Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja Ingrid Kuhlman skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Baráttan við loftslagsbreytingar af mannavöldum er það viðfangsefni sem nú ber hæst. Afleiðingar loftslagsbreytinga hafa verið mjög sýnilegar í sumar; hitastigið á jörðinni hækkar stöðugt, gróðurbelti eru að færast til, yfirborð sjávar hækkar vegna bráðnunar jökla og flóðahætta eykst á ýmsum frjósömum og þéttbýlum svæðum. Auk þess eru sýnilegar breytingar á lífsskilyrðum í sjó vegna breytinga á straumum, sýrustigi og seltu. Að óbreyttu er ekkert annað fram undan en náttúruhamfarir af óþekktri stærðargráðu. Spurningin sem við eigum öll að ræða er: Hvað getum við Íslendingar gert til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda? Í skýrslu Hagfræðistofnunar um Ísland og loftslagsmál frá febrúar 2017 kemur fram að áætlaður útblástur frá framræstu votlendi sé langstærsti einstaki losunarþáttur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi eða um 70% af heildarlosuninni. Á árum áður voru grafnir um 34.000 km af skurðum sem hafa raskað um 4.200 ferkílómetrum lands. Áætlað er að aðeins um 15% framræsts lands sé nýtt til jarðræktar. Samkvæmt stuðlum IPCC (Vísindanefndar loftslagssamningsins) og innlendum rannsóknum losar hver hektari um 20 tonn af gróðurhúsalofttegundum á ári. Það er því til mikils að vinna með endurheimt votlendis. Votlendissvæði eru einnig mikilvæg í öðru samhengi því þau eru búsvæði ýmissa lífvera (plantna, fugla, fiska og smádýra) og gegna hlutverki í vatns- og efnabúskap lands. Endurheimt getur aukið útivistargildi svæða. Þau verða áhugaverðari til fuglaskoðunar og skilyrði geta skapast til veiða á fugli og fiski. Því felst margs konar ávinningur í að nýta þá áhrifaríku en jafnframt hagkvæmu loftslagsaðgerð sem endurheimt votlendis er. Votlendissjóðurinn, sem var stofnaður sl. vor, hefur efnt til þjóðarátaks í nafni samfélagslegrar ábyrgðar til að stöðva losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstum mýrum. Sjóðurinn vinnur að endurheimt votlendis í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagssamtök og einstaklinga. Fjölmörg fyrirtæki hafa lagt verkefninu lið, bæði með því að gerast stofnaðilar en einnig með því að leggja til fé til endurheimtar votlendis. Það er ómetanlegt að eiga að traust fyrirtæki til að styðja við bakið á þessu stóra samfélagsverkefni. Ég hvet öll fyrirtæki landsins til að kynna sér málið á votlendi.is og leggja verkefninu lið. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og FKA-félagskona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Ingrid Kuhlman Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Baráttan við loftslagsbreytingar af mannavöldum er það viðfangsefni sem nú ber hæst. Afleiðingar loftslagsbreytinga hafa verið mjög sýnilegar í sumar; hitastigið á jörðinni hækkar stöðugt, gróðurbelti eru að færast til, yfirborð sjávar hækkar vegna bráðnunar jökla og flóðahætta eykst á ýmsum frjósömum og þéttbýlum svæðum. Auk þess eru sýnilegar breytingar á lífsskilyrðum í sjó vegna breytinga á straumum, sýrustigi og seltu. Að óbreyttu er ekkert annað fram undan en náttúruhamfarir af óþekktri stærðargráðu. Spurningin sem við eigum öll að ræða er: Hvað getum við Íslendingar gert til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda? Í skýrslu Hagfræðistofnunar um Ísland og loftslagsmál frá febrúar 2017 kemur fram að áætlaður útblástur frá framræstu votlendi sé langstærsti einstaki losunarþáttur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi eða um 70% af heildarlosuninni. Á árum áður voru grafnir um 34.000 km af skurðum sem hafa raskað um 4.200 ferkílómetrum lands. Áætlað er að aðeins um 15% framræsts lands sé nýtt til jarðræktar. Samkvæmt stuðlum IPCC (Vísindanefndar loftslagssamningsins) og innlendum rannsóknum losar hver hektari um 20 tonn af gróðurhúsalofttegundum á ári. Það er því til mikils að vinna með endurheimt votlendis. Votlendissvæði eru einnig mikilvæg í öðru samhengi því þau eru búsvæði ýmissa lífvera (plantna, fugla, fiska og smádýra) og gegna hlutverki í vatns- og efnabúskap lands. Endurheimt getur aukið útivistargildi svæða. Þau verða áhugaverðari til fuglaskoðunar og skilyrði geta skapast til veiða á fugli og fiski. Því felst margs konar ávinningur í að nýta þá áhrifaríku en jafnframt hagkvæmu loftslagsaðgerð sem endurheimt votlendis er. Votlendissjóðurinn, sem var stofnaður sl. vor, hefur efnt til þjóðarátaks í nafni samfélagslegrar ábyrgðar til að stöðva losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstum mýrum. Sjóðurinn vinnur að endurheimt votlendis í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagssamtök og einstaklinga. Fjölmörg fyrirtæki hafa lagt verkefninu lið, bæði með því að gerast stofnaðilar en einnig með því að leggja til fé til endurheimtar votlendis. Það er ómetanlegt að eiga að traust fyrirtæki til að styðja við bakið á þessu stóra samfélagsverkefni. Ég hvet öll fyrirtæki landsins til að kynna sér málið á votlendi.is og leggja verkefninu lið. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og FKA-félagskona
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun