Þannig María Bjarnadóttir skrifar 10. ágúst 2018 07:00 Ég er enginn sérfræðingur en ég held að börn fæðist fordómalaus. Í það minnsta vona ég það alveg einlæglega. Það er svo ónotalegt til þess að hugsa að grátur ungabarns sé í raun rasískt raunakvein. Ég held að fordóma hljóti nýburar að fá í minni eða stærri inngjöfum í gegnum uppeldi og samfélag eftir því sem þau eldast. Fordómarnir taka svo á sig ýmsar myndir. Undanfarið hafa þeir verið að birtast mikið sem ummæli í athugasemdakerfum netmiðla. Það gera þeir ekki af sjálfu sér. Það er einhver sem skrifar þá. Fordómarnir lifa nefnilega ekki sjálfstæðu lífi. Þeir þurfa manneskjur til þess að nærast á til að halda sér á lífi. Pínulítið eins og Voldemort í Harry Potter. Þeir geta líka birst sem löggjöf. Samkynhneigð er enn þá refsiverð sumstaðar. Það þýðir að fyrrverandi nýburar, núverandi þingmenn, telja rétt að annað fólk sæti frelsissviptingu eða refsingum fyrir að laðast að fólki af sama kyni. Fordómarnir hafa náð að narta í þau einhvers staðar á leiðinni frá vöggudeild til löggjafarþings. Fordómafull lög er hægt að afnema. Hér giltu lög sem gerðu samkynhneigð refsiverða og voru afnumin árið 1940. Á grundvelli þeirra var einn maður dæmdur til átta mánaða betrunarhúsvistar fyrir ”holdlegt samræði við aðra karla”. Betrunarvistina tók hann út í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Það var því táknrænt og fallegt að hinsegin dagar voru í vikunni opnaðir með því að mála sömu götu í regnbogans litum. Hinsegin dagar í Reykjavík minna okkur öll á að við erum öll einhvern veginn; þannig og hinsegin og allt þar á milli. Þannig minnka þeir líka vonandi hættuna á að ungabörn smitist síðar af fordómum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég er enginn sérfræðingur en ég held að börn fæðist fordómalaus. Í það minnsta vona ég það alveg einlæglega. Það er svo ónotalegt til þess að hugsa að grátur ungabarns sé í raun rasískt raunakvein. Ég held að fordóma hljóti nýburar að fá í minni eða stærri inngjöfum í gegnum uppeldi og samfélag eftir því sem þau eldast. Fordómarnir taka svo á sig ýmsar myndir. Undanfarið hafa þeir verið að birtast mikið sem ummæli í athugasemdakerfum netmiðla. Það gera þeir ekki af sjálfu sér. Það er einhver sem skrifar þá. Fordómarnir lifa nefnilega ekki sjálfstæðu lífi. Þeir þurfa manneskjur til þess að nærast á til að halda sér á lífi. Pínulítið eins og Voldemort í Harry Potter. Þeir geta líka birst sem löggjöf. Samkynhneigð er enn þá refsiverð sumstaðar. Það þýðir að fyrrverandi nýburar, núverandi þingmenn, telja rétt að annað fólk sæti frelsissviptingu eða refsingum fyrir að laðast að fólki af sama kyni. Fordómarnir hafa náð að narta í þau einhvers staðar á leiðinni frá vöggudeild til löggjafarþings. Fordómafull lög er hægt að afnema. Hér giltu lög sem gerðu samkynhneigð refsiverða og voru afnumin árið 1940. Á grundvelli þeirra var einn maður dæmdur til átta mánaða betrunarhúsvistar fyrir ”holdlegt samræði við aðra karla”. Betrunarvistina tók hann út í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Það var því táknrænt og fallegt að hinsegin dagar voru í vikunni opnaðir með því að mála sömu götu í regnbogans litum. Hinsegin dagar í Reykjavík minna okkur öll á að við erum öll einhvern veginn; þannig og hinsegin og allt þar á milli. Þannig minnka þeir líka vonandi hættuna á að ungabörn smitist síðar af fordómum.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun