Steingrímur og gúrkan Sif Sigmarsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 08:15 Eitt dularfyllsta mál sumarsins kann að eiga sér vísindalegar skýringar. Ef þú lest þessar hugleiðingar yfir morgunkaffinu gætir þú enn litið sólmyrkvann sem sjáanlegur er í dag alls staðar á landinu ef vel viðrar. Um er að ræða deildarmyrkva þar sem tunglið hylur sólu að hluta og nær hann hámarki rétt fyrir klukkan níu. Mannkynið er sjálfhverf dýrategund sem staðsetur sig alla jafna í miðju alheimsins sé því komið við. Fyrir tíma tækni og vísinda, þegar sólin snerist enn í kringum manninn, tókum við sólmyrkva persónulega. Er himnarnir myrkvuðust hlaut það að hafa eitthvað með okkur að gera: kóngurinn var ekki að standa í stykkinu; guðirnir voru okkur reiðir; Jón og Sigga á næsta bæ áttu í framhjáhaldi; við lögðum okkur til munns ranga fæðu á röngum tíma. Grikkir til forna trúðu því að sólmyrkvi stafaði af því að guðunum mislíkaði hegðun þeirra; í Gamla testamentinu boðar sólmyrkvi dómsdag: „Á þeim degi – segir Drottinn Guð – vil ég láta sólina ganga til viðar um miðjan dag og senda myrkur yfir landið á ljósum degi.“ Sjálfhverf rangtúlkun á ráðgátum veraldarinnar einskorðast þó ekki við undur náttúrunnar.Pólitísk endastöð Gúrkutíð. Hugtakið er notað um tímann þegar lítið er í fréttum. Í venjulegu árferði ættum við að vera stödd á síðari hluta gúrkutíðar. Einum manni er hins vegar svo fyrir að þakka að minna hefur farið fyrir gúrkunni í ár en oft áður. Þótt næstum mánuður sé liðinn frá hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum er hann enn í fréttunum. Í vikunni skammaði Jón Kalman Stefánsson rithöfundur Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, fyrir að hafa boðið einum alræmdasta þjóðernissinna Norðurlanda til samkomunnar. Sagði hann Steingrími bera að „biðjast afsökunar, standa upp úr stól sínum og hleypa öðrum að“. Steingrímur er eins og farþegi sem sofnaði í strætó og stígur vankaður út á pólitískri endastöð. Piu-málið hefði átt að vera skandall dagsins – mesta lagi vikunnar – en hefur nú undið svo upp á sig að fólk er farið að krefja Steingrím um afsögn. Steingrímur hefði þó hæglega getað kæft hneykslið í fæðingu með því einu að viðurkenna mistök. Ráðgáta sumarsins er þessi: Hvers vegna gerði hann það ekki? Eins og Grikkir til forna sem töldu sólmyrkvann snúast um þá sjálfa ákvað ég, í ljósi skorts á vísindalegum útskýringum, að túlka það sem svo að þvermóðska Steingríms snerist um mig. Af einskærri ósérplægni gerðist Steingrímur klappstýra fremsta rasista Norðurlanda af greiðvikni við alla álitsgjafa landsins; hann var að hlífa okkur við gúrkutíðinni. En í vikulok hrundi þessi heimsmynd mín. Rétt eins og sólmyrkvinn á Piu-málið sér vísindalegar skýringar.Pínlegt Ný rannsókn sem gerð var við háskólann í Iowa sýnir að hæfni okkar til að sjá villu okkar vegar dvínar með aldrinum. Þátttakendum í rannsókninni var gert að spila einfaldan tölvuleik sem fólst í því að þegar hringur birtist á jaðri skjás áttu þeir að forðast að líta á hann. „Góðu fréttirnar eru þær að hinir eldri leystu verkefnið jafnvel af hendi og þeir yngri,“ sagði Jan Wessel, prófessor í taugavísindum, um rannsóknina. Þegar þátttakendur voru fengnir til að meta eigin frammistöðu var raunin hins vegar önnur. „Við komumst að því að geta þeirra eldri til að koma auga á mistök sín er töluvert skert.“ Fólk undir þrítugu viðurkenndi mistök í 75% tilfella. Fólk yfir sextugu viðurkenndi mistök í aðeins 63% tilfella. Nauðsynlegt er þeim sem ætla að horfa á sólmyrkvann að skýla augum sínum með hlífðarbúnaði á borð við sólmyrkvagleraugu. Þegar aldurinn færist yfir fylgir þvermóðskan með – því sýnum við öll skilning. Svo pínlegt er hins vegar orðið að horfa upp á Steingrím standa einan á pólitískum berangri, skakandi klappstýrudúskum til heilla Piu Kjærsgaard að óskandi væri að hlífðarbúnaður væri fáanlegur sem verndaði augun fyrir þeirri skaðræðissjón. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt dularfyllsta mál sumarsins kann að eiga sér vísindalegar skýringar. Ef þú lest þessar hugleiðingar yfir morgunkaffinu gætir þú enn litið sólmyrkvann sem sjáanlegur er í dag alls staðar á landinu ef vel viðrar. Um er að ræða deildarmyrkva þar sem tunglið hylur sólu að hluta og nær hann hámarki rétt fyrir klukkan níu. Mannkynið er sjálfhverf dýrategund sem staðsetur sig alla jafna í miðju alheimsins sé því komið við. Fyrir tíma tækni og vísinda, þegar sólin snerist enn í kringum manninn, tókum við sólmyrkva persónulega. Er himnarnir myrkvuðust hlaut það að hafa eitthvað með okkur að gera: kóngurinn var ekki að standa í stykkinu; guðirnir voru okkur reiðir; Jón og Sigga á næsta bæ áttu í framhjáhaldi; við lögðum okkur til munns ranga fæðu á röngum tíma. Grikkir til forna trúðu því að sólmyrkvi stafaði af því að guðunum mislíkaði hegðun þeirra; í Gamla testamentinu boðar sólmyrkvi dómsdag: „Á þeim degi – segir Drottinn Guð – vil ég láta sólina ganga til viðar um miðjan dag og senda myrkur yfir landið á ljósum degi.“ Sjálfhverf rangtúlkun á ráðgátum veraldarinnar einskorðast þó ekki við undur náttúrunnar.Pólitísk endastöð Gúrkutíð. Hugtakið er notað um tímann þegar lítið er í fréttum. Í venjulegu árferði ættum við að vera stödd á síðari hluta gúrkutíðar. Einum manni er hins vegar svo fyrir að þakka að minna hefur farið fyrir gúrkunni í ár en oft áður. Þótt næstum mánuður sé liðinn frá hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum er hann enn í fréttunum. Í vikunni skammaði Jón Kalman Stefánsson rithöfundur Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, fyrir að hafa boðið einum alræmdasta þjóðernissinna Norðurlanda til samkomunnar. Sagði hann Steingrími bera að „biðjast afsökunar, standa upp úr stól sínum og hleypa öðrum að“. Steingrímur er eins og farþegi sem sofnaði í strætó og stígur vankaður út á pólitískri endastöð. Piu-málið hefði átt að vera skandall dagsins – mesta lagi vikunnar – en hefur nú undið svo upp á sig að fólk er farið að krefja Steingrím um afsögn. Steingrímur hefði þó hæglega getað kæft hneykslið í fæðingu með því einu að viðurkenna mistök. Ráðgáta sumarsins er þessi: Hvers vegna gerði hann það ekki? Eins og Grikkir til forna sem töldu sólmyrkvann snúast um þá sjálfa ákvað ég, í ljósi skorts á vísindalegum útskýringum, að túlka það sem svo að þvermóðska Steingríms snerist um mig. Af einskærri ósérplægni gerðist Steingrímur klappstýra fremsta rasista Norðurlanda af greiðvikni við alla álitsgjafa landsins; hann var að hlífa okkur við gúrkutíðinni. En í vikulok hrundi þessi heimsmynd mín. Rétt eins og sólmyrkvinn á Piu-málið sér vísindalegar skýringar.Pínlegt Ný rannsókn sem gerð var við háskólann í Iowa sýnir að hæfni okkar til að sjá villu okkar vegar dvínar með aldrinum. Þátttakendum í rannsókninni var gert að spila einfaldan tölvuleik sem fólst í því að þegar hringur birtist á jaðri skjás áttu þeir að forðast að líta á hann. „Góðu fréttirnar eru þær að hinir eldri leystu verkefnið jafnvel af hendi og þeir yngri,“ sagði Jan Wessel, prófessor í taugavísindum, um rannsóknina. Þegar þátttakendur voru fengnir til að meta eigin frammistöðu var raunin hins vegar önnur. „Við komumst að því að geta þeirra eldri til að koma auga á mistök sín er töluvert skert.“ Fólk undir þrítugu viðurkenndi mistök í 75% tilfella. Fólk yfir sextugu viðurkenndi mistök í aðeins 63% tilfella. Nauðsynlegt er þeim sem ætla að horfa á sólmyrkvann að skýla augum sínum með hlífðarbúnaði á borð við sólmyrkvagleraugu. Þegar aldurinn færist yfir fylgir þvermóðskan með – því sýnum við öll skilning. Svo pínlegt er hins vegar orðið að horfa upp á Steingrím standa einan á pólitískum berangri, skakandi klappstýrudúskum til heilla Piu Kjærsgaard að óskandi væri að hlífðarbúnaður væri fáanlegur sem verndaði augun fyrir þeirri skaðræðissjón.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun