíma. Árið 1974 sögðu 70% kjósenda demókrata að Nixon stæði sig illa, tíu prósentustigum færri en gefa Trump þá einkunn.Fleiri hrifnir af Trump en Nixon Munurinn á Trump og Nixon er þó sá að Trump virðist eiga sér heitari stuðningsmenn. Aðeins 7% sögðu Nixon standa sig frábærlega í síðustu skoðannakönnuninni sem gerð var áður en hann sagði af sér, heilum þrettán prósentustigum færri en telja Trump standa sig með ágætum. Þá eru repúblikanar hrifnari af Trump nú en Nixon þá. Af þeim sem ætluðu að kjósa repúblikana í þingkosningunum árið 1974 töldu 20% að Nixon stæði sig mjög vel. Nú segir nærri því helmingur væntanlegra kjósenda repúblikana að Trump standi sig frábærlega. Enten bendir á enginn annar forseti komist nálægt ákefðinni í óvinsældum sem Trump hefur. Barack Obama, Bill Clinton og Ronald Reagan hafi allir mælst svipað óvinsældir í könnunum en enginn þeirra komst með tærnar þar sem Trump hefur hælana í fjölda þeirra sem gefur honum verstu mögulegu einkunn fyrir frammistöðu sína. „Það er fyrir mér það sem gerir Trump einstakan. Það eru ekki óvinsældirnar sem hafa verið og halda áfram að vera miklar. Það er ákefð þeirra sem líkar ekki við hann. Hún er ein sú mesta sem ég hef nokkru sinni séð fyrir landspólitíkus,“ skrifar Enten á Twitter.No president at this point in their presidency who more Americans gave a "poor" (a form of strong disapprove) rating to. It's not close. Obama, Clinton & Reagan all had similar disapprove numbers, but strength of disapproval with Trump (as measured by poor) is by far the highest.— (((Harry Enten))) (@ForecasterEnten) August 11, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira