Mikill léttir 11. ágúst 2018 09:00 Fyrir fáum áratugum hokraði hér norður í ballarhafi einsleit og einangruð þjóð. Útlent fólk var sjaldséð, hvað þá fólk af asísku eða afrísku bergi brotið. Fáir tóku sér í munn orðin hommi og lesbía – þau voru skammaryrði. Við rákum upp stór augu þá sjaldan þeldökkt fólk eða gestir frá fjarlægum löndum í framandi klæðum sáust á ferli. Litbrigði mannlífsins voru fábreytt, að minnsta kosti á yfirborðinu. Hómósexúalismi var ræddur í skúmaskotum, margir litu hann hornauga og fóru ekki leynt með andúð sína á blásaklausu fólki. Hommum og lesbíum var gert óbærilegt að opinbera hneigðir sínar. Fyrirmyndarfólk, sem enn er í fullu fjöri, hraktist úr landi til að fá að vera það sjálft í friði. Flestir sem náð hafa miðjum aldri þekkja dæmi – eiga vini, kunningja eða ættingja sem flúðu til New York, London eða Kaupmannahafnar. Ekki vegna þess að í útlandinu hafi umburðarlyndið verið meira og almennara, frekar af því að þar býr fleira fólk og þar af leiðandi voru fleiri á sama báti. Samkynhneigðir mynduðu jaðarhópa og höfðu stuðning hver af öðrum. Sökum fámennis urðu slík samfélög óburðug hér á landi. Því var til skamms tíma ekki í mörg hús að venda. Við þekkjum margar sögur af landflótta ráðvilltum ungmennum. Hvílík grimmd – dökkur blettur nýliðins tíma. Samt voru Íslendingar líklega hvorki betri né verri en fólk í öðrum nálægum löndum. Alls staðar eru hópar sem láta hluti sem þeim koma ekki við eitra andrúmsloftið. Trúarofstæki, rasismi og andúð á fólki vegna kynhneigðar eru af sama toga. Sennilega er það óhamingjusamt fólk upp til hópa – oft brjóstumkennanlegt – sem sökum eigin ranghugmynda sér ógn í blásaklausu fólki. Málflutningur þeirra verður sem betur fer æ meira hjáróma. Sólarmerkin sem blasa við tala sínu máli. Veruleikinn afhjúpar hleypidómana. Við þekkjum flest fólk af erlendu bergi brotið – arabískt, asískst og afrískt – sem hefur aðlagast vel. Við höfum fylgst með því breyta daglegu lífi og bæta á fjölmörgum sviðum. Nægir að nefna matargerð, vísindi, listir og íþróttir. Með líku lagi eru hommar og lesbíur í forystuhlutverkum hér og hvar. Þetta fólk gerir dómhörkuna og heimóttarskapinn fáránlegan með breytni sinni. Líklega var hér alla tíð eins og víðast hvar lágvær meirihluti skynsamra, sem lét sér kynhneigð náungans í léttu rúmi liggja, leit á hana sem einkamál hvers og eins. Alltaf voru samkynhneigð pör, karlar og konur, sem fundu taktinn og lifðu lífinu án þess að láta forpokuð sjónarmið trufla sig með áberandi hætti. En um það var lítið talað – margir lifðu í felum. Nú er þetta allt sjálfsagt. Það er mikill léttir fyrir okkur öll. Hinsegin dagar og gleðiganga eru sigurhátíð fjölbreytileikans – sigurhátíð okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fáum áratugum hokraði hér norður í ballarhafi einsleit og einangruð þjóð. Útlent fólk var sjaldséð, hvað þá fólk af asísku eða afrísku bergi brotið. Fáir tóku sér í munn orðin hommi og lesbía – þau voru skammaryrði. Við rákum upp stór augu þá sjaldan þeldökkt fólk eða gestir frá fjarlægum löndum í framandi klæðum sáust á ferli. Litbrigði mannlífsins voru fábreytt, að minnsta kosti á yfirborðinu. Hómósexúalismi var ræddur í skúmaskotum, margir litu hann hornauga og fóru ekki leynt með andúð sína á blásaklausu fólki. Hommum og lesbíum var gert óbærilegt að opinbera hneigðir sínar. Fyrirmyndarfólk, sem enn er í fullu fjöri, hraktist úr landi til að fá að vera það sjálft í friði. Flestir sem náð hafa miðjum aldri þekkja dæmi – eiga vini, kunningja eða ættingja sem flúðu til New York, London eða Kaupmannahafnar. Ekki vegna þess að í útlandinu hafi umburðarlyndið verið meira og almennara, frekar af því að þar býr fleira fólk og þar af leiðandi voru fleiri á sama báti. Samkynhneigðir mynduðu jaðarhópa og höfðu stuðning hver af öðrum. Sökum fámennis urðu slík samfélög óburðug hér á landi. Því var til skamms tíma ekki í mörg hús að venda. Við þekkjum margar sögur af landflótta ráðvilltum ungmennum. Hvílík grimmd – dökkur blettur nýliðins tíma. Samt voru Íslendingar líklega hvorki betri né verri en fólk í öðrum nálægum löndum. Alls staðar eru hópar sem láta hluti sem þeim koma ekki við eitra andrúmsloftið. Trúarofstæki, rasismi og andúð á fólki vegna kynhneigðar eru af sama toga. Sennilega er það óhamingjusamt fólk upp til hópa – oft brjóstumkennanlegt – sem sökum eigin ranghugmynda sér ógn í blásaklausu fólki. Málflutningur þeirra verður sem betur fer æ meira hjáróma. Sólarmerkin sem blasa við tala sínu máli. Veruleikinn afhjúpar hleypidómana. Við þekkjum flest fólk af erlendu bergi brotið – arabískt, asískst og afrískt – sem hefur aðlagast vel. Við höfum fylgst með því breyta daglegu lífi og bæta á fjölmörgum sviðum. Nægir að nefna matargerð, vísindi, listir og íþróttir. Með líku lagi eru hommar og lesbíur í forystuhlutverkum hér og hvar. Þetta fólk gerir dómhörkuna og heimóttarskapinn fáránlegan með breytni sinni. Líklega var hér alla tíð eins og víðast hvar lágvær meirihluti skynsamra, sem lét sér kynhneigð náungans í léttu rúmi liggja, leit á hana sem einkamál hvers og eins. Alltaf voru samkynhneigð pör, karlar og konur, sem fundu taktinn og lifðu lífinu án þess að láta forpokuð sjónarmið trufla sig með áberandi hætti. En um það var lítið talað – margir lifðu í felum. Nú er þetta allt sjálfsagt. Það er mikill léttir fyrir okkur öll. Hinsegin dagar og gleðiganga eru sigurhátíð fjölbreytileikans – sigurhátíð okkar allra.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar