Bjarga barnslífum með fræðsluátaki Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 08:15 Anna Lísa, einn stofnenda styrktarsjóðsins Gleym mér ei, í duftreitnum í Fossvogskirkjugarði. Fréttablaðið/Stefán Rúmlega sjötíu manns hlaupa fyrir góðgerðarfélagið Gleym mér ei í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka um næstu helgi og safna fyrir nýrri herferð og vitundarvakningu sem er ætlað að bjarga barnslífum. Gleym mér ei er félag með þann tilgang að halda utan um sjóð sem notaður er til að styrkja ýmis málefni í tengslum við missi barns á meðgöngu eða í/eftir fæðingu. „Við stefnum á það að safna þremur milljónum fyrir „Spörkin telja“, fyrirbyggjandi fræðsluherferð þar sem verðandi mæðrum er kennt að þekkja hreyfingar barnsins síns á seinni parti meðgöngu. Það hafa aldrei jafn margir hlaupið fyrir okkur,“ segir Anna Lísa Björnsdóttir, einn stofnandi félagsins. Árið 2015 voru 10 andvana fæðingar á Íslandi. „Ef vel gengur, eins og til dæmis í Hollandi, væri mögulega hægt að bjarga sex börnum á hverju ári,“ segir Anna Lísa frá. „Þar í landi taka ljósmæður og aðrir heilbrigðisstarfsmenn þátt í að fræða verðandi mæður. Hlutfall þeirra barna sem er áætlað að sé bjargað á hverju ári er um 60% og það má því með sanni segja að það er til mikils að vinna.“ Góðgerðarfélagið hefur unnið að fjölmörgum verkefnum frá stofnun þess fyrir um fimm árum. Til að mynda gefið kælivöggur til heilbrigðisstofnana. Kælivaggan gefur foreldrum barna sem hafa látist við fæðingu meiri tíma til að vera með barninu. Vaggan heldur líkama þess hæfilega köldum og því geta foreldrar haft barnið hjá sér í allt að tvo sólarhringa, í stað örfárra klukkutíma eins og áður. Félagið gaf síðast kælivöggu til útfararþjónustu Kirkjugarða Reykjavíkur. „Þá geta foreldrar fengið að taka krílin með heim og eiga rólega stund með aðstandendum,“ segir Anna Lísa og segir þá þjónustu foreldrum að kostnaðarlausu. „Útfararstofan tekur á sig að aðstoða foreldrana en við gáfum þeim kælivögguna sem kostar rúmlega 400.000 krónur,“ segir Anna Lísa frá. Þá safnaði félagið fyrir endurbótum á duftreit fyrir fóstur í Fossvogskirkjugarði í samstarfi við Kirkjugarða Reykjavíkur. Grafreiturinn er nú endurbættur og þykir prýði. Eitt af nýlegum verkefnum félagsins er gjöf til foreldra sem missa börn á meðgöngu. Minningarkassi um barnið til að taka með sér heim. Brynja Ragnarsdóttir, fæðingarlæknir á kvennadeild LSH, fagnar átakinu. „Árangur af fræðslu um minnkaðar hreyfingar er studdur góðum rannsóknum. Fræðslan þarf að vera bæði til starfsmanna mæðraverndar og til verðandi mæðra. Við styðjum átakið og tökum fullan þátt í því. Hér verður farið yfir alla verkferla,“ segir Brynja og segir að þótt tíðni andvana fæðinga sé lág á Íslandi sé til mikils að vinna.Gerður Rún og Matthías heiðra minningu dóttur sinnar.Hlaupa í minningu dóttur sinnar Matthías Friðriksson og Gerður Rún Ólafsdóttir eru á meðal þeirra sem hlaupa fyrir samtökin. Þau misstu dóttur sína, Líf Matthíasdóttur, fimm daga gamla. „Við höfum góða reynslu af samtökunum. Þau hjálpuðu okkur í janúar 2018 þegar við misstum dóttur okkar, Líf Matthíasdóttur. Hún var aðeins 5 daga gömul þegar hún lést. Gleym mér ei færði okkur minningarkassa sem innihélt ýmsa fallega og nytsamlega hluti sem komu sér vel á erfiðum tíma. Þau gáfu einnig Kvennadeild LSH kælivögguna sem við fengum afnot af eftir andlát Lífar,“ segir Matthías. „Við viljum leggja okkar af mörkum til að heiðra minningu Lífar og styrkja þannig félagið til að hlúa enn betur að foreldrum sem missa börn á meðgöngu, í fæðingu eða nýbura. Hreyfing er góð leið til að dreifa huganum og liggur hún vel fyrir okkur svo að taka þátt í stærstu fjáröflun Gleym mér ei átti vel við,“ segir Gerður Rún. Þau segja mikilvægt að hafa fjölbreytileika að leiðarljósi þegar kemur að þjónustu til syrgjandi fjölskyldna. „Auðvitað syrgir hver fjölskylda á sinn hátt. Það sem hentar einum hentar ekki endilega öðrum. Því er mikilvægt að hafa fjölbreytileika að leiðarljósi. Það má alltaf auka fræðslu eins og hvað tekur við næst eftir andlát barnsins. Það er gott að fá hugmyndir frá öðrum sem hafa gengið í gegnum sambærilega reynslu. Það er að ýmsu að huga og bara það að velja blóm á kistu getur orðið meiriháttar mál. Það er ýmiskonar þjónusta í boði; sálfræðingar, sálgæsla, prestar, samverustundir og félagsþjónusta en hún mætti vera markvissari,“ segir Matthías. „Maður er ansi vanmáttugur í þessu nýja hlutverki og það þarf ákveðinn ramma og leiðsögn til að byrja með og hjálp við að læra að takast á við lífið upp og nýtt. Það sem hefur hjálpað okkur mest eru samtalsmeðferðir og að vera opin um sorgina, minningarstundir og samvera með öðrum foreldrum í sorg,“ segir Gerður Rún. Þeir sem vilja styrkja við starf samtakanna geta fundið upplýsingar á www.hlaupastyrkur.is. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Sjá meira
Rúmlega sjötíu manns hlaupa fyrir góðgerðarfélagið Gleym mér ei í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka um næstu helgi og safna fyrir nýrri herferð og vitundarvakningu sem er ætlað að bjarga barnslífum. Gleym mér ei er félag með þann tilgang að halda utan um sjóð sem notaður er til að styrkja ýmis málefni í tengslum við missi barns á meðgöngu eða í/eftir fæðingu. „Við stefnum á það að safna þremur milljónum fyrir „Spörkin telja“, fyrirbyggjandi fræðsluherferð þar sem verðandi mæðrum er kennt að þekkja hreyfingar barnsins síns á seinni parti meðgöngu. Það hafa aldrei jafn margir hlaupið fyrir okkur,“ segir Anna Lísa Björnsdóttir, einn stofnandi félagsins. Árið 2015 voru 10 andvana fæðingar á Íslandi. „Ef vel gengur, eins og til dæmis í Hollandi, væri mögulega hægt að bjarga sex börnum á hverju ári,“ segir Anna Lísa frá. „Þar í landi taka ljósmæður og aðrir heilbrigðisstarfsmenn þátt í að fræða verðandi mæður. Hlutfall þeirra barna sem er áætlað að sé bjargað á hverju ári er um 60% og það má því með sanni segja að það er til mikils að vinna.“ Góðgerðarfélagið hefur unnið að fjölmörgum verkefnum frá stofnun þess fyrir um fimm árum. Til að mynda gefið kælivöggur til heilbrigðisstofnana. Kælivaggan gefur foreldrum barna sem hafa látist við fæðingu meiri tíma til að vera með barninu. Vaggan heldur líkama þess hæfilega köldum og því geta foreldrar haft barnið hjá sér í allt að tvo sólarhringa, í stað örfárra klukkutíma eins og áður. Félagið gaf síðast kælivöggu til útfararþjónustu Kirkjugarða Reykjavíkur. „Þá geta foreldrar fengið að taka krílin með heim og eiga rólega stund með aðstandendum,“ segir Anna Lísa og segir þá þjónustu foreldrum að kostnaðarlausu. „Útfararstofan tekur á sig að aðstoða foreldrana en við gáfum þeim kælivögguna sem kostar rúmlega 400.000 krónur,“ segir Anna Lísa frá. Þá safnaði félagið fyrir endurbótum á duftreit fyrir fóstur í Fossvogskirkjugarði í samstarfi við Kirkjugarða Reykjavíkur. Grafreiturinn er nú endurbættur og þykir prýði. Eitt af nýlegum verkefnum félagsins er gjöf til foreldra sem missa börn á meðgöngu. Minningarkassi um barnið til að taka með sér heim. Brynja Ragnarsdóttir, fæðingarlæknir á kvennadeild LSH, fagnar átakinu. „Árangur af fræðslu um minnkaðar hreyfingar er studdur góðum rannsóknum. Fræðslan þarf að vera bæði til starfsmanna mæðraverndar og til verðandi mæðra. Við styðjum átakið og tökum fullan þátt í því. Hér verður farið yfir alla verkferla,“ segir Brynja og segir að þótt tíðni andvana fæðinga sé lág á Íslandi sé til mikils að vinna.Gerður Rún og Matthías heiðra minningu dóttur sinnar.Hlaupa í minningu dóttur sinnar Matthías Friðriksson og Gerður Rún Ólafsdóttir eru á meðal þeirra sem hlaupa fyrir samtökin. Þau misstu dóttur sína, Líf Matthíasdóttur, fimm daga gamla. „Við höfum góða reynslu af samtökunum. Þau hjálpuðu okkur í janúar 2018 þegar við misstum dóttur okkar, Líf Matthíasdóttur. Hún var aðeins 5 daga gömul þegar hún lést. Gleym mér ei færði okkur minningarkassa sem innihélt ýmsa fallega og nytsamlega hluti sem komu sér vel á erfiðum tíma. Þau gáfu einnig Kvennadeild LSH kælivögguna sem við fengum afnot af eftir andlát Lífar,“ segir Matthías. „Við viljum leggja okkar af mörkum til að heiðra minningu Lífar og styrkja þannig félagið til að hlúa enn betur að foreldrum sem missa börn á meðgöngu, í fæðingu eða nýbura. Hreyfing er góð leið til að dreifa huganum og liggur hún vel fyrir okkur svo að taka þátt í stærstu fjáröflun Gleym mér ei átti vel við,“ segir Gerður Rún. Þau segja mikilvægt að hafa fjölbreytileika að leiðarljósi þegar kemur að þjónustu til syrgjandi fjölskyldna. „Auðvitað syrgir hver fjölskylda á sinn hátt. Það sem hentar einum hentar ekki endilega öðrum. Því er mikilvægt að hafa fjölbreytileika að leiðarljósi. Það má alltaf auka fræðslu eins og hvað tekur við næst eftir andlát barnsins. Það er gott að fá hugmyndir frá öðrum sem hafa gengið í gegnum sambærilega reynslu. Það er að ýmsu að huga og bara það að velja blóm á kistu getur orðið meiriháttar mál. Það er ýmiskonar þjónusta í boði; sálfræðingar, sálgæsla, prestar, samverustundir og félagsþjónusta en hún mætti vera markvissari,“ segir Matthías. „Maður er ansi vanmáttugur í þessu nýja hlutverki og það þarf ákveðinn ramma og leiðsögn til að byrja með og hjálp við að læra að takast á við lífið upp og nýtt. Það sem hefur hjálpað okkur mest eru samtalsmeðferðir og að vera opin um sorgina, minningarstundir og samvera með öðrum foreldrum í sorg,“ segir Gerður Rún. Þeir sem vilja styrkja við starf samtakanna geta fundið upplýsingar á www.hlaupastyrkur.is.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Sjá meira