Íslenska skíðalandsliðið æfir í skíðahúsi í flatasta landi í Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 16:45 Mynd/Skíðasamband Íslands Besta skíðafólk landsins leitar áfram allra leiða til að undirbúa sig fyrir keppnistímabilið en nýjasta æfingaaðstaðan er á sérstökum stað. Það er ómögulegt að æfa skíðaíþróttina á sumrin á Íslandi og oft er snjórinn líka mjög lengi að koma á veturna. Okkar besta fólk leitar því oft erlendis til að komast í góðar skíðaðastæður og svo er einnig nú. Skíðasamband Íslands segir frá því á samfélagsmiðlum að fyrsta æfingaferð vetrarins hjá landsliðinu í alpagreinum sé nú hafin. Hluti af skíðalandsliðinu er nú við æfingar í skíðahúsinu í Landgraaf í Hollandi. Holland er flatasta land í Evrópu og stór hluti landsins er neðan sjávarmáls. Landgraaf er í suðausuturhluta Hollands við landamæri Þýskalands. Snow World í Landgraaf er stærsta skíðahöllin í Evrópu.Skíðasamband Íslands hafði valið í vor í A og B landslið í alpagreinum fyrir keppnistímabilið 2018/2019. Valið var eftir áður útgefinni valreglu. Heimsmeistaramótið í Åre (Svíþjóð) verður hápunktur næsta vetrar en auk þess verður farið í nokkrar æfinga- og keppnisferðir, ásamt því að Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) er á dagskrá.A-landsliðKonur Freydís Halla Einarsdóttir Helga María VilhjálmsdóttirKarlar Sturla Snær SnorrasonB-landsliðKonur Andrea Björk Birkisdóttir Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir Katla Björg Dagbjartsdóttir María FinnbogadóttirKarlar Bjarki Guðmundsson Gísli Rafn Guðmundsson Sigurður Hauksson Hér fyrir neðan má sjá myndband frá FIS-skíðamóti sem fór fram í skíðahöllinni í Landgraaf. Aðrar íþróttir Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Besta skíðafólk landsins leitar áfram allra leiða til að undirbúa sig fyrir keppnistímabilið en nýjasta æfingaaðstaðan er á sérstökum stað. Það er ómögulegt að æfa skíðaíþróttina á sumrin á Íslandi og oft er snjórinn líka mjög lengi að koma á veturna. Okkar besta fólk leitar því oft erlendis til að komast í góðar skíðaðastæður og svo er einnig nú. Skíðasamband Íslands segir frá því á samfélagsmiðlum að fyrsta æfingaferð vetrarins hjá landsliðinu í alpagreinum sé nú hafin. Hluti af skíðalandsliðinu er nú við æfingar í skíðahúsinu í Landgraaf í Hollandi. Holland er flatasta land í Evrópu og stór hluti landsins er neðan sjávarmáls. Landgraaf er í suðausuturhluta Hollands við landamæri Þýskalands. Snow World í Landgraaf er stærsta skíðahöllin í Evrópu.Skíðasamband Íslands hafði valið í vor í A og B landslið í alpagreinum fyrir keppnistímabilið 2018/2019. Valið var eftir áður útgefinni valreglu. Heimsmeistaramótið í Åre (Svíþjóð) verður hápunktur næsta vetrar en auk þess verður farið í nokkrar æfinga- og keppnisferðir, ásamt því að Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) er á dagskrá.A-landsliðKonur Freydís Halla Einarsdóttir Helga María VilhjálmsdóttirKarlar Sturla Snær SnorrasonB-landsliðKonur Andrea Björk Birkisdóttir Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir Katla Björg Dagbjartsdóttir María FinnbogadóttirKarlar Bjarki Guðmundsson Gísli Rafn Guðmundsson Sigurður Hauksson Hér fyrir neðan má sjá myndband frá FIS-skíðamóti sem fór fram í skíðahöllinni í Landgraaf.
Aðrar íþróttir Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira